Allar líkur á að eitthvað finnist sem hefði aldrei valdið skaða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 10:29 Sigurdís og Margrét Ólafía voru gestir Bítisins í morgun. Læknar hafa töluverðar áhyggjur af nýrri rannsókn sem farið er að bjóða upp á, sem felur í sér segulómun alls líkamans. Þeir segja rangnefni að kalla rannsóknina „skimun“ og segja hana ekki munu gagnast þeim sem markaðssetningunni er miðað að. Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags heimilislækna, og Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir á Landspítalanum, ræddu við Bítið á Bylgjunni í morgun um svokallaða „heilskimun“ sem fyrirtækið Intuens býður nú upp á. Heilskimun Intuens felur í sér segulómskoðun á öllum líkamanum en á heimasíðu fyrirtækisins segir að niðurstöðurnar geri fólki kleift „að taka upplýstar ákvarðanir til að bæta lífsgæði þín og lengja gott líf“. Margrét og Sigurdís segja málið hins vegar ekki svo einfalt og Sigurdís segir í raun rangt að tala um skimun, sem sé orð sem notað er um skipulagt eftirlit vegna brjósta-, legháls- og bráðum ristilkrabbameina. „Að baki þessu liggja auðvitað áralangar rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi skimunar. En í tilviki þessara rannsókna, sem verið er að bjóða almenningi, þá hefur það hreinlega ekki sannað sig að þetta gagnist, til dæmis til að greina krabbamein snemma,“ segir Sigurdís. „Maður vill að skimun geti sýnt fram á að annað hvort lækka tíðni krabbameina eða greina þau snemma þannig að það hafi áhrif á lifun fólks.“ Margrét segir rannsóknir þvert á móti hafa sýnt að þegar allur líkaminn er skimaður þá finnist ýmislegt, þar sem manneskjur séu jafn misjafnar og þær séu margar. „Það vill svo til að hjá allt frá einum fimmta upp í rúmlega helming sem fara í svona rannsóknir kemur eitthvað í ljós sem er ekki eins og það ætti að vera. Og hvort sem það er eitthvað alvarlegt eða ekki, oftast er það ekki alvarlegt sem betur fer, þá þýðir það samt að það þarf að rannsaka það með frekari rannsóknum, jafnvel myndrannsóknum sem valda geislun og geta þannig aukið hættu á krabbameini, með inngripum, eftirliti, meðferð. Jafnvel stórum inngripum, svo sem aðgerðum eða sýnatökum sem geta haft skaðlegar afleiðingar fyrir heilsuna. Þannig að þarna fer fólk inn í von um að fá ákveðinn heilbrigðisstimpil en allar líkur eru á að eitthvað finnist sem myndi aldrei valda því skaða ef það vissi ekki af því.“ Margrét segir rannsóknir á borð við þessa þurfa að bæta líf og líðan fólks og rannsóknir sýni að svona heilskimanir geri það ekki. Því hafi fagfélög lækna út um allan heim mælt á móti þessari gerð af skimunum. „Einu tilfellin þar sem er læknisfræðileg ábending fyrir því að gera segulómun af öllum líkamanum er ef fólk ber ákveðið heilkenni sem heitir Li-Fraumeni og veldur því að það er mjög há áhætta á krabbameini á lífsleiðinni,“ segir Sigurdís. „Og það eru örfáar fjölskyldur með þetta heilkenni hér á landi og þær eru allar í eftirliti á Landspítalanum. Og þar beitum við þessari rannsókn.“ Margrét segir heimilslækna strax finna fyrir því að fólk sé að leita áfram eftir að hafa fengið niðurstöður úr heilskimun en þeir verði ekki einir um að verða fyrir auknu álagi. „Í þessum rannsóknum er algengt að það finnist það sem er kallað „incidentaloma“, sem eru fyrirferðir, oft á nýrnahettum en geta verið nokkurn veginn hvar sem er, sem þarfnast eftirfylgdar og inngripa og það eru líkur á að það muni auka komur til innkirtlafræðinga. Það hefur líka sýnt sig við svona skimanir að það sé gjarnan hnútur á skjaldkirtlinum, sem eru mjög algengir, og þeir krefjast þá inngripa af hálfu annað hvort röntgenlækna eða háls-, nef- og eyrnalækna. Þannig að maður sér fyrir sér að þetta geti komið fram á mörgum stöðum í heilbrigðiskerfinu án þess einmitt að bæta þá þjónustu sem er fyrir.“ Margrét segir rannsóknirnar geta valdið óþarfa áhyggjum, eftirliti og inngripum en þær geti einnig valdið greiningatöf; fólk geti freistast til að hunsa raunveruleg einkenni ef skammur tími er liðinn frá því að það fór í heilskimun. Sigurdís segir rannsóknina hafa lítið upp á sig fyrir almenning, sem sé almennt í lágri áhættu á að fá krabbamein. „Þetta er ekki sá hópur sem á að fara í svona, MRI eða segulómun af öllum líkamanum,“ segir hún. „Í raun og veru höfum við talsverðar áhyggjur af því hvernig þetta er makraðssett og höfum til dæmis undanfarna mánuði haft fréttir af því að ungt fólk með krabbamein, sem hefur fengið krabbamein, að því hefur verið sérstaklega boðið upp á þessar rannsóknir og eins og þið sjáið fyrir ykkur þá er það viðkvæmur hópur,“ segir Sigurdís. Aðspurð um fornvarnargildið segir Margrét fornvarnir felast í heilbrigðum lífstíl. Hún tekur undir að vissulega vilji fólk vita ef eitthvað óheillavænlegt sé að gerast í líkamanum. Þess vegna þarf maður að venja sig við að hlusta á líkamann og treysta þeim einkennum sem koma fram en ekki lifa í sífelldri hræðslu um að eitthvað sé að gerast sem maður finnur ekki fyrir,“ segir hún. Sigurdís segir margt spennandi á döfinni hvað varðar greiningar og til að mynda megi sjá fyrir sér að innan áratugs verði komið blóðpróf til að skima fyrir krabbameinum, fyrir almenning. Margrét segir þó ekki komið að því enn sem komið er, vísindalegar aðferðir verði að byggja á gagnreyndum rannsóknum. Heilbrigðismál Bítið Krabbamein Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags heimilislækna, og Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir á Landspítalanum, ræddu við Bítið á Bylgjunni í morgun um svokallaða „heilskimun“ sem fyrirtækið Intuens býður nú upp á. Heilskimun Intuens felur í sér segulómskoðun á öllum líkamanum en á heimasíðu fyrirtækisins segir að niðurstöðurnar geri fólki kleift „að taka upplýstar ákvarðanir til að bæta lífsgæði þín og lengja gott líf“. Margrét og Sigurdís segja málið hins vegar ekki svo einfalt og Sigurdís segir í raun rangt að tala um skimun, sem sé orð sem notað er um skipulagt eftirlit vegna brjósta-, legháls- og bráðum ristilkrabbameina. „Að baki þessu liggja auðvitað áralangar rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi skimunar. En í tilviki þessara rannsókna, sem verið er að bjóða almenningi, þá hefur það hreinlega ekki sannað sig að þetta gagnist, til dæmis til að greina krabbamein snemma,“ segir Sigurdís. „Maður vill að skimun geti sýnt fram á að annað hvort lækka tíðni krabbameina eða greina þau snemma þannig að það hafi áhrif á lifun fólks.“ Margrét segir rannsóknir þvert á móti hafa sýnt að þegar allur líkaminn er skimaður þá finnist ýmislegt, þar sem manneskjur séu jafn misjafnar og þær séu margar. „Það vill svo til að hjá allt frá einum fimmta upp í rúmlega helming sem fara í svona rannsóknir kemur eitthvað í ljós sem er ekki eins og það ætti að vera. Og hvort sem það er eitthvað alvarlegt eða ekki, oftast er það ekki alvarlegt sem betur fer, þá þýðir það samt að það þarf að rannsaka það með frekari rannsóknum, jafnvel myndrannsóknum sem valda geislun og geta þannig aukið hættu á krabbameini, með inngripum, eftirliti, meðferð. Jafnvel stórum inngripum, svo sem aðgerðum eða sýnatökum sem geta haft skaðlegar afleiðingar fyrir heilsuna. Þannig að þarna fer fólk inn í von um að fá ákveðinn heilbrigðisstimpil en allar líkur eru á að eitthvað finnist sem myndi aldrei valda því skaða ef það vissi ekki af því.“ Margrét segir rannsóknir á borð við þessa þurfa að bæta líf og líðan fólks og rannsóknir sýni að svona heilskimanir geri það ekki. Því hafi fagfélög lækna út um allan heim mælt á móti þessari gerð af skimunum. „Einu tilfellin þar sem er læknisfræðileg ábending fyrir því að gera segulómun af öllum líkamanum er ef fólk ber ákveðið heilkenni sem heitir Li-Fraumeni og veldur því að það er mjög há áhætta á krabbameini á lífsleiðinni,“ segir Sigurdís. „Og það eru örfáar fjölskyldur með þetta heilkenni hér á landi og þær eru allar í eftirliti á Landspítalanum. Og þar beitum við þessari rannsókn.“ Margrét segir heimilslækna strax finna fyrir því að fólk sé að leita áfram eftir að hafa fengið niðurstöður úr heilskimun en þeir verði ekki einir um að verða fyrir auknu álagi. „Í þessum rannsóknum er algengt að það finnist það sem er kallað „incidentaloma“, sem eru fyrirferðir, oft á nýrnahettum en geta verið nokkurn veginn hvar sem er, sem þarfnast eftirfylgdar og inngripa og það eru líkur á að það muni auka komur til innkirtlafræðinga. Það hefur líka sýnt sig við svona skimanir að það sé gjarnan hnútur á skjaldkirtlinum, sem eru mjög algengir, og þeir krefjast þá inngripa af hálfu annað hvort röntgenlækna eða háls-, nef- og eyrnalækna. Þannig að maður sér fyrir sér að þetta geti komið fram á mörgum stöðum í heilbrigðiskerfinu án þess einmitt að bæta þá þjónustu sem er fyrir.“ Margrét segir rannsóknirnar geta valdið óþarfa áhyggjum, eftirliti og inngripum en þær geti einnig valdið greiningatöf; fólk geti freistast til að hunsa raunveruleg einkenni ef skammur tími er liðinn frá því að það fór í heilskimun. Sigurdís segir rannsóknina hafa lítið upp á sig fyrir almenning, sem sé almennt í lágri áhættu á að fá krabbamein. „Þetta er ekki sá hópur sem á að fara í svona, MRI eða segulómun af öllum líkamanum,“ segir hún. „Í raun og veru höfum við talsverðar áhyggjur af því hvernig þetta er makraðssett og höfum til dæmis undanfarna mánuði haft fréttir af því að ungt fólk með krabbamein, sem hefur fengið krabbamein, að því hefur verið sérstaklega boðið upp á þessar rannsóknir og eins og þið sjáið fyrir ykkur þá er það viðkvæmur hópur,“ segir Sigurdís. Aðspurð um fornvarnargildið segir Margrét fornvarnir felast í heilbrigðum lífstíl. Hún tekur undir að vissulega vilji fólk vita ef eitthvað óheillavænlegt sé að gerast í líkamanum. Þess vegna þarf maður að venja sig við að hlusta á líkamann og treysta þeim einkennum sem koma fram en ekki lifa í sífelldri hræðslu um að eitthvað sé að gerast sem maður finnur ekki fyrir,“ segir hún. Sigurdís segir margt spennandi á döfinni hvað varðar greiningar og til að mynda megi sjá fyrir sér að innan áratugs verði komið blóðpróf til að skima fyrir krabbameinum, fyrir almenning. Margrét segir þó ekki komið að því enn sem komið er, vísindalegar aðferðir verði að byggja á gagnreyndum rannsóknum.
Heilbrigðismál Bítið Krabbamein Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira