Þjálfunartíminn Hermundur Sigmundsson og Svava Hjaltalín skrifa 14. nóvember 2023 11:30 Forsvarsmönnum rannsóknar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann er umhugað um velferð og velgengni allra barna. Verkefnið er skipulagt með það í huga að efla bæði árangur og líðan þeirra. Það varð ekki lengur við það búið að fjöldi barna útskrifist eftir tíu ár í grunnskóla með miður góða lestrarfærni. Farið var í aðgerðir og við gerð verkefnisins var leitað í sarpinn til viðurkenndra fræðimanna, kenningar þeirra púslaðar saman svo úr varð heildstæð nálgun sem nú þegar hefur sýnt bæði eftirtektaverðan og einstaklega góðan árangur. Kveikjum neistann hugmyndafræðin byggir á kenningum fremstu vísindamanna heims: Gottlieb, Edelman, Ericsson, Csikszentmihalyi, Bandura, Stanislas, Lyytinen, Snowling, Nation, Duckworth og Dweck. Vísindamenn sem hafa sýnt fram á árangur í sambandi við þróun, nám, færni, flæði, ástríðu, þrautseigju og hugarfar. Er það árangur sem UNESCO (2023) kallar ‘evidence based’ og biður skóla að nota eingöngu aðferðafræði sem er þannig til besta fyrir börn og unglinga. Áskoranir: 15 ára: 38% ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO, 2020). 34% drengja og 19% stúlkna (samtals 26% drengir og stúlkur saman) lesa sér ekki til gagns (PISA 2018). Meðan finnskir unglingar skora 14% (drengir og stúlkur saman). 7/8 ára: 39% lesa sér ekki til gagns eftir 2. bekk (tölur frá Reykjavík, 2019). 48% geta ekki lesið og skilið texta eftir 2 bekk. 20 skólar víðsvegar um landið, samtals 498 börn (2023). -3 ára: Tölur benda til þess að sífellt fleiri börn glíma við vanda er varðar málþróun, málskilning og orðaforða. Hafa sést tölur sem benda til að allt að 40% barna glíma við slíkan vanda. Það er að sjálfsögðu gífurlega stór áskorun því málskilningur er einn af lykil þáttum fyrir lesskilning, skapandi skrif og framsögn. Vísindi: Gerald Edelman kom með kenninguna um ‘neural Darwinism’ árið 1987. Kenningin sýnir fram á að sérhæfð þjálfun byggir upp tauganet (‘neural network’). Endurtekning er mikilvæg til að styrkja tauganet: ‘use it and improve it’.K. Anders Ericsson kom með kenninguna um ‘deliberate practice’ árið 1993. Lykillinn er markviss þjálfun þar sem einfalt stöðumat er útgangspunkturinn. Þjálfuninni er fylgt eftir af kennara/þjálfara.Csikszentmihalyi kom með kenninguna ‘flow’ árið 1975. Kenningin leggur áherslu á að áskoranir verða að vera í samræmi við færni. Of stórar áskoranir miðað við færni geta valdið kvíða en of litlar áskoranir miðað við færni leiða. Meðan að vera í flæði gefur ´mastery´og tilfinninguna ÉG GET. Möguleikar: Í verkefninu Kveikjum neistann er markmiðið að efla grunnfærni barna. Fyrstu tvö árin er aðal áherslan á að brjóta lestrarkóðann, ná að lesa texta og skilja hann (FULLLÆS). Til að ná því markmiði er sérstakur þjálfunartími settur í stundatöflu fjórum sinnum í viku. Í eyjum eru um það bil 50 börn á hverju ári sem er skipt í 3 námshópa og hver hópur hefur sinn umsjónarkennara. Í þjálfunartímanum er börnunum skipt í 4 hópa þvert á árganginn og við bætist fjórði kennarinn/sérkennari. Þannig má tryggja á einfaldan máta ‘áskoranir miðað við færni’ og fókuseraða þjálfun. Þjálfunartíminn hefur reynst svo vel að skólastjórnendur Grunnskóla Vestmannaeyja hafa einnig sett hann í stundatöflu í 4. og 5. bekk þrátt fyrir að Kveikjum neistann verkefnið sé eingöngu komið í fyrstu þrjá bekkina. Við verðum ávallt að spyrja okkur hvernig við getum sem best tryggt með ‘evidence based’ aðferðum að sem flest eða öll börn nái viðunandi árangri. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann fyrir utan að ná góðri grunnfærni er að bæta líðan og efla áhugahvöt. Til að ná því marki hefur hreyfing verið aukin, ástríðutímar settir inn fjórum sinnum í viku og í síðasta tíma á föstudögum er gjarnan sungið og dansað. Öll börn á Íslandi eru skylduð til að ganga í skóla frá 1. og upp í 10. bekk grunnskóla og engrar undankomu auðið. Skólinn ber gríðarlega mikla ábyrgð og verður að vera vakinn og sofinn yfir verkefninu sem honum er falið. Öll börn þurfa að ná árangri. Þau þurfa að koma út úr skólanum dansandi kát og glöð með þau orð á vörum ÉG GET! Í góðri samvinnu við heimilin náum við þessu. Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands.Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Börn og uppeldi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmönnum rannsóknar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann er umhugað um velferð og velgengni allra barna. Verkefnið er skipulagt með það í huga að efla bæði árangur og líðan þeirra. Það varð ekki lengur við það búið að fjöldi barna útskrifist eftir tíu ár í grunnskóla með miður góða lestrarfærni. Farið var í aðgerðir og við gerð verkefnisins var leitað í sarpinn til viðurkenndra fræðimanna, kenningar þeirra púslaðar saman svo úr varð heildstæð nálgun sem nú þegar hefur sýnt bæði eftirtektaverðan og einstaklega góðan árangur. Kveikjum neistann hugmyndafræðin byggir á kenningum fremstu vísindamanna heims: Gottlieb, Edelman, Ericsson, Csikszentmihalyi, Bandura, Stanislas, Lyytinen, Snowling, Nation, Duckworth og Dweck. Vísindamenn sem hafa sýnt fram á árangur í sambandi við þróun, nám, færni, flæði, ástríðu, þrautseigju og hugarfar. Er það árangur sem UNESCO (2023) kallar ‘evidence based’ og biður skóla að nota eingöngu aðferðafræði sem er þannig til besta fyrir börn og unglinga. Áskoranir: 15 ára: 38% ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO, 2020). 34% drengja og 19% stúlkna (samtals 26% drengir og stúlkur saman) lesa sér ekki til gagns (PISA 2018). Meðan finnskir unglingar skora 14% (drengir og stúlkur saman). 7/8 ára: 39% lesa sér ekki til gagns eftir 2. bekk (tölur frá Reykjavík, 2019). 48% geta ekki lesið og skilið texta eftir 2 bekk. 20 skólar víðsvegar um landið, samtals 498 börn (2023). -3 ára: Tölur benda til þess að sífellt fleiri börn glíma við vanda er varðar málþróun, málskilning og orðaforða. Hafa sést tölur sem benda til að allt að 40% barna glíma við slíkan vanda. Það er að sjálfsögðu gífurlega stór áskorun því málskilningur er einn af lykil þáttum fyrir lesskilning, skapandi skrif og framsögn. Vísindi: Gerald Edelman kom með kenninguna um ‘neural Darwinism’ árið 1987. Kenningin sýnir fram á að sérhæfð þjálfun byggir upp tauganet (‘neural network’). Endurtekning er mikilvæg til að styrkja tauganet: ‘use it and improve it’.K. Anders Ericsson kom með kenninguna um ‘deliberate practice’ árið 1993. Lykillinn er markviss þjálfun þar sem einfalt stöðumat er útgangspunkturinn. Þjálfuninni er fylgt eftir af kennara/þjálfara.Csikszentmihalyi kom með kenninguna ‘flow’ árið 1975. Kenningin leggur áherslu á að áskoranir verða að vera í samræmi við færni. Of stórar áskoranir miðað við færni geta valdið kvíða en of litlar áskoranir miðað við færni leiða. Meðan að vera í flæði gefur ´mastery´og tilfinninguna ÉG GET. Möguleikar: Í verkefninu Kveikjum neistann er markmiðið að efla grunnfærni barna. Fyrstu tvö árin er aðal áherslan á að brjóta lestrarkóðann, ná að lesa texta og skilja hann (FULLLÆS). Til að ná því markmiði er sérstakur þjálfunartími settur í stundatöflu fjórum sinnum í viku. Í eyjum eru um það bil 50 börn á hverju ári sem er skipt í 3 námshópa og hver hópur hefur sinn umsjónarkennara. Í þjálfunartímanum er börnunum skipt í 4 hópa þvert á árganginn og við bætist fjórði kennarinn/sérkennari. Þannig má tryggja á einfaldan máta ‘áskoranir miðað við færni’ og fókuseraða þjálfun. Þjálfunartíminn hefur reynst svo vel að skólastjórnendur Grunnskóla Vestmannaeyja hafa einnig sett hann í stundatöflu í 4. og 5. bekk þrátt fyrir að Kveikjum neistann verkefnið sé eingöngu komið í fyrstu þrjá bekkina. Við verðum ávallt að spyrja okkur hvernig við getum sem best tryggt með ‘evidence based’ aðferðum að sem flest eða öll börn nái viðunandi árangri. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann fyrir utan að ná góðri grunnfærni er að bæta líðan og efla áhugahvöt. Til að ná því marki hefur hreyfing verið aukin, ástríðutímar settir inn fjórum sinnum í viku og í síðasta tíma á föstudögum er gjarnan sungið og dansað. Öll börn á Íslandi eru skylduð til að ganga í skóla frá 1. og upp í 10. bekk grunnskóla og engrar undankomu auðið. Skólinn ber gríðarlega mikla ábyrgð og verður að vera vakinn og sofinn yfir verkefninu sem honum er falið. Öll börn þurfa að ná árangri. Þau þurfa að koma út úr skólanum dansandi kát og glöð með þau orð á vörum ÉG GET! Í góðri samvinnu við heimilin náum við þessu. Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands.Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun