Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2023 13:37 Hollensk kona sem greiddi atkvæði í morgun. Hollendingar standa frammi fyrir fjölmörgum kostum en fjórir standa upp úr. AP/Patrick Post Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra. Holland Evrópusambandið Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra.
Holland Evrópusambandið Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira