Vaktin: Meta áhættuna á verðmætabjörgun í Grindavík Lovísa Arnardóttir, Oddur Ævar Gunnarsson, Samúel Karl Ólason, Magnús Jochum Pálsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 12. nóvember 2023 07:22 Hópur Grindvíkinga fékk að fara inn í bæinn í dag að sækja eigur sínar. Almannavarnir meta nú áhættuna á verðmætabjörgun. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eins og fram hefur komið liggur kvikugangur undir Grindavík. Í nótt dró mikið úr jarðskjálftavirkni og telja vísindamenn að það sé vegna mikillar spennulosunar á svæðinu. Líklegt sé að kvika eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Vísindamenn segja í tilkynningu sem barst til fjölmiðla um hádegisbil tímabundið svigrúm til aðgerða almannavarna til að sækja nauðsynjar. Nauðsyn sé að gera það sem fyrst því óvissa eykst eftir því sem líður á daginn. Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimilað íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar en segir ekki svigrúm til að fara í önnur hverfi. Unnið hefur verið að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar hafa verið hvattir til að láta vita af sér í síma 1717. Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar sem enn standa opnar. Grindvíkingar geta gist þar eða komið í kaffi. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira