Lagt er til að sett verði á allsherjar, bráðabirgða, bann við lánssamningum tveggja tengdra félaga til að varðveita heilindi leiksins og gefa félögum lengri tíma til að vinna að lausnum í málinu.
Kosið verður um málið þann 21. nóvember næstkomandi, bannið tæki þá gildi strax og félagsskiptaglugginn opnast í janúar ef að minnsta kosti 14 af 20 aðildarfélögum kjósa með því.
Tæki bannið gildi yrði Newcastle til dæmis bannað fá Ruben Neves lánaðan frá sádí-arabíska félaginu Al Hilal líkt og sögusagnir hafa verið um, vegna þess að bæði félög eru í eigu ríkissjóðs Sádí-Arabíu.
Bannið er ekki einhliða lagt fram til að hamla Newcastle, heldur er það hluti af allsherjar yfirhalningu á lögum um samningagerð félaga, bæði við leikmenn og fyrirtæki. Sem stendur er ekkert í reglum úrvalsdeildarinnar sem bannar félagsskipti líkt og lýst var hér að ofan.
Styrktarsamningar félaga við fyrirtæki verða til umræðu á fundinum en ekki hefur enn verið lögð fram tillaga um að banna félögum að þiggja styrki frá fyrirtækjum í sömu eigu og félagið.