Brúðkaup á Hvolsvelli í gær en óvissan alltumlykjandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 19:31 Daníel Thor og Edgar Alexander giftust á Hvolsvelli í gær og segja að dagurinn hafi verið fullkominn. Vísir/Einar Samkynhneigður ungur Venesúelamaður sem kom út úr skápnum á Íslandi óttast að vera sendur aftur heim þar sem hans bíði ofsóknir, mismunun og fordómar. Hann gekk að eiga mann drauma sinna á Hvolsvelli í gær sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. Edgar Alexander, 22 ára, kom til landsins í desember en Ísland varð fyrir valinu vegna sérstakrar viðbótarverndar sem Ísland veitti um tíma íbúum Venesúela. Hann kom hingað í góðri trú um að hér fengi hann að vera hann sjálfur. „Í Venesúela mega tveir karlmenn ekki giftast. Þetta er í rauninni mjög erfitt. Ég á samkynhneigða vini sem hafa þolað mikið misrétti og jafnvel verið drepnir,“ segir Edgar. Móðuramma Edgars greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og þegar ljóst var að henni var ekki hugað líf þá seldi hún húsið sitt sem dugði fyrir löglegum skilríkjum og ódýrasta farmiðanum til Íslands en hennar hinsta ósk var að koma barnabarni sínu í öruggt skjól. Á Íslandi kynntist hann Daníel Thor sem er íslenskur læknanemi. Edgar öðlaðist í fyrsta skiptið kjark til að koma út úr skápnum en það var á Reykjavík Pride sem þeir hittust fyrst. „Hann var að dansa fyrir dragdrottningu og það var mjög skemmtilegt að sjá og stuttu eftir það þá fluttum við inn saman og erum núna giftir þannig að þetta er búið að vera algjört ævintýri með honum," útskýrir Daníel. Þeir Daníel og Edgar giftu sig á Hvolsvelli í gær en amma Daníels er ættuð þaðan. „Okkur fannst bara mjög fallegt að geta fengið að giftast þar,“ segir Daníel sem segir að það besta við nýja eiginmanninn sinn væri hans hlýja hjarta. Þeir Daníel og Edgar kynntust fyrst á Reykjavík Pride en þeir eru yfir sig ástfangnir.Vísir/Einar Frásagnir Venesúelamannanna sem sneru heim með stuðningi íslenskra stjórnvalda á miðvikudag hafa skotið þeim sem eftir eru á Íslandi skelk í bringu en fjöldi þeirra hefur lýst endurteknum yfirheyrslum og myndatökum lögregluyfirvalda og því að hafa þurft að skrifa undir skjöl um að vera föðurlandssvikarar og allt án nokkurs einasta lögmanns. Edgar óttast að vera sendur aftur til Venesúela en hann bíður enn svars. Alls er óvíst hvort að breytt hjúskaparstaða Edgars breyti nokkru um mál hans því hún kemur til eftir að hann sækir um hæli. „Núna er hann eiginmaður minn og ég svo óskaplega hamingjusamur með hann við hlið mér. Hann styður mig svo vel á svona erfiðum tímum eins og nú,“ segir Edgar. „Það er mjög erfitt að vera Venesúelabúi núna, en hér á ég nýja íslenska fjölskyldu, nýja mömmu eiginmann og fjölskyldan er núna hluti af mér, Guð tók ömmu mína til sín og hún er núna á himnum en nú á ég þessa fjölskyldu,“ segir Edgar. Venesúela Rangárþing eystra Brúðkaup Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Edgar Alexander, 22 ára, kom til landsins í desember en Ísland varð fyrir valinu vegna sérstakrar viðbótarverndar sem Ísland veitti um tíma íbúum Venesúela. Hann kom hingað í góðri trú um að hér fengi hann að vera hann sjálfur. „Í Venesúela mega tveir karlmenn ekki giftast. Þetta er í rauninni mjög erfitt. Ég á samkynhneigða vini sem hafa þolað mikið misrétti og jafnvel verið drepnir,“ segir Edgar. Móðuramma Edgars greindist fyrir nokkrum árum með krabbamein og þegar ljóst var að henni var ekki hugað líf þá seldi hún húsið sitt sem dugði fyrir löglegum skilríkjum og ódýrasta farmiðanum til Íslands en hennar hinsta ósk var að koma barnabarni sínu í öruggt skjól. Á Íslandi kynntist hann Daníel Thor sem er íslenskur læknanemi. Edgar öðlaðist í fyrsta skiptið kjark til að koma út úr skápnum en það var á Reykjavík Pride sem þeir hittust fyrst. „Hann var að dansa fyrir dragdrottningu og það var mjög skemmtilegt að sjá og stuttu eftir það þá fluttum við inn saman og erum núna giftir þannig að þetta er búið að vera algjört ævintýri með honum," útskýrir Daníel. Þeir Daníel og Edgar giftu sig á Hvolsvelli í gær en amma Daníels er ættuð þaðan. „Okkur fannst bara mjög fallegt að geta fengið að giftast þar,“ segir Daníel sem segir að það besta við nýja eiginmanninn sinn væri hans hlýja hjarta. Þeir Daníel og Edgar kynntust fyrst á Reykjavík Pride en þeir eru yfir sig ástfangnir.Vísir/Einar Frásagnir Venesúelamannanna sem sneru heim með stuðningi íslenskra stjórnvalda á miðvikudag hafa skotið þeim sem eftir eru á Íslandi skelk í bringu en fjöldi þeirra hefur lýst endurteknum yfirheyrslum og myndatökum lögregluyfirvalda og því að hafa þurft að skrifa undir skjöl um að vera föðurlandssvikarar og allt án nokkurs einasta lögmanns. Edgar óttast að vera sendur aftur til Venesúela en hann bíður enn svars. Alls er óvíst hvort að breytt hjúskaparstaða Edgars breyti nokkru um mál hans því hún kemur til eftir að hann sækir um hæli. „Núna er hann eiginmaður minn og ég svo óskaplega hamingjusamur með hann við hlið mér. Hann styður mig svo vel á svona erfiðum tímum eins og nú,“ segir Edgar. „Það er mjög erfitt að vera Venesúelabúi núna, en hér á ég nýja íslenska fjölskyldu, nýja mömmu eiginmann og fjölskyldan er núna hluti af mér, Guð tók ömmu mína til sín og hún er núna á himnum en nú á ég þessa fjölskyldu,“ segir Edgar.
Venesúela Rangárþing eystra Brúðkaup Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00 Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. 17. nóvember 2023 11:00
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda