Hvað verður um plastið þitt? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 18. nóvember 2023 07:00 Plast er algjört undraefni. Það framlengir líftíma matvæla og er nauðsynlegt í heilbrigðisþjónustu og ýmsum iðnaði. En plast á sínar skuggahliðar. Við notum allt of mikið af því og framleiðendur mættu leggja sig betur fram við að framleiða og setja á markað plast sem er auðveldara að endurvinna. Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot, heldur brotnar það niður í smærri hluta og verður að endingu að örplasti. Margar gerðir plasts eru ágætis endurvinnsluefni og vel er hægt að hækka endurvinnsluhlutfallið með markvissri flokkun. Endurvinnlustöð Sorpu. Almenningur og fyrirtæki flokka umbúðaplast í sérstakar tunnur við húsvegg og á grenndarstöðvum. Árlega sendir SORPA um tvö þúsund tonn af plasti til frekari flokkunar og endurvinnslu og endurnýtingu í Evrópu. Það plast sem ekki er hægt að endurvinna fer í brennslu til orkuframleiðslu. Eins og hvert mannsbarn veit eftir að hafa lesið þessa greinaröð okkar upp til agna þá er endurvinnsla betri meðhöndlun en orkuvinnsla, og orkuvinnsla er skárri meðhöndlun en urðun. Plast er hins vegar ekki allt skapað jafnt. Sumt plast er betra en annað til endurvinnslu. Þumalputtareglan er að því einsleitari sem plaststraumur er, þeim mun auðveldara er að endurvinna plastið. Blöndun á mismunandi plasti leiðir því til lægra endurvinnsluhlutfalls og meira magn fer til orkuvinnslu. Og blöndun á plasti við önnur efni, til dæmis pappír eða málma, þýðir að endurvinnsluaðilar geta yfirleitt bara unnið einn efnisstraum. Því getur SORPA ekki breytt og því getur almenningur ekki breytt. En því geta vöruhönnuðir, framleiðendur, innflytjendur og markaðsaðilar breytt. Við köllum því eftir betra plasti á markað sem er auðveldara að endurvinna. Fjórir flokkar af plasti á endurvinnslustöðvum Til að auka endurvinnslumöguleika plasts er plast nú líka flokkað í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum SORPU. Það er ástæða fyrir því, við sitjum ekki allan daginn og reynum að fá hugmyndir til að flækja líf fólks að óþörfu. Ekki allan daginn. Flokkarnir eru: plastumbúðir (sama plast og má fara í tunnuna heima og á grenndarstöðvar), frauðplast, filmuplast og hart plast. Hver þessara plaststrauma þarf sértæka vinnslu hjá móttökuaðila. Með þessari flokkun er auðveldara fyrir móttökuaðila okkar að endurvinna plastið og hefur þessi fjórflokkun skilað sér í að umtalsvert meira af því plasti sem fólk hendir hjá SORPU er endurunnið, og minna er brennt til orkuvinnslu. Frauðplast er í þessu samhengi sérstaklega áhugavert. Með frauðplasti meinum við plastið sem er til dæmis utan um raftækin sem þú kaupir, en ekki bakkinn undan fiskinum. Bakkinn má fara í tunnuna heima, en við viljum alls ekki fá frauðplastið utan af raftækjunum í hana. Ef frauðplast blandast öðru plasti – sem allir sem hafa snert frauðplast vita að það gerist um leið og það molnar – þá rýrir það endurvinnslumöguleika annars plasts. Ef það er hins vegar flokkað frá er hægt að endurvinna það með tiltölulega góðum árangri, jafnvel allt að 80-90%. Þetta var plastið þitt. Í næstu viku ætlum við að segja þér hvað verður um það sem þú setur í nytjagáminn og er selt í Góða hirðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorphirða Sorpa Loftslagsmál Gunnar Dofri Ólafsson Tengdar fréttir Hvað verður um pappírinn þinn? Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. 10. nóvember 2023 10:01 Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30 Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00 Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Plast er algjört undraefni. Það framlengir líftíma matvæla og er nauðsynlegt í heilbrigðisþjónustu og ýmsum iðnaði. En plast á sínar skuggahliðar. Við notum allt of mikið af því og framleiðendur mættu leggja sig betur fram við að framleiða og setja á markað plast sem er auðveldara að endurvinna. Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot, heldur brotnar það niður í smærri hluta og verður að endingu að örplasti. Margar gerðir plasts eru ágætis endurvinnsluefni og vel er hægt að hækka endurvinnsluhlutfallið með markvissri flokkun. Endurvinnlustöð Sorpu. Almenningur og fyrirtæki flokka umbúðaplast í sérstakar tunnur við húsvegg og á grenndarstöðvum. Árlega sendir SORPA um tvö þúsund tonn af plasti til frekari flokkunar og endurvinnslu og endurnýtingu í Evrópu. Það plast sem ekki er hægt að endurvinna fer í brennslu til orkuframleiðslu. Eins og hvert mannsbarn veit eftir að hafa lesið þessa greinaröð okkar upp til agna þá er endurvinnsla betri meðhöndlun en orkuvinnsla, og orkuvinnsla er skárri meðhöndlun en urðun. Plast er hins vegar ekki allt skapað jafnt. Sumt plast er betra en annað til endurvinnslu. Þumalputtareglan er að því einsleitari sem plaststraumur er, þeim mun auðveldara er að endurvinna plastið. Blöndun á mismunandi plasti leiðir því til lægra endurvinnsluhlutfalls og meira magn fer til orkuvinnslu. Og blöndun á plasti við önnur efni, til dæmis pappír eða málma, þýðir að endurvinnsluaðilar geta yfirleitt bara unnið einn efnisstraum. Því getur SORPA ekki breytt og því getur almenningur ekki breytt. En því geta vöruhönnuðir, framleiðendur, innflytjendur og markaðsaðilar breytt. Við köllum því eftir betra plasti á markað sem er auðveldara að endurvinna. Fjórir flokkar af plasti á endurvinnslustöðvum Til að auka endurvinnslumöguleika plasts er plast nú líka flokkað í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum SORPU. Það er ástæða fyrir því, við sitjum ekki allan daginn og reynum að fá hugmyndir til að flækja líf fólks að óþörfu. Ekki allan daginn. Flokkarnir eru: plastumbúðir (sama plast og má fara í tunnuna heima og á grenndarstöðvar), frauðplast, filmuplast og hart plast. Hver þessara plaststrauma þarf sértæka vinnslu hjá móttökuaðila. Með þessari flokkun er auðveldara fyrir móttökuaðila okkar að endurvinna plastið og hefur þessi fjórflokkun skilað sér í að umtalsvert meira af því plasti sem fólk hendir hjá SORPU er endurunnið, og minna er brennt til orkuvinnslu. Frauðplast er í þessu samhengi sérstaklega áhugavert. Með frauðplasti meinum við plastið sem er til dæmis utan um raftækin sem þú kaupir, en ekki bakkinn undan fiskinum. Bakkinn má fara í tunnuna heima, en við viljum alls ekki fá frauðplastið utan af raftækjunum í hana. Ef frauðplast blandast öðru plasti – sem allir sem hafa snert frauðplast vita að það gerist um leið og það molnar – þá rýrir það endurvinnslumöguleika annars plasts. Ef það er hins vegar flokkað frá er hægt að endurvinna það með tiltölulega góðum árangri, jafnvel allt að 80-90%. Þetta var plastið þitt. Í næstu viku ætlum við að segja þér hvað verður um það sem þú setur í nytjagáminn og er selt í Góða hirðinum.
Hvað verður um pappírinn þinn? Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. 10. nóvember 2023 10:01
Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30
Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun