Í dönsku úrvalsdeildinni var Stefán Teitur Gíslason í byrjunarliði Silkeborg sem gerði 1-1 jafntefli við Randers. Silkeborg er í 3. sæti með 27 stig að loknum 15 leikjum.
Í dönsku B-deildinni vann Sönderjyske 4-1 útisigur á HB Köge. Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu Kristals Mána Ingasonar. Ásamt þeim var Atli Barkarson í byrjunarliði Sönderjyske í kvöld. Kristall Máni var tekinn af velli á 64. mínútu en Daníel Leó og Atli spiluðu allan leikinn.
Daníel Grétarsson (f.1995)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) November 10, 2023
Kristall Ingason (f.2002)
Sønderjyske
Køge
#Íslendingavaktin pic.twitter.com/yaBx4ZF0Ow
Aron Sigurðarson skoraði eina mark AC Horsen í 1-1 jafntefli við Fredericia. Markið kom úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Aron var tekinn af velli á 88. mínútu þegar AC Horsen var enn að vinna 1-0.
Sönderjyske er á toppi dönsku B-deildarinnar með 39 stig. Horsen er í 7. sæti með 21 stig.
Daniel Grétarsson scorede sit første mål for Sønderjyske Fodbold og satte sejrssangen i gang pic.twitter.com/FZh8ggbeVZ
— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) November 10, 2023
Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn Rovers sem tapaði 1-2 á heimavelli gegn Preston North End í ensku B-deildinni. Arnór var tekinn af velli á 77. mínútu þegar staðan var enn 1-1. Blackburn er í 10. sæti með 22 stig að loknum 16 leikjum.
Albert Guðmundsson spilaði allan leikinn í 1-0 sigri Genoa á Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Genoa er í 13. sæti með 14 stig eftir 12 leiki.
Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia sem lagði Catanzaro 2-1 í Serie B. Mikael Egill var tekinn af velli fyrir Bjarka Stein Bjarkason á 65. mínútu. Bjarki Steinn kláraði hins vegar ekki leikinn þar sem hann fékk beint rautt spjald á 88. mínútu.
Venzia er í 2. sæti með 27 stig að loknum 13 leikjum, tveimur minna en topplið Parma sem á leik til góða.
Rúnar Þór Sigurgeirsson lagði upp fyrra mark Willem II í 2-1 sigri á Jong Utrecht í hollensku B-deildinni. Willem II er í 1. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki.