Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2023 14:06 Helgi Áss er þeirrar skoðunar að borgarráð sé á vafasömu róli með að vilja fjarlægja styttuna á altari ósannaðra ásakana. vísir/vilhelm Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01