Sveindís hefur ekkert leikið með Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð vegna meiðsla en ljóst er að þau munu halda henni á hliðarlínunni um hríð.
Þorsteinn var spurður út í stöðuna á Sveindísi á blaðamannfundinum í dag og sagði hana frá út árið hið minnsta.
„Varðandi Sveindísi, þá er töluvert í hana ennþá þó allt sé á réttri leið. Hún er komin á mun betri stað en hún var til dæmis í síðasta glugga. Hún er farin að skokka og eitthvað svoleiðis, hún er að nálgast og þetta er að gróa hægt og rólega,“
„Ég á ekkert endilega von á að hún spili með Wolfsburg fram að jólum. Þannig að ég held að stefnan sé sett á að hún verði klár að spila með þeim í janúar og verði komin á fullt í janúar,“ sagði Þorsteinn á fundinum í dag.