Eigum við að umbera einelti? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2023 22:00 Dagur gegn einelti er í dag. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum degi sérstaklega og hvetja sem flesta til að hafa daginn í hávegum í skólum og öðrum stofnunum landsins. Því miður hefur einelti örugglega alltaf fylgt okkur mannfólkinu og byggði mögulega upphaflega á þeirri miklu líffræðilegu þörf hjá okkur að tilheyra hóp þegar við vorum frumstæðari. Þá gat það verið spurning um líf eða dauða hvort allir fengu að vera hluti af hópnum, ef einhver var útilokaður úr hópnum var erfiðara fyrir hann að komast lífs af. Við höfum enn þessa miklu þörf fyrir að tilheyra þrátt fyrir að við höfum þróast mikið. Og enn eru mörg börn sem verða fyrir einelti. Hugmyndir og þekking sérfræðinga á einelti hefur þróast frá því að viðfangsefnið var fyrst rannsakað. UNESCO skilgreindi einelti nýlega á eftirfarandi hátt: Einelti er skaðlegt félagslegt atferli sem einkennist af valdaójafnvægi sem myndast vegna viðmiða sem sett eru í samfélaginu og innan stofnana þess. Það er oft endurtekið og birtist sem óæskileg mannleg hegðun og veldur líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum skaða á viðkomandi einstaklingum eða hópum. Þessi skilgreining er í samræmi við þá sem notast er við í Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Öll tilheyrum við ýmsum hópum þar sem ákveðin viðmið eru ríkjandi um hvað sé talið rétt og rangt, gott og vont, flott og glatað. Þeir sem falla ekki að þessum viðmiðum eiga það á hættu að fá ekki að tilheyra hópnum, eru útskúfaðir og hundsaðir. Þar sem við höfum þessa miklu þörf til að tilheyra hópnum gerum við oft margt til að tryggja veru okkar þar. Við samsömum okkur jafnvel hópnum og breytum á yfirborðinu til dæmis hvernig við klæðumst, hvernig tónlist við hlustum á eða hvaða tómstundir við iðkum til að vera hluti af hópnum. Þeir sem skera sig úr verða fyrir aðkasti, ýmist vegna einhvers sem hópurinn lítur á sem veikleika eða yfirburða styrkleika sem ógnar líka norminu. Enginn í hópnum þorir að standa með þeim sem er útilokaður því þeir eru hræddir um að verða refsað og útilokaðir sjálfir. Þannig mótast menning sem verður samþykkt vegna þess að enginn bregst við og hefur kjark og getu til að breyta henni. Því er mikilvægt að börn læri frá unga aldri um tilfinningar, líðan, samskipti og tjáningu. Með því að leggja strax á fyrstu æviárunum áherslu á að börn setji sér og öðrum mörk í samskiptum erum við að valdefla þau. Með því að vera sjálf góðar fyrirmyndir barnanna í samskiptum og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, kennum við börnunum víðsýni, umhyggju, samkennd og síðast en ekki síst; umburðarlyndi Barnaheill leggja áherslu á umburðarlyndi í tengslum við Dag gegn einelti með sérstökum Dögum umburðarlyndis. Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en 70 ár bent á mikilvægi þess að tileinka sér það. Í dag, hefur þörfin fyrir umburðarlyndi ekki minnkað, síður en svo. Margt hefur breyst í samfélaginu og áunnist ef litið er til baka. En þrátt fyrir miklar breytingar er ekki þar með sagt að umburðarlyndi hafi sjálfkrafa aukist á meðal fólks. Jú, það er staðreynd að auðveldara er að eiga samskipti við fólk hvaðanæva að, meðal annars með tilkomu samfélagsmiðla. Þar er í mörgum tilfellum með einföldum hætti hægt að fá innsýn í daglegt líf hvers og eins. Þessari framþróun hefur þó ekki sjálfkrafa fylgt meiri skilningur á fjölbreytileika einstaklinga, uppruna þeirra, útliti, kyni, kynhneigð, menningu, trúarbrögðum og fleira. Samfélög verða sem betur fer sífellt fjölbreyttari en samhliða því hefur því miður myndast aukið óþol gagnvart margbreytileikanum. Það hefur meðal annars birst með auknum mannréttindabrotum, ýmsum öfgum og hatursorðræðu gagnvart ákveðnum hópum fólks. Umburðarlyndi snýr ekki eingöngu að því að umbera annað fólk og sýna því einhverja aumingjagæsku vegna þess að einhver annar hefur sagt til um það. Hugtakið felur miklu meira í sér. Í námsefni Vináttu er umburðarlyndi skilgreint á eftirfarandi hátt: Að skilja mikilvægi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu. Þannig er einblínt á styrkleikana sem eru fólgnir í því að við séum mismunandi og það gerir samfélagið/bekkinn/hópinn sterkari og betri þegar allir eru metnir af eigin verðleikum. Enginn einstaklingur á að þurfa að breyta því hvernig hann er til að falla í hópinn heldur er hann samþykktur eins og hann er. Umburðarlyndi er því gríðarlega mikilvægt gildi til að skapa börnum og ungmennum öryggi til að vera þau sjálf. Sýnum hvert öðru umburðarlyndi en umberum aldrei einelti. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur gegn einelti er í dag. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum degi sérstaklega og hvetja sem flesta til að hafa daginn í hávegum í skólum og öðrum stofnunum landsins. Því miður hefur einelti örugglega alltaf fylgt okkur mannfólkinu og byggði mögulega upphaflega á þeirri miklu líffræðilegu þörf hjá okkur að tilheyra hóp þegar við vorum frumstæðari. Þá gat það verið spurning um líf eða dauða hvort allir fengu að vera hluti af hópnum, ef einhver var útilokaður úr hópnum var erfiðara fyrir hann að komast lífs af. Við höfum enn þessa miklu þörf fyrir að tilheyra þrátt fyrir að við höfum þróast mikið. Og enn eru mörg börn sem verða fyrir einelti. Hugmyndir og þekking sérfræðinga á einelti hefur þróast frá því að viðfangsefnið var fyrst rannsakað. UNESCO skilgreindi einelti nýlega á eftirfarandi hátt: Einelti er skaðlegt félagslegt atferli sem einkennist af valdaójafnvægi sem myndast vegna viðmiða sem sett eru í samfélaginu og innan stofnana þess. Það er oft endurtekið og birtist sem óæskileg mannleg hegðun og veldur líkamlegum, félagslegum og tilfinningalegum skaða á viðkomandi einstaklingum eða hópum. Þessi skilgreining er í samræmi við þá sem notast er við í Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Öll tilheyrum við ýmsum hópum þar sem ákveðin viðmið eru ríkjandi um hvað sé talið rétt og rangt, gott og vont, flott og glatað. Þeir sem falla ekki að þessum viðmiðum eiga það á hættu að fá ekki að tilheyra hópnum, eru útskúfaðir og hundsaðir. Þar sem við höfum þessa miklu þörf til að tilheyra hópnum gerum við oft margt til að tryggja veru okkar þar. Við samsömum okkur jafnvel hópnum og breytum á yfirborðinu til dæmis hvernig við klæðumst, hvernig tónlist við hlustum á eða hvaða tómstundir við iðkum til að vera hluti af hópnum. Þeir sem skera sig úr verða fyrir aðkasti, ýmist vegna einhvers sem hópurinn lítur á sem veikleika eða yfirburða styrkleika sem ógnar líka norminu. Enginn í hópnum þorir að standa með þeim sem er útilokaður því þeir eru hræddir um að verða refsað og útilokaðir sjálfir. Þannig mótast menning sem verður samþykkt vegna þess að enginn bregst við og hefur kjark og getu til að breyta henni. Því er mikilvægt að börn læri frá unga aldri um tilfinningar, líðan, samskipti og tjáningu. Með því að leggja strax á fyrstu æviárunum áherslu á að börn setji sér og öðrum mörk í samskiptum erum við að valdefla þau. Með því að vera sjálf góðar fyrirmyndir barnanna í samskiptum og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum, kennum við börnunum víðsýni, umhyggju, samkennd og síðast en ekki síst; umburðarlyndi Barnaheill leggja áherslu á umburðarlyndi í tengslum við Dag gegn einelti með sérstökum Dögum umburðarlyndis. Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en 70 ár bent á mikilvægi þess að tileinka sér það. Í dag, hefur þörfin fyrir umburðarlyndi ekki minnkað, síður en svo. Margt hefur breyst í samfélaginu og áunnist ef litið er til baka. En þrátt fyrir miklar breytingar er ekki þar með sagt að umburðarlyndi hafi sjálfkrafa aukist á meðal fólks. Jú, það er staðreynd að auðveldara er að eiga samskipti við fólk hvaðanæva að, meðal annars með tilkomu samfélagsmiðla. Þar er í mörgum tilfellum með einföldum hætti hægt að fá innsýn í daglegt líf hvers og eins. Þessari framþróun hefur þó ekki sjálfkrafa fylgt meiri skilningur á fjölbreytileika einstaklinga, uppruna þeirra, útliti, kyni, kynhneigð, menningu, trúarbrögðum og fleira. Samfélög verða sem betur fer sífellt fjölbreyttari en samhliða því hefur því miður myndast aukið óþol gagnvart margbreytileikanum. Það hefur meðal annars birst með auknum mannréttindabrotum, ýmsum öfgum og hatursorðræðu gagnvart ákveðnum hópum fólks. Umburðarlyndi snýr ekki eingöngu að því að umbera annað fólk og sýna því einhverja aumingjagæsku vegna þess að einhver annar hefur sagt til um það. Hugtakið felur miklu meira í sér. Í námsefni Vináttu er umburðarlyndi skilgreint á eftirfarandi hátt: Að skilja mikilvægi fjölbreytileikans og koma fram við alla af virðingu. Þannig er einblínt á styrkleikana sem eru fólgnir í því að við séum mismunandi og það gerir samfélagið/bekkinn/hópinn sterkari og betri þegar allir eru metnir af eigin verðleikum. Enginn einstaklingur á að þurfa að breyta því hvernig hann er til að falla í hópinn heldur er hann samþykktur eins og hann er. Umburðarlyndi er því gríðarlega mikilvægt gildi til að skapa börnum og ungmennum öryggi til að vera þau sjálf. Sýnum hvert öðru umburðarlyndi en umberum aldrei einelti. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun