Átjándi sigur Verstappen eftir mikla spennu Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2023 09:30 Red Bull ökumennirnir Max Verstappen og Sergio Perez fagna í nótt. Vísir/Getty Þrátt fyrir refsingu og árekstur var það heimsmeistarinn Max Verstappen sem fagnaði sigri í Formúlu 1 keppni næturinnar í Las Vegas. Sigurinn er sá átjándi hjá Verstappen á tímabilinu. Það var Charles Leclerc á Ferrari sem byrjaði á ráspól í Las Vegas í nótt en Verstappen í öðru sætinu. Kappaksturinn í nótt var nokkuð dramatískur og þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina í tvígang. Verstappen fékk refsingu þegar hann fór í sitt fyrsta þjónustuhlé. Hann tók þá fram úr Leclerc á ólöglegan hátt og þurfti Ferrariökumaðurinn að fara út fyrir brautina. Verstappen fékk fyrir þetta fimm sekúndna refsingu. Verstappen lenti einnig í árekstri við George Russel á Mercedes en Russel fékk refsingu fyrir það atvik. The stunning race-winning move for Max Verstappen on Charles Leclerc #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/vuPtUXRt2Y— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Verstappen nýtti sér það hins vegar vel þegar öryggisbíllinn kom út. Hann skipti um dekk og á nýjum dekkjum náði hann loks að taka fram úr Leclerc þegar þrettán hringir voru eftir af keppninni. Max Verstappen hefur nú unnið 18 sigra á tímabilinu og 53 sigra alls á ferlinum og er þar með búinn að jafna Sebastian Vettel í þriðja sæti yfir sigursælustu ökuþóra allra tíma. DRIVER STANDINGS @SChecoPerez has officially secured P2 in the championship! It's a @redbullracing 1-2! #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/SSQjaqWgXh— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Sergio Perez á Red Bull varð þriðji á eftir Verstappen og Leclerc og með því tryggir hann sér annað sætið í keppni ökuþóra og tvöfaldan sigur Red Bull á tímabilinu. Úrslit keppninnar í Las Vegas 1. Max Verstappen, Red Bull2. Charles Leclerc, Ferrari3. Sergio Perez, Red Bull4. Esteban Ocon, Alpine5. Lance Stroll, Aston Martin6. Carlos Sainz, Ferrari7. Lewis Hamilton, Mercedes8. George Russell, Mercedes9. Fernando Alonso, Aston Martin10. Oscar Piastri, McLaren Akstursíþróttir Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Það var Charles Leclerc á Ferrari sem byrjaði á ráspól í Las Vegas í nótt en Verstappen í öðru sætinu. Kappaksturinn í nótt var nokkuð dramatískur og þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina í tvígang. Verstappen fékk refsingu þegar hann fór í sitt fyrsta þjónustuhlé. Hann tók þá fram úr Leclerc á ólöglegan hátt og þurfti Ferrariökumaðurinn að fara út fyrir brautina. Verstappen fékk fyrir þetta fimm sekúndna refsingu. Verstappen lenti einnig í árekstri við George Russel á Mercedes en Russel fékk refsingu fyrir það atvik. The stunning race-winning move for Max Verstappen on Charles Leclerc #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/vuPtUXRt2Y— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Verstappen nýtti sér það hins vegar vel þegar öryggisbíllinn kom út. Hann skipti um dekk og á nýjum dekkjum náði hann loks að taka fram úr Leclerc þegar þrettán hringir voru eftir af keppninni. Max Verstappen hefur nú unnið 18 sigra á tímabilinu og 53 sigra alls á ferlinum og er þar með búinn að jafna Sebastian Vettel í þriðja sæti yfir sigursælustu ökuþóra allra tíma. DRIVER STANDINGS @SChecoPerez has officially secured P2 in the championship! It's a @redbullracing 1-2! #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/SSQjaqWgXh— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Sergio Perez á Red Bull varð þriðji á eftir Verstappen og Leclerc og með því tryggir hann sér annað sætið í keppni ökuþóra og tvöfaldan sigur Red Bull á tímabilinu. Úrslit keppninnar í Las Vegas 1. Max Verstappen, Red Bull2. Charles Leclerc, Ferrari3. Sergio Perez, Red Bull4. Esteban Ocon, Alpine5. Lance Stroll, Aston Martin6. Carlos Sainz, Ferrari7. Lewis Hamilton, Mercedes8. George Russell, Mercedes9. Fernando Alonso, Aston Martin10. Oscar Piastri, McLaren
Akstursíþróttir Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira