Börnin frá Grindavík Orri Páll Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2023 22:40 Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti. Þeir Grindvíkingar sem við höfum séð í viðtölum í fjölmiðlum hafa sýnt mikið æðruleysi þar sem þau standa frammi fyrir skelfilegri þrekraun. Samfélag Grindvíkinga er augljóslega samheldið en það er hverjum ljóst sem á horfir hversu óskaplega þungbært það er að þurfa að yfirgefa heimili sín og jarðtengingu í flýti og sjá ekki hvenær eða hvort hægt verður að snúa aftur og þá í hvaða aðstæður. Fólkið frá Grindavík sem flúið hefur heimili sín dreifist nú um allt land. Í hópi þeirra eru tæplega þúsund börn sem þurfa að horfast í augu við breyttan veruleika. Börn ráða yfirleitt ekki sjálf hvað þau gera og hvert þau fara. Lykilatriði í aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum er að þau upplifi öryggi og að þau geti treyst því að um þau og þarfir þeirra sem barna í þessum aðstæðum verði hugsað. Mikilvægt er fyrir börn að búa við festu, að þau komist í skóla og geti sinnt tómstundum en þó jafnvel enn frekar að börnin frá Grindavík haldi sínum tengslum, að bekkjardeildir finni leiðir til að hittast reglulega, kannski á netinu undir handleiðslu kennarans síns. Hér er mikilvægt að við hlustum á vilja Grindvíkinga sjálfra. Þó má ekki gleyma því að kennarar og starfsfólk skólanna í Grindavík hafa líka orðið fyrir áfalli, þurft að yfirgefa heimilin sín og horfa upp á samfélagið sitt tvístrast. Og foreldrar og aðstandendur þessara barna þurfa áfallahjálp, það þarf að létta á efnahagsáhyggjum þeirra, þau þurfa að fá ráðrúm til að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig sjálf. Börnin í Grindavík eru núna börnin frá Grindavík, vonandi samt bara í bili, og vonandi sjáum við aftur iðandi mannlíf í þessum fallega bæ. En í bili er enginn í Grindavík og Grindvíkingar verða að fóta sig í nýrri tilveru. Og þá kemur röðin að okkur hinum. Stjórnvöld eru vakin og sofin yfir stöðu og framvindu mála í Grindavík og hafa lagt nótt við dag. Bráðlega verður frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um tímabundinn stuðning við launafólk í Grindavík tekið fyrir á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja afkomu starfsfólks þeirra fyrirtækja í Grindavík sem hafa þurft loka vegna ástandsins. Mikið hefur verið kallað eftir miðstöð fyrir Grindvíkinga til að hittast og styrkja böndin. Viðbragðsflýtir stjórnvalda gerir það að verkum að í gær var þjónustumiðstöð tekin í gagnið í Tollhúsinu þar sem fólkið frá Grindavík getur komið saman og notið stuðnings, ráðgjafar og fræðslu. Þá má ekki gleyma því að Grindvíkingar eru af ýmsum þjóðernum og mikilvægt að halda vel utan um fólk með lítið bakland á Íslandi. Það þarf heilt þorp til að ala upp og annast barn. Nú er þorpið dreift um allt en engu að síður til staðar. Og nú þurfum við öll að vera þorpið sem heldur utan um börnin frá Grindavík og fjölskyldur þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti. Þeir Grindvíkingar sem við höfum séð í viðtölum í fjölmiðlum hafa sýnt mikið æðruleysi þar sem þau standa frammi fyrir skelfilegri þrekraun. Samfélag Grindvíkinga er augljóslega samheldið en það er hverjum ljóst sem á horfir hversu óskaplega þungbært það er að þurfa að yfirgefa heimili sín og jarðtengingu í flýti og sjá ekki hvenær eða hvort hægt verður að snúa aftur og þá í hvaða aðstæður. Fólkið frá Grindavík sem flúið hefur heimili sín dreifist nú um allt land. Í hópi þeirra eru tæplega þúsund börn sem þurfa að horfast í augu við breyttan veruleika. Börn ráða yfirleitt ekki sjálf hvað þau gera og hvert þau fara. Lykilatriði í aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum er að þau upplifi öryggi og að þau geti treyst því að um þau og þarfir þeirra sem barna í þessum aðstæðum verði hugsað. Mikilvægt er fyrir börn að búa við festu, að þau komist í skóla og geti sinnt tómstundum en þó jafnvel enn frekar að börnin frá Grindavík haldi sínum tengslum, að bekkjardeildir finni leiðir til að hittast reglulega, kannski á netinu undir handleiðslu kennarans síns. Hér er mikilvægt að við hlustum á vilja Grindvíkinga sjálfra. Þó má ekki gleyma því að kennarar og starfsfólk skólanna í Grindavík hafa líka orðið fyrir áfalli, þurft að yfirgefa heimilin sín og horfa upp á samfélagið sitt tvístrast. Og foreldrar og aðstandendur þessara barna þurfa áfallahjálp, það þarf að létta á efnahagsáhyggjum þeirra, þau þurfa að fá ráðrúm til að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig sjálf. Börnin í Grindavík eru núna börnin frá Grindavík, vonandi samt bara í bili, og vonandi sjáum við aftur iðandi mannlíf í þessum fallega bæ. En í bili er enginn í Grindavík og Grindvíkingar verða að fóta sig í nýrri tilveru. Og þá kemur röðin að okkur hinum. Stjórnvöld eru vakin og sofin yfir stöðu og framvindu mála í Grindavík og hafa lagt nótt við dag. Bráðlega verður frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um tímabundinn stuðning við launafólk í Grindavík tekið fyrir á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja afkomu starfsfólks þeirra fyrirtækja í Grindavík sem hafa þurft loka vegna ástandsins. Mikið hefur verið kallað eftir miðstöð fyrir Grindvíkinga til að hittast og styrkja böndin. Viðbragðsflýtir stjórnvalda gerir það að verkum að í gær var þjónustumiðstöð tekin í gagnið í Tollhúsinu þar sem fólkið frá Grindavík getur komið saman og notið stuðnings, ráðgjafar og fræðslu. Þá má ekki gleyma því að Grindvíkingar eru af ýmsum þjóðernum og mikilvægt að halda vel utan um fólk með lítið bakland á Íslandi. Það þarf heilt þorp til að ala upp og annast barn. Nú er þorpið dreift um allt en engu að síður til staðar. Og nú þurfum við öll að vera þorpið sem heldur utan um börnin frá Grindavík og fjölskyldur þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun