Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2023 14:31 Sjálfboðaliði frá Kattholti við lokunarpóst við Grindavík. Vísir/Vilhelm Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. „Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Okkur finnst eiginlega bara illa vegið að þeim. Að fólk hafi ekki fengið tækifæri til þess að taka þau með sér þegar bærinn var rýmdur, því að það var ekki talað um neyðarrýmingu svo að fólk hélt að það gæti farið aftur að sækja þau,“ segir Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Sjálfboðaliðar tilbúnir við Grindavík Sex dýraverndarfélög hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Það er Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur. „Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Þá segja þau sjálfboðaliða tilbúna við Grindavík með mannskap, bíla og búr til þess að sækja dýrin sem séu í neyð. Þegar séu dýr orðin matar-og vatnslaus á svæðinu og strax þurfi að bregðast við. „Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.“ Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna eru mættir við lokunarpósta.Vísir/Vilhelm Almannavarnir ekki haft samband Eygló segir ljóst að um sé að ræða dýr sem hafi mikil tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Félögin voni að sem flestum dýrum verði bjargað en fá dýr séu í Þórkötlustaðahverfi, sem er eina hverfið þar sem hægt er að sækja nauðsynjar. „Það er enginn köttur sem vitað er um í þessu hverfi,“ segir Eygló sem bendir á að um tvö prósent Grindvíkinga búi í hverfinu. Hún segir hópinn hafa reynt að ná tali af viðbragðsaðilum í gegnum neyðarlínuna án árangurs. Væruð þið til í meira samráð? „Já. Við værum til í að vinna með þeim til að hugsa um velferð dýra. Við þurfum þess vegna ekkert endilega að fara inn á svæðið. Eins og staðan var í nótt voru þarna lögreglubílar að rúnta inn, við teljum að það hefði verið gáfulegt ef lögreglumennirnir hefðu verið með búr til þess að reyna að bjarga einhverjum af þessum dýrum.“ Eygló segir að tala þeirra dýra sem félögin hafi kortlagt að hafi orðið eftir sé nú komin upp í 300. Í gær var talan í 250 en Eygló segir að fjöldi fugla hafi bæst við þá tölu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Dýr Gæludýr Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira