Verndun og eyðilegging þjóðsagnastaða Jón Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 10:30 Í lögum um minjavernd nr. 80/2012 er fjallað um mannvirki og landslag sem er friðað. Í yfirliti um staði sem njóta slíkrar verndar eru nefndir „þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“ Staðir tengdir þjóðsagnahefð og þjóðtrú hafa augljósa sérstöðu, því þarna er um huglægan menningararf að ræða. Langflestir sögustaðir eru einfaldlega staðsettir í landslaginu, einmitt án þess að það sjáist á þeim nokkur ummerki sem staðfesta þjóðsöguna. Til að fornleifar séu friðaðar þurfa þær samkvæmt lögunum að vera 100 ára eða eldri. Það virðist ljóst að þetta á líka við um þjóðsagnastaði, munnmæli um þá þurfa að hafa verið skrásett fyrir meira en 100 árum til að þeir séu friðaðir. Það er þó ekki sjálfgefið að svo sé, enda eðli munnmæla að þau ganga frá manni til manns og bara örlítið brot af þjóðsagnaarfinum birtist í þjóðsagnasöfnum sem prentuð voru fyrir meira en öld. Topphóll eyðilagður Á þessu ári var Topphóll á jörðinni Dilksnesi, í nágrenni Hafnar í Hornafirði, sprengdur upp. Þetta var gert í þágu vegagerðar, efnistöku og umferðaröryggis. Í undirbúningsferlinu fyrir vegagerðina komu fram ábendingar um að heimildir væru um að hóllinn væri álfakirkja. Í örnefnaskrá fyrir Dilksnes frá árinu 1973 eftir Jón Björnsson segir um Topphól: „Hann er stuðlabergshóll og að ætlun manna álfakirkja.“ Fleiri vitnuðu um munnmæli og sagnir í sömu átt. Það kom einnig í ljós að mörgum heimamönnum þótti vænt um þetta kennileiti og fleirum fannst ástæðulaust að eyðileggja þessa fallegu náttúrusmíð. Fréttir birtust í fjölmiðlum og umræða varð á samfélagsmiðlum. Bæjarstjórnin lýsti yfir að hún harmaði að gildi Topphóls sem minjastaðar hefði ekki komið fram í fornleifaskráningu og vegna munnmælanna var gerð leit að eldri prentuðum þjóðsögnum en því sem birtist í örnefnaskránni. Þær fundust ekki, þótt fleiri vitnuðu um eldra fólk sem hafði þekkt og miðlað þessum munnmælum. Niðurstaðan varð sú að hóllinn var sprengdur upp og heyrir nú sögunni til. Hvað getum við lært? Getum við lært eitthvað af þessu dæmi um Topphól? Er með einhverjum hætti hægt að bæta regluverkið og stjórnsýsluna? Í nýrri skýrslu um Minjavernd sem unnin var fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kemur fram að ný lög um minjavernd séu í undirbúningi. Í slíku ferli gefast stofnunum, fræðifólki og almenningi tækifæri til að koma fram með ábendingar. Af grein sem birtist á vef Minjastofnunar sem gaf álit um hólinn má ráða, að ef til hefði verið 100 ára gömul pappírsútgáfa munnmælanna um að Topphóll væri talinn álfakirkja, þá hefði það dugað til að vernda hólinn. Minjastofnun bendir einnig á í lokaorðum greinarinnar að best hefði verið að vernda Topphól með svokallaðri hverfisvernd í aðalskipulagi. Kannski þarf að gera átak í slíkri verndun um land allt og koma álagablettum, álfakirkjum og dvergasteinum þannig í skjól. Ef við viljum vernda þá. Og það er alveg hægt að gera þetta. Í Grundarfirði er t.d. nýlegt skipulag þar sem gert er ráð fyrir huldufólksbyggð inni í bænum. Átak í grunnskráningu fornminja Ein lausnin hlýtur að vera átak í skráningu. Það er beinlínis skammarlegt að ekki skuli vera búið að ljúka grunnskráningu fornminja um land allt. Landmikil en fámenn sveitarfélög hafa mörg ekki lokið þeirri vinnu, þó að í minjalögum segi: „Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi.“ Úr þessu verður að bæta og til þess þarf átaksverkefni. Fornleifaskráning um land allt er algjört lykilatriði og það þarf jafnframt að vera opin leið fyrir almenning til að koma ábendingum um viðbætur á framfæri við eldri skráningar, að virkja almenning til þátttöku. Um leið þarf að nálgast fornleifaskráninguna með þverfaglegri hætti en gert hefur verið, þarna þarf sérfræðikunnáttu bæði þjóðfræðinga og fornleifafræðinga. Lykilhugtakið virðing Fyrir aldarfjórðung kom út merkileg fræðigrein eftir Valdimar Tr. Hafstein nú prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Respect fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn. Þar er fjallað um samspil náttúruverndar og álfatrúar og Valdimar segir að virki hlutinn af trú á tilvist huldufólks á þeim tímum sé virðing fyrir huldubyggðum í klettum og steinum. Ný könnun sem Terry Gunnell prófessor emeritus í þjóðfræði gerði í sumar staðfestir svo enn á ný að meirihluti fólks er ekki tilbúið að afneita tilvist huldra vætta. Yfir helmingur þátttakenda telur tilvist huldufólks mögulega, líklega eða örugga. Síðasta áratug höfum við Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktor í þjóðfræði, safnað og rannsakað sögur af álagablettum á Ströndum og rætt um þær við allskonar fólk, m.a. landeigendur og bændur sem sýndu okkur álagastaði í sinni landareign. Í þeirri rannsókn kom vel í ljós hversu marglaga og flókin þessi hugmynd um virðingu er og hversu mikið lykilhugtak er hér á ferðinni. Þarna er nefnilega ekki bara um að ræða virðingu og trú á tilvist huldra vætta, sú hugmynd þarf ekkert endilega að vera fyrir hendi til að fólk beri virðingu fyrir þjóðsagnastöðum og þyki vænt um þá. Stundum snýr virðingin einfaldlega að sögustöðum, gömlum sögnum og þjóðsögum. Stundum tengist hún líka væntumþykju til náttúrunnar og er samtvinnuð náttúruverndarhugmyndum. Loks sögðu sumir viðmælendur okkar að það væri sjálfsagt að bera virðingu fyrir hugmyndum þeirra sem tryðu á tilvist huldufólksins og segðust sjá slíkar verur, þótt það væri sjálft efins um tilvist þeirra og hefði aldrei séð neitt slíkt. Vöndum til verka Mikilvægast til að bæta stöðu mála er að vinna að skráningarátaki, til að hægt sé að tryggja að fagleg vinnubrögð við undirbúning framkvæmda byggi á þekkingu og yfirsýn. Þetta á við um grunnskráningu fornminja í landslaginu, en líka þarf nýtt átak við skráningu munnmæla í samtímanum og frekari kortlagningu á þeim þjóðsagnaarfi sem þegar er aðgengilegur í bókum, handritum og gagnasöfnum. Höfundur er þjóðfræðingur og starfar hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Stjórnsýsla Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í lögum um minjavernd nr. 80/2012 er fjallað um mannvirki og landslag sem er friðað. Í yfirliti um staði sem njóta slíkrar verndar eru nefndir „þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð.“ Staðir tengdir þjóðsagnahefð og þjóðtrú hafa augljósa sérstöðu, því þarna er um huglægan menningararf að ræða. Langflestir sögustaðir eru einfaldlega staðsettir í landslaginu, einmitt án þess að það sjáist á þeim nokkur ummerki sem staðfesta þjóðsöguna. Til að fornleifar séu friðaðar þurfa þær samkvæmt lögunum að vera 100 ára eða eldri. Það virðist ljóst að þetta á líka við um þjóðsagnastaði, munnmæli um þá þurfa að hafa verið skrásett fyrir meira en 100 árum til að þeir séu friðaðir. Það er þó ekki sjálfgefið að svo sé, enda eðli munnmæla að þau ganga frá manni til manns og bara örlítið brot af þjóðsagnaarfinum birtist í þjóðsagnasöfnum sem prentuð voru fyrir meira en öld. Topphóll eyðilagður Á þessu ári var Topphóll á jörðinni Dilksnesi, í nágrenni Hafnar í Hornafirði, sprengdur upp. Þetta var gert í þágu vegagerðar, efnistöku og umferðaröryggis. Í undirbúningsferlinu fyrir vegagerðina komu fram ábendingar um að heimildir væru um að hóllinn væri álfakirkja. Í örnefnaskrá fyrir Dilksnes frá árinu 1973 eftir Jón Björnsson segir um Topphól: „Hann er stuðlabergshóll og að ætlun manna álfakirkja.“ Fleiri vitnuðu um munnmæli og sagnir í sömu átt. Það kom einnig í ljós að mörgum heimamönnum þótti vænt um þetta kennileiti og fleirum fannst ástæðulaust að eyðileggja þessa fallegu náttúrusmíð. Fréttir birtust í fjölmiðlum og umræða varð á samfélagsmiðlum. Bæjarstjórnin lýsti yfir að hún harmaði að gildi Topphóls sem minjastaðar hefði ekki komið fram í fornleifaskráningu og vegna munnmælanna var gerð leit að eldri prentuðum þjóðsögnum en því sem birtist í örnefnaskránni. Þær fundust ekki, þótt fleiri vitnuðu um eldra fólk sem hafði þekkt og miðlað þessum munnmælum. Niðurstaðan varð sú að hóllinn var sprengdur upp og heyrir nú sögunni til. Hvað getum við lært? Getum við lært eitthvað af þessu dæmi um Topphól? Er með einhverjum hætti hægt að bæta regluverkið og stjórnsýsluna? Í nýrri skýrslu um Minjavernd sem unnin var fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kemur fram að ný lög um minjavernd séu í undirbúningi. Í slíku ferli gefast stofnunum, fræðifólki og almenningi tækifæri til að koma fram með ábendingar. Af grein sem birtist á vef Minjastofnunar sem gaf álit um hólinn má ráða, að ef til hefði verið 100 ára gömul pappírsútgáfa munnmælanna um að Topphóll væri talinn álfakirkja, þá hefði það dugað til að vernda hólinn. Minjastofnun bendir einnig á í lokaorðum greinarinnar að best hefði verið að vernda Topphól með svokallaðri hverfisvernd í aðalskipulagi. Kannski þarf að gera átak í slíkri verndun um land allt og koma álagablettum, álfakirkjum og dvergasteinum þannig í skjól. Ef við viljum vernda þá. Og það er alveg hægt að gera þetta. Í Grundarfirði er t.d. nýlegt skipulag þar sem gert er ráð fyrir huldufólksbyggð inni í bænum. Átak í grunnskráningu fornminja Ein lausnin hlýtur að vera átak í skráningu. Það er beinlínis skammarlegt að ekki skuli vera búið að ljúka grunnskráningu fornminja um land allt. Landmikil en fámenn sveitarfélög hafa mörg ekki lokið þeirri vinnu, þó að í minjalögum segi: „Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi.“ Úr þessu verður að bæta og til þess þarf átaksverkefni. Fornleifaskráning um land allt er algjört lykilatriði og það þarf jafnframt að vera opin leið fyrir almenning til að koma ábendingum um viðbætur á framfæri við eldri skráningar, að virkja almenning til þátttöku. Um leið þarf að nálgast fornleifaskráninguna með þverfaglegri hætti en gert hefur verið, þarna þarf sérfræðikunnáttu bæði þjóðfræðinga og fornleifafræðinga. Lykilhugtakið virðing Fyrir aldarfjórðung kom út merkileg fræðigrein eftir Valdimar Tr. Hafstein nú prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Respect fyrir steinum: Álfatrú og náttúrusýn. Þar er fjallað um samspil náttúruverndar og álfatrúar og Valdimar segir að virki hlutinn af trú á tilvist huldufólks á þeim tímum sé virðing fyrir huldubyggðum í klettum og steinum. Ný könnun sem Terry Gunnell prófessor emeritus í þjóðfræði gerði í sumar staðfestir svo enn á ný að meirihluti fólks er ekki tilbúið að afneita tilvist huldra vætta. Yfir helmingur þátttakenda telur tilvist huldufólks mögulega, líklega eða örugga. Síðasta áratug höfum við Dagrún Ósk Jónsdóttir, doktor í þjóðfræði, safnað og rannsakað sögur af álagablettum á Ströndum og rætt um þær við allskonar fólk, m.a. landeigendur og bændur sem sýndu okkur álagastaði í sinni landareign. Í þeirri rannsókn kom vel í ljós hversu marglaga og flókin þessi hugmynd um virðingu er og hversu mikið lykilhugtak er hér á ferðinni. Þarna er nefnilega ekki bara um að ræða virðingu og trú á tilvist huldra vætta, sú hugmynd þarf ekkert endilega að vera fyrir hendi til að fólk beri virðingu fyrir þjóðsagnastöðum og þyki vænt um þá. Stundum snýr virðingin einfaldlega að sögustöðum, gömlum sögnum og þjóðsögum. Stundum tengist hún líka væntumþykju til náttúrunnar og er samtvinnuð náttúruverndarhugmyndum. Loks sögðu sumir viðmælendur okkar að það væri sjálfsagt að bera virðingu fyrir hugmyndum þeirra sem tryðu á tilvist huldufólksins og segðust sjá slíkar verur, þótt það væri sjálft efins um tilvist þeirra og hefði aldrei séð neitt slíkt. Vöndum til verka Mikilvægast til að bæta stöðu mála er að vinna að skráningarátaki, til að hægt sé að tryggja að fagleg vinnubrögð við undirbúning framkvæmda byggi á þekkingu og yfirsýn. Þetta á við um grunnskráningu fornminja í landslaginu, en líka þarf nýtt átak við skráningu munnmæla í samtímanum og frekari kortlagningu á þeim þjóðsagnaarfi sem þegar er aðgengilegur í bókum, handritum og gagnasöfnum. Höfundur er þjóðfræðingur og starfar hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum – Þjóðfræðistofu.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun