Um þrjátíu vörubílar notaðir til að sækja efni úr Stapafelli Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2023 09:26 Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Stöð 2/Verkís Rúmlega þrjátíu vörubílar voru notaðir við að flytja efni úr Stapafelli við Grindavíkurveg í gær og aftur í morgun að svæðinu þar sem til stendur að reisa varnargarða til verndar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. Um fimmtán flutningabílar voru notaðir við flutningana í nótt. Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir í samtali við fréttastofu að um sex verktakar séu að vinna verkið. „Þetta hefur gengið mjög vel í nótt. Við höfum verið að sækja efnið í Stapafell sem er þarna í nálægð við svæðið. Þetta er í námu vestan Grindavíkurvegar. Þetta voru hátt í fjörutíu starfsmenn sem hafa verið að störfum við þetta í gær og í nótt.“ Ari segir að verið sé að flytja efnið nálægt austurenda varnargarðsins. „Við haugsetjum þar þannig að það verði auðvelt að fara með efnið út í garðinn þegar við fáum leyfi til að byrja.“ Efnið er sótt úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar.map.is Ari segir að verið sé að bíða eftir uppfærðu hættumati. Við erum að fara að vinna að varnargarði fyrir ofan Svartsengi, milli Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar þar sem er einn varnargarður sem við viljum byrja á. Og einnig við austurendann á stóra garðinum.“ Hvernig sjáið þið næstu klukkustundir fyrir ykkur? „Ef við fáum leyfi hjá almannavörunum þá förum við að vinna í garðinum á tveimur stöðum. Við förum í að ýta til efni í garðinum uppi á kantinum, milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis, og svo förum við að keyra út efni í austasta hluta varnargarðsins, utan á Svartsengi.“ Fyrirhugaður varnargarður milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis. Áætlað er að hann verði um einn og hálfur kílómetri að lengd. Verkís Hver er tímaramminn? Hvað heldurðu að þetta verk taki langan tíma? „Þetta eru einhverjar vikur. Það hefur verið talað um einhverja þrjátíu, fjörutíu daga. En það er auðvitað margt óljóst í því,“ segir Ari. Hvað er þetta langur garður? „Utan um Svartsengi er þetta rétt tæplega fjögurra kílómetra garður, og svo er hann rétt tæplega einn og hálfur kílómetra garður á milli Sundhnúka og Svartsengis.“ Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsendi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd.Verkís Og hvað eru þeir háir? „Þetta eru sex til átta metra háir garðar. Við byrjum að hafa þá aðeins lægri til að ná línunni og byggjum svo utan á þá hlémegin.“ Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Grindavík Jarðhiti Orkumál Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir í samtali við fréttastofu að um sex verktakar séu að vinna verkið. „Þetta hefur gengið mjög vel í nótt. Við höfum verið að sækja efnið í Stapafell sem er þarna í nálægð við svæðið. Þetta er í námu vestan Grindavíkurvegar. Þetta voru hátt í fjörutíu starfsmenn sem hafa verið að störfum við þetta í gær og í nótt.“ Ari segir að verið sé að flytja efnið nálægt austurenda varnargarðsins. „Við haugsetjum þar þannig að það verði auðvelt að fara með efnið út í garðinn þegar við fáum leyfi til að byrja.“ Efnið er sótt úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar.map.is Ari segir að verið sé að bíða eftir uppfærðu hættumati. Við erum að fara að vinna að varnargarði fyrir ofan Svartsengi, milli Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar þar sem er einn varnargarður sem við viljum byrja á. Og einnig við austurendann á stóra garðinum.“ Hvernig sjáið þið næstu klukkustundir fyrir ykkur? „Ef við fáum leyfi hjá almannavörunum þá förum við að vinna í garðinum á tveimur stöðum. Við förum í að ýta til efni í garðinum uppi á kantinum, milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis, og svo förum við að keyra út efni í austasta hluta varnargarðsins, utan á Svartsengi.“ Fyrirhugaður varnargarður milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis. Áætlað er að hann verði um einn og hálfur kílómetri að lengd. Verkís Hver er tímaramminn? Hvað heldurðu að þetta verk taki langan tíma? „Þetta eru einhverjar vikur. Það hefur verið talað um einhverja þrjátíu, fjörutíu daga. En það er auðvitað margt óljóst í því,“ segir Ari. Hvað er þetta langur garður? „Utan um Svartsengi er þetta rétt tæplega fjögurra kílómetra garður, og svo er hann rétt tæplega einn og hálfur kílómetra garður á milli Sundhnúka og Svartsengis.“ Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsendi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd.Verkís Og hvað eru þeir háir? „Þetta eru sex til átta metra háir garðar. Við byrjum að hafa þá aðeins lægri til að ná línunni og byggjum svo utan á þá hlémegin.“ Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Grindavík Jarðhiti Orkumál Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26