Þorleifur Ólafsson: „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:13 Lalli fer yfir málin með sínum konum Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann mjög öruggan 30 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna í dag. Lokatölur leiksins 93-63 en Grindvíkingur léku þennan „heimaleik“ í Smáranum í skugga jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga