Börnin frá Grindavík Orri Páll Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2023 22:40 Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti. Þeir Grindvíkingar sem við höfum séð í viðtölum í fjölmiðlum hafa sýnt mikið æðruleysi þar sem þau standa frammi fyrir skelfilegri þrekraun. Samfélag Grindvíkinga er augljóslega samheldið en það er hverjum ljóst sem á horfir hversu óskaplega þungbært það er að þurfa að yfirgefa heimili sín og jarðtengingu í flýti og sjá ekki hvenær eða hvort hægt verður að snúa aftur og þá í hvaða aðstæður. Fólkið frá Grindavík sem flúið hefur heimili sín dreifist nú um allt land. Í hópi þeirra eru tæplega þúsund börn sem þurfa að horfast í augu við breyttan veruleika. Börn ráða yfirleitt ekki sjálf hvað þau gera og hvert þau fara. Lykilatriði í aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum er að þau upplifi öryggi og að þau geti treyst því að um þau og þarfir þeirra sem barna í þessum aðstæðum verði hugsað. Mikilvægt er fyrir börn að búa við festu, að þau komist í skóla og geti sinnt tómstundum en þó jafnvel enn frekar að börnin frá Grindavík haldi sínum tengslum, að bekkjardeildir finni leiðir til að hittast reglulega, kannski á netinu undir handleiðslu kennarans síns. Hér er mikilvægt að við hlustum á vilja Grindvíkinga sjálfra. Þó má ekki gleyma því að kennarar og starfsfólk skólanna í Grindavík hafa líka orðið fyrir áfalli, þurft að yfirgefa heimilin sín og horfa upp á samfélagið sitt tvístrast. Og foreldrar og aðstandendur þessara barna þurfa áfallahjálp, það þarf að létta á efnahagsáhyggjum þeirra, þau þurfa að fá ráðrúm til að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig sjálf. Börnin í Grindavík eru núna börnin frá Grindavík, vonandi samt bara í bili, og vonandi sjáum við aftur iðandi mannlíf í þessum fallega bæ. En í bili er enginn í Grindavík og Grindvíkingar verða að fóta sig í nýrri tilveru. Og þá kemur röðin að okkur hinum. Stjórnvöld eru vakin og sofin yfir stöðu og framvindu mála í Grindavík og hafa lagt nótt við dag. Bráðlega verður frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um tímabundinn stuðning við launafólk í Grindavík tekið fyrir á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja afkomu starfsfólks þeirra fyrirtækja í Grindavík sem hafa þurft loka vegna ástandsins. Mikið hefur verið kallað eftir miðstöð fyrir Grindvíkinga til að hittast og styrkja böndin. Viðbragðsflýtir stjórnvalda gerir það að verkum að í gær var þjónustumiðstöð tekin í gagnið í Tollhúsinu þar sem fólkið frá Grindavík getur komið saman og notið stuðnings, ráðgjafar og fræðslu. Þá má ekki gleyma því að Grindvíkingar eru af ýmsum þjóðernum og mikilvægt að halda vel utan um fólk með lítið bakland á Íslandi. Það þarf heilt þorp til að ala upp og annast barn. Nú er þorpið dreift um allt en engu að síður til staðar. Og nú þurfum við öll að vera þorpið sem heldur utan um börnin frá Grindavík og fjölskyldur þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti. Þeir Grindvíkingar sem við höfum séð í viðtölum í fjölmiðlum hafa sýnt mikið æðruleysi þar sem þau standa frammi fyrir skelfilegri þrekraun. Samfélag Grindvíkinga er augljóslega samheldið en það er hverjum ljóst sem á horfir hversu óskaplega þungbært það er að þurfa að yfirgefa heimili sín og jarðtengingu í flýti og sjá ekki hvenær eða hvort hægt verður að snúa aftur og þá í hvaða aðstæður. Fólkið frá Grindavík sem flúið hefur heimili sín dreifist nú um allt land. Í hópi þeirra eru tæplega þúsund börn sem þurfa að horfast í augu við breyttan veruleika. Börn ráða yfirleitt ekki sjálf hvað þau gera og hvert þau fara. Lykilatriði í aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum er að þau upplifi öryggi og að þau geti treyst því að um þau og þarfir þeirra sem barna í þessum aðstæðum verði hugsað. Mikilvægt er fyrir börn að búa við festu, að þau komist í skóla og geti sinnt tómstundum en þó jafnvel enn frekar að börnin frá Grindavík haldi sínum tengslum, að bekkjardeildir finni leiðir til að hittast reglulega, kannski á netinu undir handleiðslu kennarans síns. Hér er mikilvægt að við hlustum á vilja Grindvíkinga sjálfra. Þó má ekki gleyma því að kennarar og starfsfólk skólanna í Grindavík hafa líka orðið fyrir áfalli, þurft að yfirgefa heimilin sín og horfa upp á samfélagið sitt tvístrast. Og foreldrar og aðstandendur þessara barna þurfa áfallahjálp, það þarf að létta á efnahagsáhyggjum þeirra, þau þurfa að fá ráðrúm til að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig sjálf. Börnin í Grindavík eru núna börnin frá Grindavík, vonandi samt bara í bili, og vonandi sjáum við aftur iðandi mannlíf í þessum fallega bæ. En í bili er enginn í Grindavík og Grindvíkingar verða að fóta sig í nýrri tilveru. Og þá kemur röðin að okkur hinum. Stjórnvöld eru vakin og sofin yfir stöðu og framvindu mála í Grindavík og hafa lagt nótt við dag. Bráðlega verður frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um tímabundinn stuðning við launafólk í Grindavík tekið fyrir á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja afkomu starfsfólks þeirra fyrirtækja í Grindavík sem hafa þurft loka vegna ástandsins. Mikið hefur verið kallað eftir miðstöð fyrir Grindvíkinga til að hittast og styrkja böndin. Viðbragðsflýtir stjórnvalda gerir það að verkum að í gær var þjónustumiðstöð tekin í gagnið í Tollhúsinu þar sem fólkið frá Grindavík getur komið saman og notið stuðnings, ráðgjafar og fræðslu. Þá má ekki gleyma því að Grindvíkingar eru af ýmsum þjóðernum og mikilvægt að halda vel utan um fólk með lítið bakland á Íslandi. Það þarf heilt þorp til að ala upp og annast barn. Nú er þorpið dreift um allt en engu að síður til staðar. Og nú þurfum við öll að vera þorpið sem heldur utan um börnin frá Grindavík og fjölskyldur þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun