Þótt þú sért ekki að vinna getur þú samt átt gott líf Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 08:00 Vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Hér má sjá fyrsta orðið sem kom upp í huga nokkurra einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna veikinda: Kvíði Hræðsla Bugun Þunglyndi Sársauki Einmanaleiki Skilningsleysi Þreyta Sorg Lífsskerðing Ósanngjarnt Minna virði en aðrir Hvernig líður annars þeim sem dottið hafa út af vinnumarkaði? „Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar. Það er því ótrúlega erfitt að sætta sig við að brenna út í því og ég var viss um að það myndi aldrei gerast fyrir mig.” „Þetta er hræðilegt. Ég er svo mikil félagsvera.” „Ég upplifi mig minni máttar og er með mikla sektarkennd.” „Það er mjög andlega erfitt að geta ekki unnið.” „Mér finnst ég minna virði en aðrir.” „Ég upplifi mig ekki taka þátt og vera byrði.” „Mér finnst ég ekki vera hluti af samfélaginu.” Við höfum eflaust líka flest heyrt einhvern tímann setninguna: ,,Svo erum við að borga skatta til þess að fólk sem nennir ekki að vinna geti fengið bætur.” Það er svo sárt að heyra svona. Held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ég bara skil ekki að einhver haldi að þetta sé staðan. Skemmtilegt að hafa heyrt þetta í tæp 30 ár. Ónytjungur og byrði á þjóðfélaginu. Ef maður gæti bara skipt. Ég hef verið lengur á örorku en mig langar að muna. Bróðir minn sagði einmitt einu sinni við mig að vinnandi fólk gæti bara ekki haldið uppi öllum þessum öryrkjum. Ég er búin að vera öryrki í rúm 23 ár á lúsara örorkubótum. Ég á eftir 10.000 kr. af peningunum mínum fyrir mat o.fl. þegar búið er að borga reikninga. Mín helsta þrá er að geta unnið. Ég skil ekki þetta “að nenna ekki að vinna”? Ég er reið. Öðruvísi líf Eins og við vitum eru rætur fordóma oft skilningsleysi. Mér varð hugsað til þess um daginn af hverju málefni á borð við veikindaleyfi, endurhæfingu og örorku eru lítið sem ekkert tekin fyrir í kennslu til dæmis, þegar verið er að fjalla um lífið og atvinnumarkaðinn? Hvaðan á skilningurinn annars að koma? Það geta allir lent í því að missa heilsuna og fordómar eru ekki til þess að létta stöðuna. Sorg vegna langvarandi veikinda er raunveruleg og það er erfitt að þurfa að endurhugsa framtíðina vegna þessa, kyngja markmiðum og stolti. Vinna getur því miður ekki verið partur af lífi allra og sú umræða þarf líka pláss. Þegar ég var langt niðri vegna minnar stöðu var ein sem sagði við mig hughreystandi að þótt ég væri ekki að vinna gæti ég samt átt gott líf, bara öðruvísi líf. Fyrir utan veikindin og skertar tekjur, fannst mér það góður punktur. Okkur langar öllum að líða vel og innst inni eru bara allir að reyna sitt besta. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar. Hér má sjá fyrsta orðið sem kom upp í huga nokkurra einstaklinga sem eru óvinnufærir vegna veikinda: Kvíði Hræðsla Bugun Þunglyndi Sársauki Einmanaleiki Skilningsleysi Þreyta Sorg Lífsskerðing Ósanngjarnt Minna virði en aðrir Hvernig líður annars þeim sem dottið hafa út af vinnumarkaði? „Það eru algjör forréttindi að fá að vinna við það sem maður elskar. Það er því ótrúlega erfitt að sætta sig við að brenna út í því og ég var viss um að það myndi aldrei gerast fyrir mig.” „Þetta er hræðilegt. Ég er svo mikil félagsvera.” „Ég upplifi mig minni máttar og er með mikla sektarkennd.” „Það er mjög andlega erfitt að geta ekki unnið.” „Mér finnst ég minna virði en aðrir.” „Ég upplifi mig ekki taka þátt og vera byrði.” „Mér finnst ég ekki vera hluti af samfélaginu.” Við höfum eflaust líka flest heyrt einhvern tímann setninguna: ,,Svo erum við að borga skatta til þess að fólk sem nennir ekki að vinna geti fengið bætur.” Það er svo sárt að heyra svona. Held að fólk átti sig ekki á því hvað það er erfitt að geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ég bara skil ekki að einhver haldi að þetta sé staðan. Skemmtilegt að hafa heyrt þetta í tæp 30 ár. Ónytjungur og byrði á þjóðfélaginu. Ef maður gæti bara skipt. Ég hef verið lengur á örorku en mig langar að muna. Bróðir minn sagði einmitt einu sinni við mig að vinnandi fólk gæti bara ekki haldið uppi öllum þessum öryrkjum. Ég er búin að vera öryrki í rúm 23 ár á lúsara örorkubótum. Ég á eftir 10.000 kr. af peningunum mínum fyrir mat o.fl. þegar búið er að borga reikninga. Mín helsta þrá er að geta unnið. Ég skil ekki þetta “að nenna ekki að vinna”? Ég er reið. Öðruvísi líf Eins og við vitum eru rætur fordóma oft skilningsleysi. Mér varð hugsað til þess um daginn af hverju málefni á borð við veikindaleyfi, endurhæfingu og örorku eru lítið sem ekkert tekin fyrir í kennslu til dæmis, þegar verið er að fjalla um lífið og atvinnumarkaðinn? Hvaðan á skilningurinn annars að koma? Það geta allir lent í því að missa heilsuna og fordómar eru ekki til þess að létta stöðuna. Sorg vegna langvarandi veikinda er raunveruleg og það er erfitt að þurfa að endurhugsa framtíðina vegna þessa, kyngja markmiðum og stolti. Vinna getur því miður ekki verið partur af lífi allra og sú umræða þarf líka pláss. Þegar ég var langt niðri vegna minnar stöðu var ein sem sagði við mig hughreystandi að þótt ég væri ekki að vinna gæti ég samt átt gott líf, bara öðruvísi líf. Fyrir utan veikindin og skertar tekjur, fannst mér það góður punktur. Okkur langar öllum að líða vel og innst inni eru bara allir að reyna sitt besta. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun