Sjálfbær rekstur og sjálfbær fátækt Kjartan Þór Ingason skrifar 9. nóvember 2023 13:01 Leigjendur Félagsbústaða í almennu leiguhúsnæði eru fjölbreyttur hópur sem eiga það sameiginlegt að standa höllum fæti í samfélaginu. Ljóst er að lítið má út af bregða til að heimilisbókhaldið fari á hliðina hjá þessum hópi fólks. Yfir 12.000 kr hækkun á mánuði Þann 19. september síðastliðinn samþykkti borgarstjórn nýtt leiguverðslíkan hjá Félagsbústöðum sem tekur gildi þann 1. janúar 2024. Breytingin er annars vegar viðbragð við bágri rekstrastöðu félagsins og hins vegar aðgerð til að jafna leiguverð sambærilegra eigna milli hverfa borgarinnar. Í stuttu máli þýðir það að sumir leigjendur félagsins munu greiða lægri leigu en aðrir munu finna fyrir hækkun leiguverðs. Af þeim eru 145 einstaklingar sem munu greiða yfir 12.000 kr. hærri leigu eftir áramót. Vert er að taka fram með orðalaginu „yfir 12.000 kr hærri leigu“ er ekki átt við þessi hópur fólks mun greiða á bilinu 12.000-13.000 kr. hærra leiguverð. Dæmi er um áætlaða hækkun leigu upp á 34.000 kr. Val milli skuldar eða skorts Nú veltir þú kannski fyrir þér, kæri lesandi, hvort hér sé verið að gera úlfalda úr mýflugu. Leigan hjá sumum mun hækka um einhverja þúsundkalla en aðrir munu borga minna. Svo má ekki gleima að leiguverð Félagsbústaða er lægra en leiguverð á almennum leigumarkaði. Fyrir hjón sem eru bæði með fínar tekjur á vinnumarkaði, uppkomin börn og sparifé er 12.000-34.000 kr. hækkun kannski óþægileg frekar en óyfirstíganleg. Hins vegar er raunin önnur hjá einstæðri tveggja barna móður á örorkulífeyri sem neyðist til að velja milli skuldar eða skorts hvern mánuð í þeirri von að ná einn daginn endum saman. Skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks Í nýrri skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að miklar vendingar á fjármálamarkaði, verðbólga og vaxtahækkanir hafa verulega aukið útgjöld þeirra sem búa við lægstu kjör í samfélaginu. Um 40% einstaklinga með 75% örorkumat greiða íþyngjandi hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað samkvæmt viðmiðum Hagstofu Íslands. Þá ná einungis 17% einstaklinga með 75% örorkumat viðmiðum stjórnvalda um að greiða innan við 25% útborgaðra launa í rekstur á húsnæði. Lífeyristakar semja ekki um hækkanir lífeyris, hafa ekki verkfallsrétt og eru í raun upp á stjórnvöld komnir hvað varðar breytingar á lífeyrisgreiðslum. Þessi hópur er því mjög viðkvæmur fyrir fjárhagslegum áföllum. Sá hópur hefur ekki sömu bjargráð til að vænka hag sinn og þeir sem hafa fulla starfsgetu. Því er brýnt að borgarstjórn og Félagsbústaðir taki tillit til þeirrar stöðu. Rétta leiðin áfram Sjálfbær rekstur hlutafélaga er mikilvægur til að viðhalda langtímastarfsemi og forða félögum frá gjaldþroti þegar illa árar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið hlutafélag, alfarið í eigu Reykjavíkurborgar. Ólíkt einkahlutafélögum er megin markmið Félagsbústaða ekki að skila hluthöfum arði heldur sinna lögbundinni þjónustu Reykjavíkurborgar og tryggja viðkvæmum hópum öruggt þak yfir höfuðið. Úrbætur í þágu jöfnunar milli hverfa og sjálfbærs reksturs Félagsbústaða má ekki ýta undir sjálfbæra fátækt. Í umræðum á fundi borgarstjórnar þann 19. september var fjallað um mögulegar leiðir til að bregðast við stöðunni. Ein leið væri að hækka leiguverð umfram vísitölu. Önnur leið væri endurskoðun á framtíðaruppbyggingu Félagsbústaða. Þriðja leiðin væri aukið fjármagn frá Reykjavíkurborg inn í Félagsbústaði. En hver er rétta leiðin? Rétta leiðin er alltaf sú sem tekur tillit til greiðlugetu fólks í viðkvæmri stöðu og beitir meðalhófi til að lágmarka neikvæð áhrif skipulagsbreytinga á daglegt líf þeirra sem höllustum fæti standa. Samkvæmt nýju reiknilíkani Félagsbústaða munu fyrirhugaðar breytingar hafa áhrif á 2.649 einstaklinga, í þeim hópi eru 1.111 sem munu finna fyrir lækkun leiguverðs. Hægt væri að endurskoða hlutfall fyrirhugaðrar lækkunar leiguverðs með því markmiði að létta róðurinn hjá þeim 145 einstaklingum sem eiga von á íþyngjandi hækkun leiguverðs. Aukin eignarmyndun Félagsbústaða er mikilvægur í húsnæðisöryggi fólks sem hefur í engin hús að venda. Sú uppbygging má þó ekki lenda á herðum fátækra leigjenda og því mikilvægt að borgarstjórn setji aukið fjármagn inn í Félagsbústaði í því skyni markmiði að stytta biðlistahalann. Þarf stóra systir að gera allt? Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag landsins með u.þ.b. 136.000 íbúa. Jafnframt eru Félagsbústaðir stærsta leigufélag landsins með u.þ.b. 3.000 íbúðir víðsvegar um hverfi borgarinnar. Staða Félagsbústaða er ekki sjálfsögð afleiðing stærðar Reykjavíkurborgar heldur er hún tilkomin vegna húsnæðisstefnu borgarinnar með áherslu á uppbyggingu almenna íbúðakerfisins. En eru öll sveitarfélög að leggja sitt af mörkum til að tryggja húsnæðisöryggi viðkvæmra hópa? Algengt er að íbúar víðsvegar um land leiti til Reykjavíkur í ljósi þess að þeirra heimabær telji sig ófæran um að veita lögbundna þjónustu, allar íbúðir eru uppteknar, ólíklegt að íbúð losni á næstu árum og engin áform um að stækka eignasafn sveitarfélagsins á félagslegum leiguíbúðum. Húsnæðiskrísa viðkvæmra hópa er ekki einkamál höfuðborgarinnar. Sveitarfélög mega ekki hlaupast undan ábyrgð og ætlast til að stóra systir bjargi málunum. Því þurfum við sem samfélag að snúa bökum saman, stór sem smá og tryggja húsnæðisöryggi um land allt. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Leigjendur Félagsbústaða í almennu leiguhúsnæði eru fjölbreyttur hópur sem eiga það sameiginlegt að standa höllum fæti í samfélaginu. Ljóst er að lítið má út af bregða til að heimilisbókhaldið fari á hliðina hjá þessum hópi fólks. Yfir 12.000 kr hækkun á mánuði Þann 19. september síðastliðinn samþykkti borgarstjórn nýtt leiguverðslíkan hjá Félagsbústöðum sem tekur gildi þann 1. janúar 2024. Breytingin er annars vegar viðbragð við bágri rekstrastöðu félagsins og hins vegar aðgerð til að jafna leiguverð sambærilegra eigna milli hverfa borgarinnar. Í stuttu máli þýðir það að sumir leigjendur félagsins munu greiða lægri leigu en aðrir munu finna fyrir hækkun leiguverðs. Af þeim eru 145 einstaklingar sem munu greiða yfir 12.000 kr. hærri leigu eftir áramót. Vert er að taka fram með orðalaginu „yfir 12.000 kr hærri leigu“ er ekki átt við þessi hópur fólks mun greiða á bilinu 12.000-13.000 kr. hærra leiguverð. Dæmi er um áætlaða hækkun leigu upp á 34.000 kr. Val milli skuldar eða skorts Nú veltir þú kannski fyrir þér, kæri lesandi, hvort hér sé verið að gera úlfalda úr mýflugu. Leigan hjá sumum mun hækka um einhverja þúsundkalla en aðrir munu borga minna. Svo má ekki gleima að leiguverð Félagsbústaða er lægra en leiguverð á almennum leigumarkaði. Fyrir hjón sem eru bæði með fínar tekjur á vinnumarkaði, uppkomin börn og sparifé er 12.000-34.000 kr. hækkun kannski óþægileg frekar en óyfirstíganleg. Hins vegar er raunin önnur hjá einstæðri tveggja barna móður á örorkulífeyri sem neyðist til að velja milli skuldar eða skorts hvern mánuð í þeirri von að ná einn daginn endum saman. Skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks Í nýrri skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að miklar vendingar á fjármálamarkaði, verðbólga og vaxtahækkanir hafa verulega aukið útgjöld þeirra sem búa við lægstu kjör í samfélaginu. Um 40% einstaklinga með 75% örorkumat greiða íþyngjandi hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað samkvæmt viðmiðum Hagstofu Íslands. Þá ná einungis 17% einstaklinga með 75% örorkumat viðmiðum stjórnvalda um að greiða innan við 25% útborgaðra launa í rekstur á húsnæði. Lífeyristakar semja ekki um hækkanir lífeyris, hafa ekki verkfallsrétt og eru í raun upp á stjórnvöld komnir hvað varðar breytingar á lífeyrisgreiðslum. Þessi hópur er því mjög viðkvæmur fyrir fjárhagslegum áföllum. Sá hópur hefur ekki sömu bjargráð til að vænka hag sinn og þeir sem hafa fulla starfsgetu. Því er brýnt að borgarstjórn og Félagsbústaðir taki tillit til þeirrar stöðu. Rétta leiðin áfram Sjálfbær rekstur hlutafélaga er mikilvægur til að viðhalda langtímastarfsemi og forða félögum frá gjaldþroti þegar illa árar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið hlutafélag, alfarið í eigu Reykjavíkurborgar. Ólíkt einkahlutafélögum er megin markmið Félagsbústaða ekki að skila hluthöfum arði heldur sinna lögbundinni þjónustu Reykjavíkurborgar og tryggja viðkvæmum hópum öruggt þak yfir höfuðið. Úrbætur í þágu jöfnunar milli hverfa og sjálfbærs reksturs Félagsbústaða má ekki ýta undir sjálfbæra fátækt. Í umræðum á fundi borgarstjórnar þann 19. september var fjallað um mögulegar leiðir til að bregðast við stöðunni. Ein leið væri að hækka leiguverð umfram vísitölu. Önnur leið væri endurskoðun á framtíðaruppbyggingu Félagsbústaða. Þriðja leiðin væri aukið fjármagn frá Reykjavíkurborg inn í Félagsbústaði. En hver er rétta leiðin? Rétta leiðin er alltaf sú sem tekur tillit til greiðlugetu fólks í viðkvæmri stöðu og beitir meðalhófi til að lágmarka neikvæð áhrif skipulagsbreytinga á daglegt líf þeirra sem höllustum fæti standa. Samkvæmt nýju reiknilíkani Félagsbústaða munu fyrirhugaðar breytingar hafa áhrif á 2.649 einstaklinga, í þeim hópi eru 1.111 sem munu finna fyrir lækkun leiguverðs. Hægt væri að endurskoða hlutfall fyrirhugaðrar lækkunar leiguverðs með því markmiði að létta róðurinn hjá þeim 145 einstaklingum sem eiga von á íþyngjandi hækkun leiguverðs. Aukin eignarmyndun Félagsbústaða er mikilvægur í húsnæðisöryggi fólks sem hefur í engin hús að venda. Sú uppbygging má þó ekki lenda á herðum fátækra leigjenda og því mikilvægt að borgarstjórn setji aukið fjármagn inn í Félagsbústaði í því skyni markmiði að stytta biðlistahalann. Þarf stóra systir að gera allt? Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag landsins með u.þ.b. 136.000 íbúa. Jafnframt eru Félagsbústaðir stærsta leigufélag landsins með u.þ.b. 3.000 íbúðir víðsvegar um hverfi borgarinnar. Staða Félagsbústaða er ekki sjálfsögð afleiðing stærðar Reykjavíkurborgar heldur er hún tilkomin vegna húsnæðisstefnu borgarinnar með áherslu á uppbyggingu almenna íbúðakerfisins. En eru öll sveitarfélög að leggja sitt af mörkum til að tryggja húsnæðisöryggi viðkvæmra hópa? Algengt er að íbúar víðsvegar um land leiti til Reykjavíkur í ljósi þess að þeirra heimabær telji sig ófæran um að veita lögbundna þjónustu, allar íbúðir eru uppteknar, ólíklegt að íbúð losni á næstu árum og engin áform um að stækka eignasafn sveitarfélagsins á félagslegum leiguíbúðum. Húsnæðiskrísa viðkvæmra hópa er ekki einkamál höfuðborgarinnar. Sveitarfélög mega ekki hlaupast undan ábyrgð og ætlast til að stóra systir bjargi málunum. Því þurfum við sem samfélag að snúa bökum saman, stór sem smá og tryggja húsnæðisöryggi um land allt. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun