Besta fiskveiðikerfið - drepum ekki gullgæsina Svanur Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2023 09:31 Fáar eða nokkrar þjóðir eiga jafn mikið undir farsælli nýtingu fiskistofna sinna og við Íslendingar. Þessi staða hefur verið okkar leiðarstjarna við þróun og uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hvarvetna fær mikið lof af kunnáttufólki og fræðimönnum. Nú síðast hjá prófessor Gary Libecap sem er heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar á sviði einkaeignarréttar í hagfræði. Libecap hefur verið fræðimaður við margar helstu menntastofnanir Bandaríkjanna, ásamt því að hafa sinnt rannsóknum við Cambridge-háskóla, Háskólann í París og Freie Universität í Berlín. Hann er nú prófessor í auðlindastjórnun við Bren School of Environmental Science & Management og í hagfræði við Kaliforníu háskóla í Santa Barbara. Hann flutti nýverið fyrirlestur við Háskóla Íslands um mikilvægi eignarréttar í sjávarútvegi og ýmsar áskoranir á því sviði og átti ég því láni að fagna að sitja fyrirlesturinn. Það var ánægjulegt að uppgötva að þegar prófessorinn var að lýsa vel heppnaðri auðlindastýringu þá var hann í raun að lýsa fiskveiðikerfinu okkar Íslendinga. Hann sagði að ásamt Nýja-Sjálandi væru þetta þau tvö lönd sem væri hampað fyrir að hafa heildstæðustu og öflugustu fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Prófessorinn sagði að rannsóknir hans sýndu að það væri aðeins innan kerfis einstaklingsbundinna réttinda sem eitthvað er til að verðmeta. „Og það er það sem vekur athygli. Svo að það er mjög snúið úrlausnarefni. Ég geri ekki lítið úr því en ég tel að fylgismönnum skattlagningar eða endurúthlutunar eða annarra leiða yfirsjáist að hægt er að drepa gullgæsina, ef svo má að orði komast,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið en aðrir fjölmiðlar sýndu komu Gary Libecap ekki áhuga. Vísindi og rannsóknir tryggja hámarksafrakstur Allt okkar fiskveiðistjórnunarkerfi tónar þannig við niðurstöður þessa merka fræðimanns í auðlindastýringu. Í viðleitni til að tryggja hámarksafrakstur höfum við Íslendingar leitað á svið vísinda og rannsókna. Veiði okkar dýrmætu stofna byggist á rannsóknum, söfnum upplýsinga og úrvinnslu þeirra. Vissulega getum við og eigum að bætt okkur á þeim sviðum en utan um allt þetta höfum við smíðað það sem mætti kalla „íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið“ með samstarfi opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og vísindasamfélags. Prófessor Gary Libecap benti á að áskoranir í umhverfismálum eru mjög ólíkar milli auðlinda og aðstæðna. Hann sagðist vera býsna bjartsýnn varðandi þær sem eru mjög staðbundnar. Grundvallaratrið væri að það væri fyrir hendi þokkalega traust fyrirkomulag á eignarréttindum. Nýting eignarréttarins byggist meðal annars á því að hið pólitíska vald ákveður leyfilegan heildarafla að fenginni ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Aflanum er síðan úthlutað í samræmi við aflamark sem gengur kaupum og sölum á markaði og stuðlar þannig að hagræðingu fiskveiðiflotans. Á þennan hátt hefur kerfið skapað hvata til að hagræða í rekstri, stuðla að hámarksnýtingu aflans og síðast en ekki síst eflt sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar. Ekki er síður mikilvægt að kerfið hefur ýtt undir fjárfestingu í öruggari skipum, nýjustu tækni, aukinni fagmennsku og verulegri fækkun slysa til sjós. Öllum stendur á sama um ofveidda stofna En prófessor Gary Libecap hittir naglann á höfuðið þegar hann sagði í samtali við Morgunblaðið að öllum stendur á sama um ofveidda fiskistofna, þegar allt er ofveitt vegna rangrar stefnu stendur öllum á sama. „En þegar réttindatengt fyrirkomulag hefur verið innleitt, og fiskveiðarnar verða arðbærar, verður skyndilega bakslag því fólk segir: „Bíddu! Menn eru að efnast á auðlind í almannaeigu, á fiskveiðum, og við ættum að fá hlutdeild í því.“ Ég hef fullan skilning á þeirri röksemd en vandamálið er að þeim láist að skilja að fiskveiðarnar eru verðmætar vegna athafna útvegsmanna. Og ef lagðar eru hömlur á eignarréttindi eru fiskveiðiréttindin útþynnt. Til dæmis með því að hafa sólarlagsákvæði á núverandi úthlutunum og reyna að endurúthluta þeim með uppboði eða einhverju öðru fyrirkomulagi, en það kann að ónýta fyrirkomulagið sem skapaði upphaflega mikil verðmæti með veiðunum.“ Eins og áhugamenn um fiskveiðistjórnunarkerfið vita hef ég reynt að vekja athygli á þeim verðmætum sem felast í fiskveiðistjórnunarkerfinu í heild sinni. Geta þess til að stýra auðlind með sjálfbærum hætti um leið og afrakstur sjávarútvegsins er tryggður er nú óumdeild staðreynd. Því miður hefur pólitísk óeining komið í veg fyrir að við sjáum þau verðmæti sem við höfum í höndunum, sjálft fiskveiðistjórnunarkerfið, verðmæti sem ættu að geta nýst öðrum þjóðum sem eru í vandræðum með að stýra og byggja upp sjálfbærar veiðar. Ótrúlega margar þjóðir þurfa á því að halda. Þegar hlustað er á prófessor Gary Libecap sést að þetta er rétt. Fiskveiðisstjórnunarkerfið okkar er afrakstur 40 ára þróunar þar sem stöðugt hefur verið leitast við að bæta og aðlagaða kerfið að þeim meginmarkmiðum sem við þurfum á að halda, vernd og sjálfbærni fiskistofna og arðbærum og áhættuminni rekstri. Þetta hefur okkur tekist en einhverra hluta vegna ríkir ekki sátt um kerfið hjá ákveðnum pólitískum hópum. Líklega er það vegna ókunnugleika enda snýst umræðan ekki meginkosti fiskveiðisstjórnunarkerfisins eða þau markmið sem við settum okkur með fiskveiðistjórnunarlögunum. Gefum prófessor Gary Libecap lokaorðið: „Tilgangurinn með því að hafa öflugt kerfi einstaklingsbundinna réttinda er að hafa langtímaáhrif á veiðar og stuðla að skilvirkri fjárfestingu í sjávarútvegi og skipum, stuðla að skilvirkni í þjálfun starfsfólks og einfaldlega að framleiðslu verðmæta.“ Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fáar eða nokkrar þjóðir eiga jafn mikið undir farsælli nýtingu fiskistofna sinna og við Íslendingar. Þessi staða hefur verið okkar leiðarstjarna við þróun og uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hvarvetna fær mikið lof af kunnáttufólki og fræðimönnum. Nú síðast hjá prófessor Gary Libecap sem er heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar á sviði einkaeignarréttar í hagfræði. Libecap hefur verið fræðimaður við margar helstu menntastofnanir Bandaríkjanna, ásamt því að hafa sinnt rannsóknum við Cambridge-háskóla, Háskólann í París og Freie Universität í Berlín. Hann er nú prófessor í auðlindastjórnun við Bren School of Environmental Science & Management og í hagfræði við Kaliforníu háskóla í Santa Barbara. Hann flutti nýverið fyrirlestur við Háskóla Íslands um mikilvægi eignarréttar í sjávarútvegi og ýmsar áskoranir á því sviði og átti ég því láni að fagna að sitja fyrirlesturinn. Það var ánægjulegt að uppgötva að þegar prófessorinn var að lýsa vel heppnaðri auðlindastýringu þá var hann í raun að lýsa fiskveiðikerfinu okkar Íslendinga. Hann sagði að ásamt Nýja-Sjálandi væru þetta þau tvö lönd sem væri hampað fyrir að hafa heildstæðustu og öflugustu fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Prófessorinn sagði að rannsóknir hans sýndu að það væri aðeins innan kerfis einstaklingsbundinna réttinda sem eitthvað er til að verðmeta. „Og það er það sem vekur athygli. Svo að það er mjög snúið úrlausnarefni. Ég geri ekki lítið úr því en ég tel að fylgismönnum skattlagningar eða endurúthlutunar eða annarra leiða yfirsjáist að hægt er að drepa gullgæsina, ef svo má að orði komast,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið en aðrir fjölmiðlar sýndu komu Gary Libecap ekki áhuga. Vísindi og rannsóknir tryggja hámarksafrakstur Allt okkar fiskveiðistjórnunarkerfi tónar þannig við niðurstöður þessa merka fræðimanns í auðlindastýringu. Í viðleitni til að tryggja hámarksafrakstur höfum við Íslendingar leitað á svið vísinda og rannsókna. Veiði okkar dýrmætu stofna byggist á rannsóknum, söfnum upplýsinga og úrvinnslu þeirra. Vissulega getum við og eigum að bætt okkur á þeim sviðum en utan um allt þetta höfum við smíðað það sem mætti kalla „íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið“ með samstarfi opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og vísindasamfélags. Prófessor Gary Libecap benti á að áskoranir í umhverfismálum eru mjög ólíkar milli auðlinda og aðstæðna. Hann sagðist vera býsna bjartsýnn varðandi þær sem eru mjög staðbundnar. Grundvallaratrið væri að það væri fyrir hendi þokkalega traust fyrirkomulag á eignarréttindum. Nýting eignarréttarins byggist meðal annars á því að hið pólitíska vald ákveður leyfilegan heildarafla að fenginni ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Aflanum er síðan úthlutað í samræmi við aflamark sem gengur kaupum og sölum á markaði og stuðlar þannig að hagræðingu fiskveiðiflotans. Á þennan hátt hefur kerfið skapað hvata til að hagræða í rekstri, stuðla að hámarksnýtingu aflans og síðast en ekki síst eflt sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar. Ekki er síður mikilvægt að kerfið hefur ýtt undir fjárfestingu í öruggari skipum, nýjustu tækni, aukinni fagmennsku og verulegri fækkun slysa til sjós. Öllum stendur á sama um ofveidda stofna En prófessor Gary Libecap hittir naglann á höfuðið þegar hann sagði í samtali við Morgunblaðið að öllum stendur á sama um ofveidda fiskistofna, þegar allt er ofveitt vegna rangrar stefnu stendur öllum á sama. „En þegar réttindatengt fyrirkomulag hefur verið innleitt, og fiskveiðarnar verða arðbærar, verður skyndilega bakslag því fólk segir: „Bíddu! Menn eru að efnast á auðlind í almannaeigu, á fiskveiðum, og við ættum að fá hlutdeild í því.“ Ég hef fullan skilning á þeirri röksemd en vandamálið er að þeim láist að skilja að fiskveiðarnar eru verðmætar vegna athafna útvegsmanna. Og ef lagðar eru hömlur á eignarréttindi eru fiskveiðiréttindin útþynnt. Til dæmis með því að hafa sólarlagsákvæði á núverandi úthlutunum og reyna að endurúthluta þeim með uppboði eða einhverju öðru fyrirkomulagi, en það kann að ónýta fyrirkomulagið sem skapaði upphaflega mikil verðmæti með veiðunum.“ Eins og áhugamenn um fiskveiðistjórnunarkerfið vita hef ég reynt að vekja athygli á þeim verðmætum sem felast í fiskveiðistjórnunarkerfinu í heild sinni. Geta þess til að stýra auðlind með sjálfbærum hætti um leið og afrakstur sjávarútvegsins er tryggður er nú óumdeild staðreynd. Því miður hefur pólitísk óeining komið í veg fyrir að við sjáum þau verðmæti sem við höfum í höndunum, sjálft fiskveiðistjórnunarkerfið, verðmæti sem ættu að geta nýst öðrum þjóðum sem eru í vandræðum með að stýra og byggja upp sjálfbærar veiðar. Ótrúlega margar þjóðir þurfa á því að halda. Þegar hlustað er á prófessor Gary Libecap sést að þetta er rétt. Fiskveiðisstjórnunarkerfið okkar er afrakstur 40 ára þróunar þar sem stöðugt hefur verið leitast við að bæta og aðlagaða kerfið að þeim meginmarkmiðum sem við þurfum á að halda, vernd og sjálfbærni fiskistofna og arðbærum og áhættuminni rekstri. Þetta hefur okkur tekist en einhverra hluta vegna ríkir ekki sátt um kerfið hjá ákveðnum pólitískum hópum. Líklega er það vegna ókunnugleika enda snýst umræðan ekki meginkosti fiskveiðisstjórnunarkerfisins eða þau markmið sem við settum okkur með fiskveiðistjórnunarlögunum. Gefum prófessor Gary Libecap lokaorðið: „Tilgangurinn með því að hafa öflugt kerfi einstaklingsbundinna réttinda er að hafa langtímaáhrif á veiðar og stuðla að skilvirkri fjárfestingu í sjávarútvegi og skipum, stuðla að skilvirkni í þjálfun starfsfólks og einfaldlega að framleiðslu verðmæta.“ Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar