Keisaraskurður án deyfingar Jódís Skúladóttir skrifar 11. nóvember 2023 09:01 Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag fylla okkur viðbjóði og vanmætti. Saklausu blóði er úthellt í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Einn af hörmulegum fylgifiskum stríðsátaka um allan heim er verri hagur kvenna og barna sem oft var ekki beysinn fyrir. Á Gaza eru 50.000 þungaðar konur, þar af 5600 sem eiga að fæða börnin sín innan mánaðar. Þær eru vannærðar, hungraðar og veikar. Einhverjar þeirra munu þurfa að fæða með keisaraskurði – án deyfingar því það eru ekki til deyfilyf á Gaza. Í Úkraínu hefur fátækt og skortur sem bitnar mest á konum margfaldast síðan Rússar gerðu innrás, kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi stóraukist og vændi og mansal einnig. Í Mjanmar eru tugþúsundir kvenna á flótta undan stríðsátökum, nauðgunum er beitt kerfisbundið sem stríðsvopni og kynlífsmansal fer fram yfir landamærin til Kína. Stríðsátök hafa tilhneigingu til að auka tíðni kynferðisofbeldis og konur og stúlkur eru þar fyrst og fremst fórnarlömb. Nauðganir, kynsjúkdómar, þar með talið alnæmi, og óæskilegar þunganir eru hluti þeirra afleiðinga sem konur líða á stríðshrjáðum svæðum. Ofan á þetta hryllilega ástand bætist svo að nauðsynleg þjónusta, svo sem heilbrigðis- og félagsþjónusta sem ekki síst konur þurfa á að halda, raskast mjög og liggur þjónustan jafnvel alveg niðri vegna átakanna. Ofbeldi gegn konum í stríði er beintengt samskiptum kynjanna á friðartímum. Kynjahalli í samfélögum og sú mismunun sem konur lifa við er sá jarðvegur sem kynferðisofbeldið vex upp úr. Við megum aldrei sofna á verðinum. Við megum aldrei láta sem jafnrétti sé náð meðan staðan er þessi. Við eigum að fordæma hvort sem eru orð eða gjörðir sem lúta að því að niðurlægja og smætta konur. Og við eigum að tala fyrir friði og standa með raunverulegum fórnarlömbum stríðsins sem alltaf eru óbreyttir borgarar, fyrst og fremst konur og börn. Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil. Í næstu viku mun fara fram ráðstefna kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, og treysti ég því að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá því að samstaða kvenna um allan heim skiptir máli fyrir okkur öll. Eins og segir á plötunni Áfram stelpur sem kom út á Kvennafrídaginn 1975: Í samstöðunni býr sigur vor! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag fylla okkur viðbjóði og vanmætti. Saklausu blóði er úthellt í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Einn af hörmulegum fylgifiskum stríðsátaka um allan heim er verri hagur kvenna og barna sem oft var ekki beysinn fyrir. Á Gaza eru 50.000 þungaðar konur, þar af 5600 sem eiga að fæða börnin sín innan mánaðar. Þær eru vannærðar, hungraðar og veikar. Einhverjar þeirra munu þurfa að fæða með keisaraskurði – án deyfingar því það eru ekki til deyfilyf á Gaza. Í Úkraínu hefur fátækt og skortur sem bitnar mest á konum margfaldast síðan Rússar gerðu innrás, kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi stóraukist og vændi og mansal einnig. Í Mjanmar eru tugþúsundir kvenna á flótta undan stríðsátökum, nauðgunum er beitt kerfisbundið sem stríðsvopni og kynlífsmansal fer fram yfir landamærin til Kína. Stríðsátök hafa tilhneigingu til að auka tíðni kynferðisofbeldis og konur og stúlkur eru þar fyrst og fremst fórnarlömb. Nauðganir, kynsjúkdómar, þar með talið alnæmi, og óæskilegar þunganir eru hluti þeirra afleiðinga sem konur líða á stríðshrjáðum svæðum. Ofan á þetta hryllilega ástand bætist svo að nauðsynleg þjónusta, svo sem heilbrigðis- og félagsþjónusta sem ekki síst konur þurfa á að halda, raskast mjög og liggur þjónustan jafnvel alveg niðri vegna átakanna. Ofbeldi gegn konum í stríði er beintengt samskiptum kynjanna á friðartímum. Kynjahalli í samfélögum og sú mismunun sem konur lifa við er sá jarðvegur sem kynferðisofbeldið vex upp úr. Við megum aldrei sofna á verðinum. Við megum aldrei láta sem jafnrétti sé náð meðan staðan er þessi. Við eigum að fordæma hvort sem eru orð eða gjörðir sem lúta að því að niðurlægja og smætta konur. Og við eigum að tala fyrir friði og standa með raunverulegum fórnarlömbum stríðsins sem alltaf eru óbreyttir borgarar, fyrst og fremst konur og börn. Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil. Í næstu viku mun fara fram ráðstefna kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, og treysti ég því að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá því að samstaða kvenna um allan heim skiptir máli fyrir okkur öll. Eins og segir á plötunni Áfram stelpur sem kom út á Kvennafrídaginn 1975: Í samstöðunni býr sigur vor! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun