Þakklátur og stoltur af samfélaginu Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2023 22:43 Í ávarpi sínu sagðist Guðni vita að hann talaði fyrir alla þjóðina þegar hann sagðist hugsa hlýtt til allra þeirra sem hefðu þurft að flýja heimili sín og vinnustaði í Grindavík. Viktor Freyr Arnarson Haldin var svokölluð samverustund fyrir Grindvíkinga og þau sem vildu sýna þeim samhug og styrk í Hallgrímskirkju í dag. Þar sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, að hann væri þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi Íslendinga. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði óvissuna erfiða Sr. Elínborg Gísladóttir leiddi stundina, Kristján Hrannar organisti sá tónlistina og meðlimir úr Kór Grindavíkurkirkju leiða almennan söng. Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir, forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og. Fannar Jónasson flytja ávörp. Viktor Freyr Arnarson Þakklátur og stoltur af samfélaginu Í ávarpi sínu sagðist Guðni vita að hann talaði fyrir alla þjóðina þegar hann sagðist hugsa hlýtt til allra þeirra sem hefðu þurft að flýja heimili sín og vinnustaði í Grindavík. Þá sagðist hann þakklátur þeim sem hefðu boðið Grindvíkingum húsaskjól og annars konar aðstoð. „Ég leyfi mér að segja að ég er þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi sem bregst svo vel við óvæntri ógn,“ sagði Guðni. Hann þakkaði einnig þeim sem væru að starfa á vettvangi og aðstoða fólk „Svo búum við að því að eiga einvala lið vísindamanna, rýnandi í öll þau teikn sem birtast hverju sinni.“ Guðni sagði að ekki væri enn vitað hvort gjósa myndi við eða í Grindavík en ef svo færi myndu Íslendingar takast á við þann vanda með einingarmátt að vopni, þekkingu og reynslu. „Í Grindavík munu börn áfram ganga í leikskóla og í skóla og við munum sinna þeim eldri og sjúku. Á vettvangi íþróttanna munu heimamenn áfram skora og skora,“ sagði Guðni. Hann sagði að lífið héldi áfram í Grindavík og bærinn yrði áfram sælureitur íbúa. Viktor Freyr Arnarson Óvissan verst Fannar Jónsson, bæjarstjóri, sagði það ekki hafa farið framhjá nokkrum manni hvað Grindvíkingar hefðu gengið í gegnum að undanförnu. Mikið væri lagt á fólk að búa við þessar aðstæður. „Við höfum í nokkur ár verið með nágranna í bakgarðinum, sem að jafnaði eru ekki auðfúsir gestir. Eldgos og jarðskjálftar sem þeim fylgja,“ sagði Fannar. Hann sagði Grindvíkinga hafa þó blessunarlega verið laus við að standa frammi fyrir því sem þeir gera nú. „Það eru ekki nema um það bil tveir dagar síðan við voru síðan við vorum aðallega að fást við það vandamál að það færi heitt vatn af öllu Reykjanesinu. Þrjátíu þúsund manna byggð og þar með talinn flugvöllurinn, sem er auðvitað lífæð okkar við önnur lönd,“ sagði Fannar. Hann sagði allt svæðið vel vaktað og sagðist bera mikið traust til íslenskra vísindamanna. „Þegar í ljós kemur á föstudaginn að málið sé alvarlegra en svo að við þurfum að hafa mestar áhyggjur af Svartsengi, það sé sprunga undir fótunum á okkur og nái allt til sjávar, eins og myndir sem fjölmiðlar hafa birt bera með sér. Þá tók við miklu meiri alvara í þessum málum öllum. Alvara lífsins.“ Fannar sagði óvissuna fara verst með fólk. „Við vitum ekki hvert framhaldið verður. Við vonumst til þess að það muni ekki gjósa. Við höfum verið lánsöm með þessi gos og staðsetningu þeirra hingað til, sem ekki hafa truflað okkar en nú er allt önnur staða uppi.“ Athöfnina í dag má sjá í spilaranum hér að neðan. Ljósmyndarinn Viktor Freyr Arnarson tók meðfylgjandi myndir í Hallgrímskirkju í dag. Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hallgrímskirkja Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Reykjavík Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Björguðu 66 dýrum úr Grindavík Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði. 12. nóvember 2023 21:21 „Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. 12. nóvember 2023 19:24 „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. 12. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Sr. Elínborg Gísladóttir leiddi stundina, Kristján Hrannar organisti sá tónlistina og meðlimir úr Kór Grindavíkurkirkju leiða almennan söng. Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir, forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og. Fannar Jónasson flytja ávörp. Viktor Freyr Arnarson Þakklátur og stoltur af samfélaginu Í ávarpi sínu sagðist Guðni vita að hann talaði fyrir alla þjóðina þegar hann sagðist hugsa hlýtt til allra þeirra sem hefðu þurft að flýja heimili sín og vinnustaði í Grindavík. Þá sagðist hann þakklátur þeim sem hefðu boðið Grindvíkingum húsaskjól og annars konar aðstoð. „Ég leyfi mér að segja að ég er þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi sem bregst svo vel við óvæntri ógn,“ sagði Guðni. Hann þakkaði einnig þeim sem væru að starfa á vettvangi og aðstoða fólk „Svo búum við að því að eiga einvala lið vísindamanna, rýnandi í öll þau teikn sem birtast hverju sinni.“ Guðni sagði að ekki væri enn vitað hvort gjósa myndi við eða í Grindavík en ef svo færi myndu Íslendingar takast á við þann vanda með einingarmátt að vopni, þekkingu og reynslu. „Í Grindavík munu börn áfram ganga í leikskóla og í skóla og við munum sinna þeim eldri og sjúku. Á vettvangi íþróttanna munu heimamenn áfram skora og skora,“ sagði Guðni. Hann sagði að lífið héldi áfram í Grindavík og bærinn yrði áfram sælureitur íbúa. Viktor Freyr Arnarson Óvissan verst Fannar Jónsson, bæjarstjóri, sagði það ekki hafa farið framhjá nokkrum manni hvað Grindvíkingar hefðu gengið í gegnum að undanförnu. Mikið væri lagt á fólk að búa við þessar aðstæður. „Við höfum í nokkur ár verið með nágranna í bakgarðinum, sem að jafnaði eru ekki auðfúsir gestir. Eldgos og jarðskjálftar sem þeim fylgja,“ sagði Fannar. Hann sagði Grindvíkinga hafa þó blessunarlega verið laus við að standa frammi fyrir því sem þeir gera nú. „Það eru ekki nema um það bil tveir dagar síðan við voru síðan við vorum aðallega að fást við það vandamál að það færi heitt vatn af öllu Reykjanesinu. Þrjátíu þúsund manna byggð og þar með talinn flugvöllurinn, sem er auðvitað lífæð okkar við önnur lönd,“ sagði Fannar. Hann sagði allt svæðið vel vaktað og sagðist bera mikið traust til íslenskra vísindamanna. „Þegar í ljós kemur á föstudaginn að málið sé alvarlegra en svo að við þurfum að hafa mestar áhyggjur af Svartsengi, það sé sprunga undir fótunum á okkur og nái allt til sjávar, eins og myndir sem fjölmiðlar hafa birt bera með sér. Þá tók við miklu meiri alvara í þessum málum öllum. Alvara lífsins.“ Fannar sagði óvissuna fara verst með fólk. „Við vitum ekki hvert framhaldið verður. Við vonumst til þess að það muni ekki gjósa. Við höfum verið lánsöm með þessi gos og staðsetningu þeirra hingað til, sem ekki hafa truflað okkar en nú er allt önnur staða uppi.“ Athöfnina í dag má sjá í spilaranum hér að neðan. Ljósmyndarinn Viktor Freyr Arnarson tók meðfylgjandi myndir í Hallgrímskirkju í dag. Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson Viktor Freyr Arnarson
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Hallgrímskirkja Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Reykjavík Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Björguðu 66 dýrum úr Grindavík Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði. 12. nóvember 2023 21:21 „Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. 12. nóvember 2023 19:24 „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. 12. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02
Björguðu 66 dýrum úr Grindavík Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði. 12. nóvember 2023 21:21
„Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. 12. nóvember 2023 19:24
„Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. 12. nóvember 2023 19:11