Þorleifur Ólafsson: „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:13 Lalli fer yfir málin með sínum konum Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann mjög öruggan 30 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna í dag. Lokatölur leiksins 93-63 en Grindvíkingur léku þennan „heimaleik“ í Smáranum í skugga jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, Lalli eins og hann er oftast kallaður, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leik að honum væri í raun sama hvernig leikurinn færi. Hann sagði að 30 stiga stigur væri eiginlega hálfgert aukaatriði í stóra samhenginu. „Ég er einhvern veginn ekkert að pæla í því. „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Hvernig við dreifðum stigunum og héldum áfram allan leikinn. Ég hafði einhverjar lúmskar áhyggjur af því hvernig þetta myndi verða, en samt ekki.“ Það er erfitt fyrir Grindvíkinga að setja fullan fókus á körfubolta þessa dagana og þjálfarinn er engin undantekning frá því. Honum var þakklæti til þjóðarinnar efst í huga. „Ég vissi ekki alveg hvernig mér ætti að líða. Svo er þetta bara samstaða og allt Ísland að standa við bakið á Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þetta er ótrúlega fallegt.“ Þórsarar hafa hingað til verið þekktar fyrir baráttu og að gefast aldrei upp. Það má segja að Grindavík hafi náð að slá þær hressilega út af laginu í dag? „Klárlega. Svo er maður að reyna að vera einhver þjálfari í þessum aðstæðum og skoða tölfræðina, sóknarfráköst og eitthvað. Bryndís [aðstoðarþjálfari Grindavíkur, innsk. blm.] stóð sig vel og var að benda mér á ýmsa punkta eins og hún gerir alltaf. “ Þórsarar gerðu heiðarlega tilraun til endurkomu í upphafi seinni hálfleiks og eflaust fór um einhverja stuðningsmenn Grindavíkur þegar munurinn var allt í einu kominn niður í tíu stig. Lalli ákvað að taka ekki leikhlé og það skilaði sér heldur betur á vellinum. „Við vorum tíu stigum yfir og ef þær hefðu skorað hefði ég tekið leikhlé. En við vorum að fá fín færi en bara ekki að hitta. Ég var klár en þær náðu þessu ekki undir tíu þannig að þetta reddaðist.“ Það voru miklar tilfinningar í spilinu í dag, bæði innan vallar og utan. „Við þurfum að hafa pláss fyrir tilfinningarnar og gera mistök. Ég bað stelpurnar í hálfleik að lofa mér einu, að klikka úr skotum og gera mistök af því að ég vildi sjá það. Það var heldur betur helling af því en það er bara galið hvað þetta er fallegur dagur. Bara takk, allir.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Sjá meira