Einstakt stefnumót tunglsins og Venusar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 08:36 Einstakt sjónarspil má sjá nú í morgunsárið þegar tvö skærustu fyrirbæri himingeimsins mætast. Vísir/Vilhelm Tvö skærustu fyrirbæri næturhiminsins, Venus og tunglið, eiga stefnumót nú í morgunsárið sem myndar einstaklega fallegt sjónarspil. „Að morgni fimmtudagsins 9. nóvember 2023 verður sérstaklega glæsileg samstaða Venusar og tunglsins sjáanleg með berum augum í suðaustri. Í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka er útsýnið sérstaklega glæsilegt.“ Þetta ritar stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason á vef sinn Stjörnufræði.is. Þar segir jafnframt að þegar líða fari á morguninn megi sjá Venus hverfa á bakvið tunglið. Áhugasömum er bent á að líta eftir því um klukkan 09:10. Venus birtist svo aftur sjónum rétt fyrir klukkan 10. Tunglið og Venus séð með litlum handsjónauka fimmtudagsmorguninn 9. nóvember 2023.Stjörnufræði/Sævar Helgi Jarðskin lýsir upp tunglið Venus og tunglið mætast á himni í hverjum mánuði, séu bæði fyrirbæri sýnileg. „Þetta himneska stefnumót endurtekur sig því að morgni 9. desember næstkomandi. Þá verður bilið á milli þeirra reyndar mun meira. Í byrjun janúar á næsta ári er Venus komin það lágt á loft að samstöðurnar sjást ekki lengur frá Íslandi,“ segir á vef Stjörnuvefsins. Um klukkan tíu mínútur yfir níu má sjá Venus hverfa á bak við tunglið.Vísir/Vilhelm Tunglið er einstaklega vel upplýst þessa dagana, líkt og margir hafa eflaust tekið eftir. Ástæða þess er ljós sem speglast af Jörðinni og lýsir upp tunglið, svokallað jarðskin. „Þetta kallast jarðskin og er ljós sem speglast af Jörðinni og lýsir upp tunglið, rétt eins og fullt tungl lýsir upp nóttina á Jörðinni. Ef þú stæðir á tunglinu sæirðu að Jörðin er að verða full upplýst.“ Geimurinn Tunglið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
„Að morgni fimmtudagsins 9. nóvember 2023 verður sérstaklega glæsileg samstaða Venusar og tunglsins sjáanleg með berum augum í suðaustri. Í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka er útsýnið sérstaklega glæsilegt.“ Þetta ritar stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason á vef sinn Stjörnufræði.is. Þar segir jafnframt að þegar líða fari á morguninn megi sjá Venus hverfa á bakvið tunglið. Áhugasömum er bent á að líta eftir því um klukkan 09:10. Venus birtist svo aftur sjónum rétt fyrir klukkan 10. Tunglið og Venus séð með litlum handsjónauka fimmtudagsmorguninn 9. nóvember 2023.Stjörnufræði/Sævar Helgi Jarðskin lýsir upp tunglið Venus og tunglið mætast á himni í hverjum mánuði, séu bæði fyrirbæri sýnileg. „Þetta himneska stefnumót endurtekur sig því að morgni 9. desember næstkomandi. Þá verður bilið á milli þeirra reyndar mun meira. Í byrjun janúar á næsta ári er Venus komin það lágt á loft að samstöðurnar sjást ekki lengur frá Íslandi,“ segir á vef Stjörnuvefsins. Um klukkan tíu mínútur yfir níu má sjá Venus hverfa á bak við tunglið.Vísir/Vilhelm Tunglið er einstaklega vel upplýst þessa dagana, líkt og margir hafa eflaust tekið eftir. Ástæða þess er ljós sem speglast af Jörðinni og lýsir upp tunglið, svokallað jarðskin. „Þetta kallast jarðskin og er ljós sem speglast af Jörðinni og lýsir upp tunglið, rétt eins og fullt tungl lýsir upp nóttina á Jörðinni. Ef þú stæðir á tunglinu sæirðu að Jörðin er að verða full upplýst.“
Geimurinn Tunglið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira