Hvað verður um pappírinn þinn? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 10. nóvember 2023 10:01 Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. SORPA tekur á móti 8.700 tonnum af pappír og pappa frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum söfnunarkerfið við heimili, grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Öllum þessum tonnum er safnað saman í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, sem má eiginlega kalla hjarta starfsemi SORPU, og þau flutt með skipi til útlanda, þar sem þau eru sett í endurvinnslufarveg. Það er nokkuð mismunandi nákvæmlega hvar pappírinn er á endanum endurunninn, því Stena Recycling, fyrirtækið sem tekur á móti pappírnum frá SORPU, endurvinnur hann ekki sjálft, heldur flokkar hann aðeins betur og kemur til fyrirtækja sem sérhæfa sig í pappírsendurvinnslu. Þessi fyrirtæki eru öll í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð og Hollandi. Hvernig er pappír endurunninn? Endurvinnsluhlutfall pappírs er nokkuð hátt. Það er engin leið að segja hversu hátt endurvinnsluhlutfall nákvæmlega þess pappírs sem SORPA tekur á móti er, en meðaltöl pappírsendurvinnslufyrirtækjanna sem pappírinn endar hjá eru um 90 prósent. Restin sem ekki er hægt að endurvinna, er ýmist óendurvinnanlegur pappír, rusl sem var flokkað vitlaust eða annað efni sem af einhverjum ástæðum rataði í þennan farveg. Pappírsendurvinnsla er í sjálfu sér ekki verulega flókin. Notaður pappír er settur í risavaxið kar þar sem trefjarnar í honum eru leystar upp í heitu vatni, sem er í einhverjum tilvikum blandað ýmsum efnum. Þessar trefjar eru svo notaðar til að framleiða til dæmis pappírsumbúðir og allskonar pappír eins og eldhús- og salernispappír. Þannig pappír er vel að merkja sjaldnast hægt að endurvinna aftur. Notaður eldhúspappír á því frekar heima í tunnunni fyrir matarleifar eða blönduðum úrgangi heldur en í tunnunni fyrir pappír. Þessi um það bil 10 prósent af því sem fer í pappírsendurvinnslu og ekki er hægt að endurvinna er svo komið í endurnýtingarfarveg. Það þýðir að þessi 10 prósent eru ekki endurunnin heldur brennd til að framleiða orku, sem er skárri nýting á hráefni en að farga því með því að urða það, eins og við fjölluðum um í þessari grein. Hvaða máli skiptir endurvinnsla á pappír? Þegar öllu er á botninn hvolft: skiptir þessi flokkun og endurvinnsla á pappír einhverju máli? Væri ekki betra að brenna þetta allt saman og framleiða orku? Í stuttu máli: já, hún skiptir máli. Nei, það væri ekki betra. En hér er svarið í löngu máli. Það má til dæmis horfa til losunar koltvísýrings við notkun á nýjum pappír samanborið við endurunninn pappír. Í lífsferilsgreiningu, þar sem hlutur er skoðaður frá eins mörgum ófjárhagslegum hliðum og hægt er, kemur til dæmis í ljós að brennsla á endurvinnsluefnum til orkuvinnslu, sem reyndar telur hvort tveggja pappír og plast – það síðarnefnda hafandi mjög stórt kolefnisspor – veldur losun á rúmlega einu kílói af koltvísýringi fyrir hvert kíló sem er brennt. Til samanburðar sparast 0,36 kíló af koltvísýringi fyrir hvert kíló af endurvinnsluefnum þegar þau eru endurunnin – aftur, bæði pappír og plasti – samanborið við að framleiða úr nýjum hráefnum. Stuttu útgáfuna af þessari greiningu má finna hér og löngu, löngu útgáfuna hér. Í næstu viku tökum við svo fyrir annan, áhugaverðan ruslflokk: plast. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorphirða Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30 Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00 Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. SORPA tekur á móti 8.700 tonnum af pappír og pappa frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum söfnunarkerfið við heimili, grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Öllum þessum tonnum er safnað saman í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, sem má eiginlega kalla hjarta starfsemi SORPU, og þau flutt með skipi til útlanda, þar sem þau eru sett í endurvinnslufarveg. Það er nokkuð mismunandi nákvæmlega hvar pappírinn er á endanum endurunninn, því Stena Recycling, fyrirtækið sem tekur á móti pappírnum frá SORPU, endurvinnur hann ekki sjálft, heldur flokkar hann aðeins betur og kemur til fyrirtækja sem sérhæfa sig í pappírsendurvinnslu. Þessi fyrirtæki eru öll í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð og Hollandi. Hvernig er pappír endurunninn? Endurvinnsluhlutfall pappírs er nokkuð hátt. Það er engin leið að segja hversu hátt endurvinnsluhlutfall nákvæmlega þess pappírs sem SORPA tekur á móti er, en meðaltöl pappírsendurvinnslufyrirtækjanna sem pappírinn endar hjá eru um 90 prósent. Restin sem ekki er hægt að endurvinna, er ýmist óendurvinnanlegur pappír, rusl sem var flokkað vitlaust eða annað efni sem af einhverjum ástæðum rataði í þennan farveg. Pappírsendurvinnsla er í sjálfu sér ekki verulega flókin. Notaður pappír er settur í risavaxið kar þar sem trefjarnar í honum eru leystar upp í heitu vatni, sem er í einhverjum tilvikum blandað ýmsum efnum. Þessar trefjar eru svo notaðar til að framleiða til dæmis pappírsumbúðir og allskonar pappír eins og eldhús- og salernispappír. Þannig pappír er vel að merkja sjaldnast hægt að endurvinna aftur. Notaður eldhúspappír á því frekar heima í tunnunni fyrir matarleifar eða blönduðum úrgangi heldur en í tunnunni fyrir pappír. Þessi um það bil 10 prósent af því sem fer í pappírsendurvinnslu og ekki er hægt að endurvinna er svo komið í endurnýtingarfarveg. Það þýðir að þessi 10 prósent eru ekki endurunnin heldur brennd til að framleiða orku, sem er skárri nýting á hráefni en að farga því með því að urða það, eins og við fjölluðum um í þessari grein. Hvaða máli skiptir endurvinnsla á pappír? Þegar öllu er á botninn hvolft: skiptir þessi flokkun og endurvinnsla á pappír einhverju máli? Væri ekki betra að brenna þetta allt saman og framleiða orku? Í stuttu máli: já, hún skiptir máli. Nei, það væri ekki betra. En hér er svarið í löngu máli. Það má til dæmis horfa til losunar koltvísýrings við notkun á nýjum pappír samanborið við endurunninn pappír. Í lífsferilsgreiningu, þar sem hlutur er skoðaður frá eins mörgum ófjárhagslegum hliðum og hægt er, kemur til dæmis í ljós að brennsla á endurvinnsluefnum til orkuvinnslu, sem reyndar telur hvort tveggja pappír og plast – það síðarnefnda hafandi mjög stórt kolefnisspor – veldur losun á rúmlega einu kílói af koltvísýringi fyrir hvert kíló sem er brennt. Til samanburðar sparast 0,36 kíló af koltvísýringi fyrir hvert kíló af endurvinnsluefnum þegar þau eru endurunnin – aftur, bæði pappír og plasti – samanborið við að framleiða úr nýjum hráefnum. Stuttu útgáfuna af þessari greiningu má finna hér og löngu, löngu útgáfuna hér. Í næstu viku tökum við svo fyrir annan, áhugaverðan ruslflokk: plast. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30
Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun