Umfjöllun og viðtöl: Valur - Höttur 80-69 | Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik Dagur Lárusson skrifar 17. nóvember 2023 22:00 Joshua Jefferson var frábær. Vísir/Anton Brink Valur vann góðan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Fyrir leikinn var Valur í fjórða sæti deildarinnar með sex stig á meðan Höttur var í sjöunda sætinu en þó einnig með sex stig. Það voru gestirnir í Hetti sem byrjuðu leikinn mun betur og voru það David Ramos og Deontaye Buskey sem fóru fyrir liðinu í fyrsta leikhluta. David Ramos var með þrettán stig eftir á meðan Buskey var með átta. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16-28. Í öðrum leikhluta var það sama uppi á teningnum, gestirnir voru mikið sterkari aðilinn á meðan sóknarleikur og varnarleikur Vals var alls ekki góður. Allt stefndi í að gestirnir færu með stóra forystu í hálfleikinn en þá steig Joshua Jefferson upp í liði Vals og hélt uppi sóknarleik liðsins í nokkrar mínútur og skoraði fimmtán stig í röð fyrir Valsmenn og náði að koma forystu gestanna í tíu stig, 42-52 og þannig var staðan í hálfleik. Það var síðan allt annað Valslið sem kom til leiks í seinni hálfleikinn, liðið skoraði svipað mikið af stigum en spilaði hins vegar óaðfinnanlegan varnarleik og náðu gestirnir því aðeins að skora sautján stig í öllum seinni hálfleiknum. Valsmenn náðu því að landa sigrinum í fjórða leikhlutanum og voru lokatölur 80-69. Afhverju vann Valur? Varnarleikurinn hjá Val í seinni hálfleik var það sem skilaði þessum sigri. Það voru svo margar heilar sóknir hjá gestunum sem enduðu ekki með skoti því liðið komst einfaldlega ekki skotstöðu. Hverjir stóðu upp úr? Það fer ekkert á milli mála hver var maður leiksins, það var Joshua Jefferson sem hélt Val inn í leiknum upp á eigin spýtur í fyrri hálfleiknum. Hvað fór illa? Eins góður og sóknarleikur Hattar var í fyrri hálfleiknum þá var hann algjör hörmung í seinni. 52 stig í fyrri hálfleiknum en aðeins 17 í seinni segir alla söguna. Viðar Örn tók ábyrðina á sig í viðtali eftir leik og vildi meina að hann hafi átta að taka leikhlé til þess að leysa úr þessu. Viðar Örn Hafsteinsson: Lélegt hjá mér að bregðast ekki við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.VÍSIR/BÁRA „Við spilum hérna eins og menn í fyrri hálfleiknum og gerðum það sem við ætluðum að gera,“ byrjaði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, að segja eftir leik. „En það var síðan í seinni hálfleiknum þar sem ekkert gekk upp. Þetta var heilt yfir lélegt hjá okkur, við náum ekki upp neinum sóknarleik og erum algjörlega ráðalausir og ég bregst ekki við því með því að taka leikhlé,“ hélt Viðar áfram að segja. „Við vorum alveg týndir og stjórnlausir og eins og ég segi þá var það lélegt hjá mér að bregðast ekki við og koma okkur aftur inn í okkar takt með því að taka leikhlé.“ „Þetta fjara síðan einhvern veginn undan okkur. Við skorum varla í seinni hálfleik, undir tíu stig tvo leikhluta í röð og það er ekki boðlegt. Lið eins og við á að koma hingað og vinna þetta Valslið án Kristófers og Kára,“ endaði Viðar Örn að segja. Finnur Freyr Stefánsson: Frammistaðan var eins og búningur Hattar, svört og hvít Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Frammistaðan var svolítið eins og búningur Hattar, svört og hvít,“ byrjaði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Við vorum alveg arfaslakir til að byrja með, sérstaklega varnarlega en náðum síðan upp smá takti í sókninni í öðrum leikhluta,“ hélt Finnur áfram að segja. „En það var síðan í seinni hálfleiknum þar sem við náðum að binda vörnina betur saman, gerðum nokkrar áherslubreytingar fáum sjálfstraust inn í okkar lið aftur.“ Finnur talaði aðeins frekar um áherslubreytingarnar sem höfðu mikil áhrif á leikinn. „Við vildum vera nær bakvörðunum þeirra og neyða þá út í skot sem þeir vildi ekki endilega fara í en síðan voru þetta einnig litlir hlutir hér og þar sem við gerðum líka.“ Valur var án þeirra Kára og Kristófers sem eru báðir lykilleikmenn liðsins og sagði Finnur að það væri sterkt að vinna án þeirra. „Já það er karakter í þessu liði, þess vegna hefur þetta lið verið að gera frábæra hluti síðustu árin. En við getum þó ekki alltaf verið að stóla á það að ná að grafa okkur upp úr holu í hverjum leik, við verðum að að spila líka vel í fjörtíu mínútur,“ endaði Finnur að segja. Subway-deild karla Valur Höttur
Valur vann góðan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Fyrir leikinn var Valur í fjórða sæti deildarinnar með sex stig á meðan Höttur var í sjöunda sætinu en þó einnig með sex stig. Það voru gestirnir í Hetti sem byrjuðu leikinn mun betur og voru það David Ramos og Deontaye Buskey sem fóru fyrir liðinu í fyrsta leikhluta. David Ramos var með þrettán stig eftir á meðan Buskey var með átta. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16-28. Í öðrum leikhluta var það sama uppi á teningnum, gestirnir voru mikið sterkari aðilinn á meðan sóknarleikur og varnarleikur Vals var alls ekki góður. Allt stefndi í að gestirnir færu með stóra forystu í hálfleikinn en þá steig Joshua Jefferson upp í liði Vals og hélt uppi sóknarleik liðsins í nokkrar mínútur og skoraði fimmtán stig í röð fyrir Valsmenn og náði að koma forystu gestanna í tíu stig, 42-52 og þannig var staðan í hálfleik. Það var síðan allt annað Valslið sem kom til leiks í seinni hálfleikinn, liðið skoraði svipað mikið af stigum en spilaði hins vegar óaðfinnanlegan varnarleik og náðu gestirnir því aðeins að skora sautján stig í öllum seinni hálfleiknum. Valsmenn náðu því að landa sigrinum í fjórða leikhlutanum og voru lokatölur 80-69. Afhverju vann Valur? Varnarleikurinn hjá Val í seinni hálfleik var það sem skilaði þessum sigri. Það voru svo margar heilar sóknir hjá gestunum sem enduðu ekki með skoti því liðið komst einfaldlega ekki skotstöðu. Hverjir stóðu upp úr? Það fer ekkert á milli mála hver var maður leiksins, það var Joshua Jefferson sem hélt Val inn í leiknum upp á eigin spýtur í fyrri hálfleiknum. Hvað fór illa? Eins góður og sóknarleikur Hattar var í fyrri hálfleiknum þá var hann algjör hörmung í seinni. 52 stig í fyrri hálfleiknum en aðeins 17 í seinni segir alla söguna. Viðar Örn tók ábyrðina á sig í viðtali eftir leik og vildi meina að hann hafi átta að taka leikhlé til þess að leysa úr þessu. Viðar Örn Hafsteinsson: Lélegt hjá mér að bregðast ekki við Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.VÍSIR/BÁRA „Við spilum hérna eins og menn í fyrri hálfleiknum og gerðum það sem við ætluðum að gera,“ byrjaði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, að segja eftir leik. „En það var síðan í seinni hálfleiknum þar sem ekkert gekk upp. Þetta var heilt yfir lélegt hjá okkur, við náum ekki upp neinum sóknarleik og erum algjörlega ráðalausir og ég bregst ekki við því með því að taka leikhlé,“ hélt Viðar áfram að segja. „Við vorum alveg týndir og stjórnlausir og eins og ég segi þá var það lélegt hjá mér að bregðast ekki við og koma okkur aftur inn í okkar takt með því að taka leikhlé.“ „Þetta fjara síðan einhvern veginn undan okkur. Við skorum varla í seinni hálfleik, undir tíu stig tvo leikhluta í röð og það er ekki boðlegt. Lið eins og við á að koma hingað og vinna þetta Valslið án Kristófers og Kára,“ endaði Viðar Örn að segja. Finnur Freyr Stefánsson: Frammistaðan var eins og búningur Hattar, svört og hvít Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Frammistaðan var svolítið eins og búningur Hattar, svört og hvít,“ byrjaði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, að segja eftir leik. „Við vorum alveg arfaslakir til að byrja með, sérstaklega varnarlega en náðum síðan upp smá takti í sókninni í öðrum leikhluta,“ hélt Finnur áfram að segja. „En það var síðan í seinni hálfleiknum þar sem við náðum að binda vörnina betur saman, gerðum nokkrar áherslubreytingar fáum sjálfstraust inn í okkar lið aftur.“ Finnur talaði aðeins frekar um áherslubreytingarnar sem höfðu mikil áhrif á leikinn. „Við vildum vera nær bakvörðunum þeirra og neyða þá út í skot sem þeir vildi ekki endilega fara í en síðan voru þetta einnig litlir hlutir hér og þar sem við gerðum líka.“ Valur var án þeirra Kára og Kristófers sem eru báðir lykilleikmenn liðsins og sagði Finnur að það væri sterkt að vinna án þeirra. „Já það er karakter í þessu liði, þess vegna hefur þetta lið verið að gera frábæra hluti síðustu árin. En við getum þó ekki alltaf verið að stóla á það að ná að grafa okkur upp úr holu í hverjum leik, við verðum að að spila líka vel í fjörtíu mínútur,“ endaði Finnur að segja.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum