Ábyrgð okkar allra gagnvart Grindvíkingum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 22. nóvember 2023 10:30 Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna. Þetta nefni ég ekki til upphefja sjálfan mig heldur sem dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem ég og hundruð annara sjálfboðaliða frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Rauða Kross Íslands hafa fundið til nú þegar íbúar Grindavíkur ganga í gegnum skelfilegar náttúruhamfarir. Þúsundir annara Íslendinga og fjölmörg fyrirtæki hafa einnig fundið til þessarar samfélagslegu ábyrgðar og boðið fram húsnæði, föt, þjónustu og vörur til þess að létta undir íbúum Grindavíkur á þessum erfiðu tímum. Það að sýna samfélagslega ábyrgð er ekki skylda, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki, heldur er það drifið áfram af samkennd með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika. Fyrir rúmum áratug vann ég fyrir eitt stærsta fyrirtæki heims í deild sem einblíndi á það að aðstoða lönd og hjálparstofnanir þegar náttúruhamfarir dundu yfir. Þar lærði ég að það búa nokkrar aðstæður að baki þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð á slíkum tímum. Ein slíkra ástæðna eru beinir viðskiptalegir hagsmunir. Þegar viðskiptavinir lenda í ófyrirsjáanlegum áföllum þá er það til góðs fyrir fyrirtækið til lengri tíma að aðstoða viðskiptavini við að komast sem fyrst út úr áfallinu og komast aftur af stað. Önnur ástæða er ímynd fyrirtækisins og viðskiptavild. Það er tekið eftir því þegar fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og sannleikurinn er sá að það getur haft mjög jákvæð áhrif á framtíð fyrirtækisins. Viðskiptavinir kaupa nefnilega frekar þjónustu og vörur af fyrirtækjum sem að standa með fólki á erfiðum tímum. Þriðja ástæðan er sú að það hefur sýnt sig að starfsmannavelta hjá fyrirtækjum sem sýna samfélagslega ábyrgð er lægri. Starfsfólk vill vinna hjá fyrirtækjum sem sýna samkennd með fólki í neyð. Fyrirtækjum sem átta sig á því að skammtíma neikvæð áhrif á gróða geta leitt til jákvæðra áhrifa til lengri tíma. Það fylgja því ýmis samlegðaráhrif fyrir fyrirtæki að axla samfélagslega ábyrgð. Við getum sem samfélag þó ekki stólað einungis á það að fyrirtæki og einstaklingar hlaupi undir bagga á þessum erfiðum tímum. Sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni. Það er ljóst að Grindvíkingar muni ekki geta snúið til baka í húsnæðið sitt í bráð og því þarf ríkisstjórnin að tryggja öllum Grindvíkingum húsnæði. Þegar er búið að úthluta um hundrað fjölskyldum húsnæði en að minnsta kosti sex hundruð fjölskyldur bíða enn. Auk þessa þurfa stjórnvöld að tryggja afkomu fólks tímabundið sem og húsnæðisstuðning vegna komandi leigugreiðslna og afborgana af húsnæði í Grindavík. Ein leið til þess væri að þrýsta á fjármálafyrirtæki að frysta lán og fella niður vaxtagreiðslur, og verðbætur á vexti, á meðan á þessu óvissuástandi stendur. Nú reynir virkilega á það að ríkisstjórnin og íslensk fyrirtæki taki höndum saman og sýni í verki samfélagslega ábyrgð gagnvart Grindvíkingum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Grindavík Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna. Þetta nefni ég ekki til upphefja sjálfan mig heldur sem dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem ég og hundruð annara sjálfboðaliða frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Rauða Kross Íslands hafa fundið til nú þegar íbúar Grindavíkur ganga í gegnum skelfilegar náttúruhamfarir. Þúsundir annara Íslendinga og fjölmörg fyrirtæki hafa einnig fundið til þessarar samfélagslegu ábyrgðar og boðið fram húsnæði, föt, þjónustu og vörur til þess að létta undir íbúum Grindavíkur á þessum erfiðu tímum. Það að sýna samfélagslega ábyrgð er ekki skylda, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki, heldur er það drifið áfram af samkennd með þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika. Fyrir rúmum áratug vann ég fyrir eitt stærsta fyrirtæki heims í deild sem einblíndi á það að aðstoða lönd og hjálparstofnanir þegar náttúruhamfarir dundu yfir. Þar lærði ég að það búa nokkrar aðstæður að baki þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð á slíkum tímum. Ein slíkra ástæðna eru beinir viðskiptalegir hagsmunir. Þegar viðskiptavinir lenda í ófyrirsjáanlegum áföllum þá er það til góðs fyrir fyrirtækið til lengri tíma að aðstoða viðskiptavini við að komast sem fyrst út úr áfallinu og komast aftur af stað. Önnur ástæða er ímynd fyrirtækisins og viðskiptavild. Það er tekið eftir því þegar fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð á erfiðum tímum og sannleikurinn er sá að það getur haft mjög jákvæð áhrif á framtíð fyrirtækisins. Viðskiptavinir kaupa nefnilega frekar þjónustu og vörur af fyrirtækjum sem að standa með fólki á erfiðum tímum. Þriðja ástæðan er sú að það hefur sýnt sig að starfsmannavelta hjá fyrirtækjum sem sýna samfélagslega ábyrgð er lægri. Starfsfólk vill vinna hjá fyrirtækjum sem sýna samkennd með fólki í neyð. Fyrirtækjum sem átta sig á því að skammtíma neikvæð áhrif á gróða geta leitt til jákvæðra áhrifa til lengri tíma. Það fylgja því ýmis samlegðaráhrif fyrir fyrirtæki að axla samfélagslega ábyrgð. Við getum sem samfélag þó ekki stólað einungis á það að fyrirtæki og einstaklingar hlaupi undir bagga á þessum erfiðum tímum. Sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni. Það er ljóst að Grindvíkingar muni ekki geta snúið til baka í húsnæðið sitt í bráð og því þarf ríkisstjórnin að tryggja öllum Grindvíkingum húsnæði. Þegar er búið að úthluta um hundrað fjölskyldum húsnæði en að minnsta kosti sex hundruð fjölskyldur bíða enn. Auk þessa þurfa stjórnvöld að tryggja afkomu fólks tímabundið sem og húsnæðisstuðning vegna komandi leigugreiðslna og afborgana af húsnæði í Grindavík. Ein leið til þess væri að þrýsta á fjármálafyrirtæki að frysta lán og fella niður vaxtagreiðslur, og verðbætur á vexti, á meðan á þessu óvissuástandi stendur. Nú reynir virkilega á það að ríkisstjórnin og íslensk fyrirtæki taki höndum saman og sýni í verki samfélagslega ábyrgð gagnvart Grindvíkingum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun