Við krefjumst uppsagnar Ásthildar Lóu og Ragnars Þórs! Hilmir Örn Ólafsson skrifar 9. nóvember 2023 07:31 Þann 6. nóvember kröfðust Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson uppsagnar Seðlabankastjóra Íslands með tilheyrandi grein. Þessi grein inniheldur bæði rangfærslur og mikla fávísi. Í stað þess að skoða staðreyndir og reyna skilja gang íslenska hagkerfisins telja höfundar vænlegra að draga í efa hæfi Forsætisráðherra og Seðlabankastjóra Íslands. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór virðast ekki skilja peningastefnu Seðlabankans og þau lögbundnu skilyrði sem honum eru sett. Það er nákvæmlega svona sem hagkerfum heimsins með sjálfstæðan seðlabanka er háttað í þeim löndum sem að við berum okkur saman við. Útfærslur á þessu fyrirkomulagi hafa einnig verið rannsakaðar í þaula. Það er aftur á móti önnur spurning hvort að sú tilhögun, að halda uppi sjálfstæðum seðlabanka, sé sú rétta en það verður ekki rætt í þessari grein. Ragnar og Ásthildur Lóa telja hins vegar það vera vænlegast til árangurs að úthúða Ásgeiri seðlabankastjóra þegar hann hefur einvörðungu fylgt þeim fræðum og kenningum sem honum ber að gera og notað til þess þau tæki sem Seðlabankanum býðst til að ná verðstöðugleika. Höfundar sjá þó sóma sinn í því að vera sammála flestum að ná þurfi niður verðbólgu en þeim er ekki sama hvernig það er gert. Hvaða úrræði telja Ragnar og Ásthildur Lóa að Seðlabankinn hafi? Hvernig halda þau að seðlabankar heimsins nái niður verðbólgu? Það þarf ekki nema að opna helstu miðla og sjá hvernig það er gert og hvernig það gengur. Í Evrópu er verðbólga komin niður fyrir 3%, í Bandaríkjunum er hún komin niður fyrir 4% og í Bretlandi var hún seinast 6.7%. Hvað halda höfundar að seðlabankastjórar þessara ríkja hafi verið að gera? Við núverandi verðbólgu stendur seðlabankastjóra einfaldlega ekkert annað til boða en að hækka vexti. Grundvallar skilningur á tilgangi og markmiðum peningastefnu skýrir það. Þá nefna höfundar þá miklu peninga „prentun“ sem Landsbankinn hefur staðið að. Þessi staðhæfing einkennist af ringulreið miðað við þær kröfur sem að þau gera til Seðlabankans. Hvað telja höfundar að gerist með tilliti til peningaprentunar þegar vextir verða snar lækkaðir í a.m.k. 4%? Samkvæmt þeim er ekki hægt að kenna of lágu vöxtum um þá verðbólgu sem ríkir hér en þó var peningaprentun Landsbankans eitt af því helsta sem olli umræddri verðbólgu. Þetta er vægast sagt þversagnakenndur málflutningur. Það er vissulega rétt að verðtryggingin sé eitur sem verði að fjarlægja. En að halda því fram að seðlabankastjóri sé að ýta fólki í verðtryggð lán eða að bankarnir, sem eru með hvað lægstu arðsemi á eigið fé meðal Evrópuríkja, séu vandamál verðtryggingarinnar er fásinna. Á meðan þetta er í boði hér á landi mun fólk leita í þetta, svo einfalt er það. Atferlisfræðin hefur sýnt okkur að manneskjan er haldin af „present bias“ þar sem hún ofmetur skammtíma ábata og vanmetur langtíma afleiðingar. Ásókn fólks í verðtryggð lán er dæmi um þetta. Verðtryggingin er þá eins og hver önnur misheppnuð skammtímahugsun, „björgunar aðferð“ verkalýðsforingja sem þurfa ekki að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Að höfundar geti ekki fært fram álitlegri ráð en að lækka stýrivexti í a.m.k. 4% og sett verði á leiguþak er ákaflega dapurt og vitnisburður um fávísi. Slík aðgerð myndi kollvarpa íslenska hagkerfinu og líkjast glapræði Erdogan Tyrklands forseta sem sá nú samt sóma sinn í því að hækka vexti á endanum. Þar að auki eru leiguþök fávísisfyrirsláttur sem kemur iðulega upp í umræðum þegar illa gengur. Að ganga í slíkar „björgunar aðferðir“ er eins og að pissa í skóinn sinn og mun aðeins draga úr mætti peningastefnunnar, lengja há-verðbólgutímabilið, lengja erfiða stöðu heimilanna og þá helst sem höllustum fæti standa Erfitt efnahagsástand verður aldrei auðvelt. En ef ekki væri stöðugt verið ganga í þessar „björgunar aðferðir“ fengjum við svigrúm til að hugsa rökrétta, þ.e. að taka á okkur skammtíma kostnað fyrir langvarandi velsæld. Það skortir hjá ofangreindum aðilum. Höfundur er hagfræðingur og áhugamaður um íslenskt efnahagslíf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. nóvember kröfðust Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson uppsagnar Seðlabankastjóra Íslands með tilheyrandi grein. Þessi grein inniheldur bæði rangfærslur og mikla fávísi. Í stað þess að skoða staðreyndir og reyna skilja gang íslenska hagkerfisins telja höfundar vænlegra að draga í efa hæfi Forsætisráðherra og Seðlabankastjóra Íslands. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór virðast ekki skilja peningastefnu Seðlabankans og þau lögbundnu skilyrði sem honum eru sett. Það er nákvæmlega svona sem hagkerfum heimsins með sjálfstæðan seðlabanka er háttað í þeim löndum sem að við berum okkur saman við. Útfærslur á þessu fyrirkomulagi hafa einnig verið rannsakaðar í þaula. Það er aftur á móti önnur spurning hvort að sú tilhögun, að halda uppi sjálfstæðum seðlabanka, sé sú rétta en það verður ekki rætt í þessari grein. Ragnar og Ásthildur Lóa telja hins vegar það vera vænlegast til árangurs að úthúða Ásgeiri seðlabankastjóra þegar hann hefur einvörðungu fylgt þeim fræðum og kenningum sem honum ber að gera og notað til þess þau tæki sem Seðlabankanum býðst til að ná verðstöðugleika. Höfundar sjá þó sóma sinn í því að vera sammála flestum að ná þurfi niður verðbólgu en þeim er ekki sama hvernig það er gert. Hvaða úrræði telja Ragnar og Ásthildur Lóa að Seðlabankinn hafi? Hvernig halda þau að seðlabankar heimsins nái niður verðbólgu? Það þarf ekki nema að opna helstu miðla og sjá hvernig það er gert og hvernig það gengur. Í Evrópu er verðbólga komin niður fyrir 3%, í Bandaríkjunum er hún komin niður fyrir 4% og í Bretlandi var hún seinast 6.7%. Hvað halda höfundar að seðlabankastjórar þessara ríkja hafi verið að gera? Við núverandi verðbólgu stendur seðlabankastjóra einfaldlega ekkert annað til boða en að hækka vexti. Grundvallar skilningur á tilgangi og markmiðum peningastefnu skýrir það. Þá nefna höfundar þá miklu peninga „prentun“ sem Landsbankinn hefur staðið að. Þessi staðhæfing einkennist af ringulreið miðað við þær kröfur sem að þau gera til Seðlabankans. Hvað telja höfundar að gerist með tilliti til peningaprentunar þegar vextir verða snar lækkaðir í a.m.k. 4%? Samkvæmt þeim er ekki hægt að kenna of lágu vöxtum um þá verðbólgu sem ríkir hér en þó var peningaprentun Landsbankans eitt af því helsta sem olli umræddri verðbólgu. Þetta er vægast sagt þversagnakenndur málflutningur. Það er vissulega rétt að verðtryggingin sé eitur sem verði að fjarlægja. En að halda því fram að seðlabankastjóri sé að ýta fólki í verðtryggð lán eða að bankarnir, sem eru með hvað lægstu arðsemi á eigið fé meðal Evrópuríkja, séu vandamál verðtryggingarinnar er fásinna. Á meðan þetta er í boði hér á landi mun fólk leita í þetta, svo einfalt er það. Atferlisfræðin hefur sýnt okkur að manneskjan er haldin af „present bias“ þar sem hún ofmetur skammtíma ábata og vanmetur langtíma afleiðingar. Ásókn fólks í verðtryggð lán er dæmi um þetta. Verðtryggingin er þá eins og hver önnur misheppnuð skammtímahugsun, „björgunar aðferð“ verkalýðsforingja sem þurfa ekki að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Að höfundar geti ekki fært fram álitlegri ráð en að lækka stýrivexti í a.m.k. 4% og sett verði á leiguþak er ákaflega dapurt og vitnisburður um fávísi. Slík aðgerð myndi kollvarpa íslenska hagkerfinu og líkjast glapræði Erdogan Tyrklands forseta sem sá nú samt sóma sinn í því að hækka vexti á endanum. Þar að auki eru leiguþök fávísisfyrirsláttur sem kemur iðulega upp í umræðum þegar illa gengur. Að ganga í slíkar „björgunar aðferðir“ er eins og að pissa í skóinn sinn og mun aðeins draga úr mætti peningastefnunnar, lengja há-verðbólgutímabilið, lengja erfiða stöðu heimilanna og þá helst sem höllustum fæti standa Erfitt efnahagsástand verður aldrei auðvelt. En ef ekki væri stöðugt verið ganga í þessar „björgunar aðferðir“ fengjum við svigrúm til að hugsa rökrétta, þ.e. að taka á okkur skammtíma kostnað fyrir langvarandi velsæld. Það skortir hjá ofangreindum aðilum. Höfundur er hagfræðingur og áhugamaður um íslenskt efnahagslíf
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun