Táknmál í sveitarfélögin Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2023 17:01 Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga. Þessi vinna er að mörgu leyti unnin að öllu jöfnu yfir árið og oft samhliða gerð fjárhagsáætlana. Að mörgu er að huga og að mörgu er að sinna. Mörg málefni og verkefni vilja fá sitt brautargengi í sveitarfélaginu og nú fá íbúar sveitarfélagsins til dæmis að leggja sitt á vogarskálarnar og geta komið á framfæri sínum hugðarefnum, hugmyndum og athugasemdum sínum um verkefni sveitarfélagsins síns. Ég vil með þessari grein koma því á framfæri að íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenskri tungu samkvæmt lögum nr. 61/2011. Íslenskt táknmál hefur með þessum lögum sama vægi og íslensk tunga. Íslenskt táknmál mætti því alveg sjást jafn mikið og íslensk tunga kemur fram í starfi sveitarfélagsins. Í hverju sveitarfélagi búa alltaf táknmálsnotendur. Líklegast búa flestir táknmálsnotendur/táknmálsfólk á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þessara sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu notar íslenskt táknmál sem upplýsingamiðill í sama mæli og íslensk tunga eða hefur gefið táknmálinu mikið vægi og þar með orðið til fyrirmyndar fyrir aðra þegar kemur að táknmálinu. Ég leyfi mér að koma með nokkrar hugmyndir þar sem táknmál mætti koma að í sveitarfélögum og íbúar sem eru táknmálstalandi myndu geta notið táknmálsins - sjá það notað á sínum heimaslóðum gerir meira en hægt er að segja í einni setningu fyrir táknmálsfólkið og þeirra fólk allt í kring. Eins myndi það lyfta táknmálinu sjálfu upp og gera það þar með mikilvægt, atvinnuskapandi og aðgengisvænt. Ég er ekki leggja fram að lausnin sé bara að panta táknmálstúlk. Ég vil frekar fá að koma því að að táknmálsfólkið sjálft fengi verkefni og fengi greitt fyrir sína vinnu. að upplýsingar, fræðsluefni og annað sem er að finna á t.d. heimasíðu sveitarfélagsins séu líka á táknmáli að starfsfólk velferðarsviðs fái fræðslu um heyrnarleysi, heyrnarskerðingu, táknmál frá táknmálsfólki að táknmálið sé sýnilegt í menningarviðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólk sé ráðið í störf í sveitarfélaginu að túlkur sé til staðar og auglýstur á viðburðum sveitarfélagins að táknmálsfólki sé gefinn kostur á að vera með í verkefnum á vegum sveitarfélagsins að haft sé samráð við táknmálsfólk við gerð jafnréttisstefnu, mannréttindastefnu og aðgengisstefnu sveitarfélagsins að sveitarfélagið taki fullan þátt í kostnaði táknmálskennslu og fræðslu fyrir heyrandi aðstandendur táknmálsfólks og ráði til sín táknmálskennara/leiðbeinanda úr röðum táknmálsfólks Ávinningurinn af táknmáls verkefnum sveitarfélaga er ótvíræður. Það er mikilvægt að stuðningur við táknmálið sé sýnilegur fyrir táknmáls samfélagið sem býr í sveitarfélaginu og að sá stuðningur sé fjölbreyttur og atvinnuskapandi þ.e. á þann hátt að táknmálsfólk fær vinnu og störf við sitt móðurmál sem er íslenska táknmálið. Hér á Íslandi eru um 350 manns sem eiga íslenskt táknmál að sínu móðurmáli/fyrsta máli. Við erum ekkert fámenn og eigum ekki skilið að það sé sagt um táknmálsverkefni að það sé ekki þess virði vegna fámennis táknmálsfólksins og mikil kostnaðar við táknmálið. Það er úrelt viðhorf og hefur hamlandi/mannskemmandi áhrif á táknmálsfólk og þeirra nánustu. Lítum frekar á að íslenska táknmálið er styrkleiki fyrir fámenna þjóð. Við táknmálsfólk getum kennt ykkur svo margt og við viljum fá að koma því á framfæri. Táknmálið á skilið virðingu og að sú virðing sé í verki og verkefnum sveitarfélaganna sem táknmálsfólk á búsetu. Það er af nógu að taka þegar táknmálið er annars vegar en það snýst allt um að vilji, geta, þor og áræðni sveitarfélaganna sé til staðar. Táknmál í sveitarfélagið, takk :-) Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun