Sverrir segir frásögn Birgis af ungabarni í bakaraofni fráleita Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2023 14:51 Inga hafði aldrei heyrt aðra eins ræðu og þá sem Birgir flutti en Sverrir segir hroðalegar frásagnir af voðaverkum Hamas ekki standast. vísir/vilhelm Sverrir Agnarsson, sem eitt sinn var formaður Félags múslima á Íslandi, segir frásögn Birgis Þórarinssonar alþingismanns af voðaverkum Hamas í besta falli bull. Birgir hélt þrumuræðu í tengslum við atkvæðagreiðsluna þegar þingið samþykkti ályktun þess efnis að fordæma voðaverk Hamas sem og árásir Ísraelsmanna á Gaza. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist aldrei hafa upplifað aðra eins frásögn úr ræðustóli alþingis og þá sem Birgir fór með. „Engin orð fá þessum hryllingi lýst, en það gerir Birgir Þórarinsson af einlægni og af öllu sínu hjarta. Takk fyrir að opna augu mín og vonandi margra fleiri sem hafa dæmt án þess að hafa nægar forsendur til. Já hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum, hver hefði trúað því að ófædd börn væru skorin úr móðurkviði, hver hefði trúað því að kornabarn væri tekið og bakað í í ofni ? hvernig getur nokkur trúað þvílíkri grimmd,“ spyr Inga og það gera fleiri. Ræða Birgis Ræða Birgis vakti nokkra athygli. Úr ræðunni: „Frú forseti. Ég er nýkominn frá þessu átakasvæði þar sem ég var í eina viku og byrjaði á því að funda með palestínskum stjórnvöldum í Ramallah og fundaði síðan með ísraelskum stjórnvöldum. Ég var í hópi 16 þingmanna frá sjö löndum, 16 þingmanna Evrópusambandsins. Ég heimsótti samyrkjubú þar sem þessi hroðalegu hryðjuverk Hamas-samtakanna áttu sér stað. Það mun aldrei á minni ævi líða mér úr minni og það er erfitt að segja frá því sem við sáum og við heyrðum. Það er rétt að taka það fram að það er verið að mótmæla þessu stríði víða í Evrópu, London og menn segja þar í þessum mótmælum að þetta sé allt lygi, hvernig Hamas kom fram við óbreytta borgara. En það er nú einu sinni þannig að þessi hryðjuverkamenn höfðu myndavélar framan á sér, svokallaðar búkmyndavélar, og tóku upp allt sem þeir gerðu. Þegar tókst að fella þá tóku Ísraelsmenn þessar upptökur og hafa sett saman. Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakaraofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Svo mörg voru þau orð. Aðeins eitt barn á listanum Sverrir Agnarsson telur einboðið að Birgi hafi tekist að sannfæra félaga sína í utanríkismálanefnd, þegar hún ályktaði um atburðina í Palestínu þar sem hann fór um með myndband frá IDF og kynnir sem staðreyndir. „Ég reikna með að honum hafi tekist sýna það félögum sínum í nefndinni í umræðum um málið en hann nefndi 40 afhöfðuð ungabörn,“ segir Sverrir. Hann vilji ekki fara í flóknar ályktanir um hver skaut á hvað en það sé nú smátt og smátt að koma í ljós. „Heldur fór ég einfaldalega yfir listann sem Ísraelar hafa nú birt yfir nöfn og aldur fórnalambanna og á honum er – EITT UNGA BARN –10 mánaða gamalt – Millie Cohen – einu of mikið en hún lenti í skotlínu milli Hamas og IDF og varð því miður fyrir kúlu frá Hamas.“ Sverrir segir að þegar þetta var rekið ofan í IDF þá hafi sagan um barn steikt í ofni orðið til sem viðleitni í þá átt að viðhalda skrímslavæðingu Hamas. „En sönnunargögnin fyrir þeirri sögu er plastpoki með líkamsleifum sem hafið verið hitaður upp á ofni og leifarnar voru af nokkrum einstaklingum sem voru sprengdir í loft upp af ísaelskum þyrlum.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Birgir hélt þrumuræðu í tengslum við atkvæðagreiðsluna þegar þingið samþykkti ályktun þess efnis að fordæma voðaverk Hamas sem og árásir Ísraelsmanna á Gaza. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist aldrei hafa upplifað aðra eins frásögn úr ræðustóli alþingis og þá sem Birgir fór með. „Engin orð fá þessum hryllingi lýst, en það gerir Birgir Þórarinsson af einlægni og af öllu sínu hjarta. Takk fyrir að opna augu mín og vonandi margra fleiri sem hafa dæmt án þess að hafa nægar forsendur til. Já hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum, hver hefði trúað því að ófædd börn væru skorin úr móðurkviði, hver hefði trúað því að kornabarn væri tekið og bakað í í ofni ? hvernig getur nokkur trúað þvílíkri grimmd,“ spyr Inga og það gera fleiri. Ræða Birgis Ræða Birgis vakti nokkra athygli. Úr ræðunni: „Frú forseti. Ég er nýkominn frá þessu átakasvæði þar sem ég var í eina viku og byrjaði á því að funda með palestínskum stjórnvöldum í Ramallah og fundaði síðan með ísraelskum stjórnvöldum. Ég var í hópi 16 þingmanna frá sjö löndum, 16 þingmanna Evrópusambandsins. Ég heimsótti samyrkjubú þar sem þessi hroðalegu hryðjuverk Hamas-samtakanna áttu sér stað. Það mun aldrei á minni ævi líða mér úr minni og það er erfitt að segja frá því sem við sáum og við heyrðum. Það er rétt að taka það fram að það er verið að mótmæla þessu stríði víða í Evrópu, London og menn segja þar í þessum mótmælum að þetta sé allt lygi, hvernig Hamas kom fram við óbreytta borgara. En það er nú einu sinni þannig að þessi hryðjuverkamenn höfðu myndavélar framan á sér, svokallaðar búkmyndavélar, og tóku upp allt sem þeir gerðu. Þegar tókst að fella þá tóku Ísraelsmenn þessar upptökur og hafa sett saman. Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakaraofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Svo mörg voru þau orð. Aðeins eitt barn á listanum Sverrir Agnarsson telur einboðið að Birgi hafi tekist að sannfæra félaga sína í utanríkismálanefnd, þegar hún ályktaði um atburðina í Palestínu þar sem hann fór um með myndband frá IDF og kynnir sem staðreyndir. „Ég reikna með að honum hafi tekist sýna það félögum sínum í nefndinni í umræðum um málið en hann nefndi 40 afhöfðuð ungabörn,“ segir Sverrir. Hann vilji ekki fara í flóknar ályktanir um hver skaut á hvað en það sé nú smátt og smátt að koma í ljós. „Heldur fór ég einfaldalega yfir listann sem Ísraelar hafa nú birt yfir nöfn og aldur fórnalambanna og á honum er – EITT UNGA BARN –10 mánaða gamalt – Millie Cohen – einu of mikið en hún lenti í skotlínu milli Hamas og IDF og varð því miður fyrir kúlu frá Hamas.“ Sverrir segir að þegar þetta var rekið ofan í IDF þá hafi sagan um barn steikt í ofni orðið til sem viðleitni í þá átt að viðhalda skrímslavæðingu Hamas. „En sönnunargögnin fyrir þeirri sögu er plastpoki með líkamsleifum sem hafið verið hitaður upp á ofni og leifarnar voru af nokkrum einstaklingum sem voru sprengdir í loft upp af ísaelskum þyrlum.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira