Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2023 11:36 Hræringarnar nú eru þær mestu á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. Þar kemur fram að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem borist hafa í gærkvöldi og nótt. Markmiðið er að átta sig betur á umfangi kvikuhreyfinganna sem mælst hafa, að því er segir í tilkynningunni. Gögnin benda til þess að kvikugangurinn nái frá Stóra-Skógsfelli í norðri og suður fyrir Grindavíkurbæ út í sjó. Samkvæmt allra fyrstu líkanreikningum, byggt á gervitunglagögnum síðan í gærkvöldi, var dýpi niður á topp kvikugangsins norður af Grindavík áætlað um 1,5 km. Stærð kvikugangsins margfalt á við það sem áður hefur sést „Út frá nýjustu GPS gögnum er hraði aflögunarinnar margfaldur á við það sem mælst hefur í umbrotunum á Reykjanesskaga. Út frá þeim mælingum og gervitunglamyndum virðist stærð kvikugangsins og kvikuflæðið honum tengdum vera margfalt á við það sem áður hefur mælst í umbrotunum á Reykjanesskaga síðustu ár,“ segir Veðurstofan. Þótt líkön bendi til þess að kvikugangurinn teygi sig út í sjó suður af Grindavík, þá er ólíklegt að kvika komi upp á hafsbotni, ef horft er til gossögunnar á þessu svæði auk þess sem gliðnun þar er mun minni en við miðbik sprungunnar við Sundhnjúkagíga. Vísindamenn funda reglulega til að túlka þau gögn sem aflað er. Búist er við nýjum aflögunargögnum síðar í dag sem gefur skýrari mynd af þróun atburðarásarinnar. Blaðamannafundur verður haldinn í húsnæði almannavarna kl. 12 í dag þar sem farið verður betur yfir stöðu mála og mögulegar sviðsmyndir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þar kemur fram að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem borist hafa í gærkvöldi og nótt. Markmiðið er að átta sig betur á umfangi kvikuhreyfinganna sem mælst hafa, að því er segir í tilkynningunni. Gögnin benda til þess að kvikugangurinn nái frá Stóra-Skógsfelli í norðri og suður fyrir Grindavíkurbæ út í sjó. Samkvæmt allra fyrstu líkanreikningum, byggt á gervitunglagögnum síðan í gærkvöldi, var dýpi niður á topp kvikugangsins norður af Grindavík áætlað um 1,5 km. Stærð kvikugangsins margfalt á við það sem áður hefur sést „Út frá nýjustu GPS gögnum er hraði aflögunarinnar margfaldur á við það sem mælst hefur í umbrotunum á Reykjanesskaga. Út frá þeim mælingum og gervitunglamyndum virðist stærð kvikugangsins og kvikuflæðið honum tengdum vera margfalt á við það sem áður hefur mælst í umbrotunum á Reykjanesskaga síðustu ár,“ segir Veðurstofan. Þótt líkön bendi til þess að kvikugangurinn teygi sig út í sjó suður af Grindavík, þá er ólíklegt að kvika komi upp á hafsbotni, ef horft er til gossögunnar á þessu svæði auk þess sem gliðnun þar er mun minni en við miðbik sprungunnar við Sundhnjúkagíga. Vísindamenn funda reglulega til að túlka þau gögn sem aflað er. Búist er við nýjum aflögunargögnum síðar í dag sem gefur skýrari mynd af þróun atburðarásarinnar. Blaðamannafundur verður haldinn í húsnæði almannavarna kl. 12 í dag þar sem farið verður betur yfir stöðu mála og mögulegar sviðsmyndir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira