Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 18:21 Handknattleiksdeild ÍBV fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka. Vísir/Hulda Margrét Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. ÍBV hafði ítrekað kallað eftir því að fá leik liðsins gegn Haukum í Olís-deildinni frestað vegna þátttöku Eyjakvenna í Evrópukeppni. Hvorki HSÍ né Haukar samþykktu það að fresta leiknum og því þurfa Eyjakonur að leika fjóra leiki á átta dögum. Það sé leikmönnum beinlínis hættulegt eins og ÍBV hefur fengið staðfest frá læknum, sjúkraþjálfurum og styrktarþjálfurum. „Atburðarás síðustu daga hefur sýnt okkur hjá ÍBV-íþróttafélag að það vill enginn hlusta. Við höfum kallað og kallað hátt en fáum lítil sem engin svör. Jafnvel þó heilsu íþróttafólks sé stefnt í hættu,“ segir í yfirlýsingu ÍBV, sem birtist á Tígull.is. „Dapurlegt að sambandið skuli ekki hlusta á svo alvarlegar athugasemdir“ Þar segir einnig að ÍBV hafi kallað eftir samtali um velferð leikmanna, en fátt hafi verið um svör. „Við kölluðum eftir samtali um velferð leikmanna. Það skipti engu máli hvert við leituðum, Haukar, HSÍ eða ÍSÍ. Alger þögn frá Haukum, HSÍ benti okkur á það að þáttaka í evrópukeppni væri okkar eigið val og þeir myndu ekki breyta leikjaskipulagi. Þrátt fyrir að við skyldum benda þeim á það ítrekað að þetta skipulag væri beinlínis hættulegt leikmönnum. Það fengum við staðfest frá læknum, sjúkraþjálfurum og styrktarþjálfurum. Það dugði ekki til og er sannarlega dapurlegt að sambandið skuli ekki hlusta á svo alvarlegar athugasemdir.“ Í yfirlýsingunni kemur enn fremur fram að félagið hafi bundið vonir við að fá jákvæð viðbrögð frá ÍSÍ, en þær vonir hafi fljótt orðið að engu. „Við bundum vonir við það að ÍSÍ myndi rétta leikmönnum okkar hjálparhönd og setja, þó ekki væri nema, spurningarmerki við þetta skipulag HSÍ. Það bar engan árangur.“ Óvíst hvort karlaliðið hefði fengið sömu meðferð ÍBV setur einnig spurningamerki við hvort meðferðin hefði verið sú sama ef karlalið félagsins hefði óskað eftir frestun. Þá veltir félagið einnig fyrir sér hvort önnur lið í sömu deild hefðu fengið sömu svör. „Óumflýjanlega vakna upp spurningar í svona atburðarás. Hefði verið hlustað ef þetta væri karlalið ÍBV? Hefði einhver brugðist fyrr við ef það væru Valsstelpur sem hefðu lent í svona leikjaálagi? Það er ljóst að leikir hafa verið færðir áður vegna þáttöku liða í evrópukeppni. Afhverju ekki núna?“ Unnu sér inn þátttökurétt Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að ÍBV hafi unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni, fremur en að það sé val félagsins að taka þátt. „ÍBV hefur af miklum metnaði og myndarskap skapað öfluga umgjörð í kringum lið sín í handknattleik. Meistaraflokkur kvenna hefur náð framúrskarandi árangri síðustu ár og haldið merkjum handknattleiks íslenskra kvenna á lofti í evrópukepppni. Kvennalið ÍBV hefur leikið 14 evrópuleiki á síðustu þremur árum. Það er gríðarleg vinna leikmanna og þjálfara sem fer í það að vinna sér inn rétt til þess að fá að taka þátt í evrópukeppni. Því þykja okkur þau svör HSÍ að það sé okkar val að taka þátt, mjög dapurleg. Stelpurnar og strákarnir okkar unnu sér inn rétt til þess að taka þátt. Við skulum hafa það alveg á hreinu.“ „ÍBV-íþróttafélag fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka og það er von félagsins að HSÍ setji sér skýra stefnu er varðar þáttöku liða í evrópukeppni,“ segir að lokum. ÍBV HSÍ Tengdar fréttir Eyjamönnum sárnar að HSÍ sé ekki tilbúið að hjálpa ÍBV stelpunum Handknattleiksambands Íslands, HSÍ, segir við ÍBV að það sé val Eyjamanna að taka þátt í Evrópukeppni vitandi það að því fylgir meira álag. Eyjamenn eru mjög svekktir með að fá ekki jákvæðari viðbrögð frá sambandinu sínu. 6. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
ÍBV hafði ítrekað kallað eftir því að fá leik liðsins gegn Haukum í Olís-deildinni frestað vegna þátttöku Eyjakvenna í Evrópukeppni. Hvorki HSÍ né Haukar samþykktu það að fresta leiknum og því þurfa Eyjakonur að leika fjóra leiki á átta dögum. Það sé leikmönnum beinlínis hættulegt eins og ÍBV hefur fengið staðfest frá læknum, sjúkraþjálfurum og styrktarþjálfurum. „Atburðarás síðustu daga hefur sýnt okkur hjá ÍBV-íþróttafélag að það vill enginn hlusta. Við höfum kallað og kallað hátt en fáum lítil sem engin svör. Jafnvel þó heilsu íþróttafólks sé stefnt í hættu,“ segir í yfirlýsingu ÍBV, sem birtist á Tígull.is. „Dapurlegt að sambandið skuli ekki hlusta á svo alvarlegar athugasemdir“ Þar segir einnig að ÍBV hafi kallað eftir samtali um velferð leikmanna, en fátt hafi verið um svör. „Við kölluðum eftir samtali um velferð leikmanna. Það skipti engu máli hvert við leituðum, Haukar, HSÍ eða ÍSÍ. Alger þögn frá Haukum, HSÍ benti okkur á það að þáttaka í evrópukeppni væri okkar eigið val og þeir myndu ekki breyta leikjaskipulagi. Þrátt fyrir að við skyldum benda þeim á það ítrekað að þetta skipulag væri beinlínis hættulegt leikmönnum. Það fengum við staðfest frá læknum, sjúkraþjálfurum og styrktarþjálfurum. Það dugði ekki til og er sannarlega dapurlegt að sambandið skuli ekki hlusta á svo alvarlegar athugasemdir.“ Í yfirlýsingunni kemur enn fremur fram að félagið hafi bundið vonir við að fá jákvæð viðbrögð frá ÍSÍ, en þær vonir hafi fljótt orðið að engu. „Við bundum vonir við það að ÍSÍ myndi rétta leikmönnum okkar hjálparhönd og setja, þó ekki væri nema, spurningarmerki við þetta skipulag HSÍ. Það bar engan árangur.“ Óvíst hvort karlaliðið hefði fengið sömu meðferð ÍBV setur einnig spurningamerki við hvort meðferðin hefði verið sú sama ef karlalið félagsins hefði óskað eftir frestun. Þá veltir félagið einnig fyrir sér hvort önnur lið í sömu deild hefðu fengið sömu svör. „Óumflýjanlega vakna upp spurningar í svona atburðarás. Hefði verið hlustað ef þetta væri karlalið ÍBV? Hefði einhver brugðist fyrr við ef það væru Valsstelpur sem hefðu lent í svona leikjaálagi? Það er ljóst að leikir hafa verið færðir áður vegna þáttöku liða í evrópukeppni. Afhverju ekki núna?“ Unnu sér inn þátttökurétt Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að ÍBV hafi unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni, fremur en að það sé val félagsins að taka þátt. „ÍBV hefur af miklum metnaði og myndarskap skapað öfluga umgjörð í kringum lið sín í handknattleik. Meistaraflokkur kvenna hefur náð framúrskarandi árangri síðustu ár og haldið merkjum handknattleiks íslenskra kvenna á lofti í evrópukepppni. Kvennalið ÍBV hefur leikið 14 evrópuleiki á síðustu þremur árum. Það er gríðarleg vinna leikmanna og þjálfara sem fer í það að vinna sér inn rétt til þess að fá að taka þátt í evrópukeppni. Því þykja okkur þau svör HSÍ að það sé okkar val að taka þátt, mjög dapurleg. Stelpurnar og strákarnir okkar unnu sér inn rétt til þess að taka þátt. Við skulum hafa það alveg á hreinu.“ „ÍBV-íþróttafélag fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka og það er von félagsins að HSÍ setji sér skýra stefnu er varðar þáttöku liða í evrópukeppni,“ segir að lokum.
ÍBV HSÍ Tengdar fréttir Eyjamönnum sárnar að HSÍ sé ekki tilbúið að hjálpa ÍBV stelpunum Handknattleiksambands Íslands, HSÍ, segir við ÍBV að það sé val Eyjamanna að taka þátt í Evrópukeppni vitandi það að því fylgir meira álag. Eyjamenn eru mjög svekktir með að fá ekki jákvæðari viðbrögð frá sambandinu sínu. 6. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Eyjamönnum sárnar að HSÍ sé ekki tilbúið að hjálpa ÍBV stelpunum Handknattleiksambands Íslands, HSÍ, segir við ÍBV að það sé val Eyjamanna að taka þátt í Evrópukeppni vitandi það að því fylgir meira álag. Eyjamenn eru mjög svekktir með að fá ekki jákvæðari viðbrögð frá sambandinu sínu. 6. nóvember 2023 13:01