Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2023 12:03 Bergþór Ólason. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að horfið verði frá lögum um jafnlaunavottun enda hafi sú tilraun mistekist með öllu og sé íþyngjandi fyrir fyrirtæki. vísir/vilhelm Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda. Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þeir Miðflokksmenn eru einir um að mæla fyrir tillögunni en þar segir að ljóst sé að ekki hafi tekist að uppfylla jafnlaunavottun og eins virðist að með nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi jafnlaunavottun verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki. „Ferlið er kostnaðarsamt og eykur flækjustig fyrir fyrirtæki. Því telja flutningsmenn að hagstæðast sé fyrir stofnanir og fyrirtæki í landinu að jafnlaunavottun verði afnumin því að ljóst sé að ekki er forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina,“ segir í tillögunni. Sigmundur Davíð og Bergþór segja í tillögu sinni ljóst að hagstæðast sé fyrir fyrirtæki og stofnanir að jafnlaunavottunin verði aflögð.vísir/vilhelm Það var hinn 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, sem þá var félagsmálaráðherra, hafði barist mjög fyrir því að málið yrði að veruleika og var ekki mikil andstaða við það á þinginu. Lögin fólu meðal annars í sér það að fyrirtækjum og stofnunum var gert skilt að öðlast jafnlaunavottun og miðaði það við starfsmannafjölda sem hér segir: – 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Í tillögu þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs segir að markmiðið hafi verið að jafna hlut kynjanna en það hafi mistekist: „Þegar tölur við lok árs 2022 eru skoðaðar kemur í ljós að alls hafa 443 fyrirtæki og stofnanir af 1.094 hlotið jafnlaunavottun. Eftir standa 651 fyrirtæki og stofnanir sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun þrátt fyrir skýran tímaramma laga á því hvenær fyrirtæki og stofnanir skyldu hafa hlotið vottun.“ Á er bent að í niðurstöðum rannsókna um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa, en sú niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2022, komi fram að reglugerðinni fylgi engar leiðbeiningar um hvað sönnunarbyrði vottunaraðila inniheldur hvað varðar rannsóknarvinnu gagnvart starfaflokkun eða launagreiningu, umfang skoðunar, fjölda viðmælanda eða lágmarkstímafjölda.
– 250 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2018. – 150–249 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2019. – 90–149 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2020. – 25–89 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi síðar en 31. desember 2021. – Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skyldu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019.
Alþingi Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira