Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 12:05 Lögregla vaktar nú Grindavíkurbæ allan sólarhringinn. Vísir/Vilhelm Löggæsla í Grindavík hefur verið aukin eftir að tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir að næturlagi. Lögregla stendur nú vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlum er hins vegar meinaður aðgangur að bænum í dag. Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Íbúum í Grindavík verður í dag hleypt inn á það svæði sem talið er hættulegast. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að um vandasamar aðgerðir sé að ræða sem gangi hægt yfir. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörg heimili sé að ræða en segir þau skipta tugum. Þeim einum er hleypt inn á svæðið sem hafa fengið símtal eða SMS skilaboð frá aðgerðarstjórn. Fjölmiðlum meinaður aðgangur Önnur breyting frá fyrirkomulagi síðustu daga er sú að fjölmiðlum er meinaður aðgangur að bænum í dag. Úlfar segir fjölmiðla hafa haft frekar greiðan aðgang að svæðinu frá því að bærinn var rýmdur á föstudag. „Við erum auðvitað með takmarkað viðbragð og þurfum að verja viðbragðsaðila og auðvitað íbúa. Þetta eru vandasamar og viðkvæmar aðgerðir. Það er mín ákvörðun að hleypa ekki fjölmiðlum inn í Grindavík í dag.“ Úlfar Lúðvíksson tók þá ákvörðun að meina fjölmiðlum aðgang að Grindavíkurbæ í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð á morgun. Vísir Aðspurður um hvort það sé réttlætanlegt að meina fjölmiðlum aðgang þegar um svo stóran viðburð sé að ræða, bendir Úlfar á að þetta ástand sé viðvarandi. „Þetta er ekki yfirstaðið. En það er full ástæða til að einbeita sér að verðmætabjörgun í dag með þeim hætti sem ákveðið hefur verið að gera.“ Þá hafi einnig borist kvartanir frá íbúum varðandi ágengi fjölmiðlafólks. Úlfar tekur þó fram að samstarf við fjölmiðla hafi verið til fyrirmyndar. Aukið viðbragð í kjölfar grunsamlegra mannaferða Athygli vakti í gær þegar íbúi í Grindavík birti myndband á samfélagsmiðlum úr eftirlitsmyndavél við heimili hennar. Þar sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo um tuttugu mínútum síðar. Fleiri hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á næturlagi í gegnum eftirlitsmyndavélabúnað. Grindavíkurbær var sem þekkt er orðið, rýmdur á föstudag og ætti að vera mannlaus á næturnar. Úlfar segist ekki hafa upplýsingar um að neinu hafi verið stolið enda sé erfitt að segja til um það þegar fólk hafi ekki aðgengi að heimilum sínum. „Það er nú einusinni þannig að það er hægt að komast inn á svæðið í gegnum veglokanir. En við höfum brugðist við með þeim hætti að efla viðbragð lögreglu inni í bænum. Hér er lögregluvakt allan sólarhringinn.“ Þannig þið hafið gert auknar ráðstafanir til að bregðast við þessu? „Já það er einmitt það sem við höfum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31 RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. 14. nóvember 2023 17:31
RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. 14. nóvember 2023 16:10