Vill umbylta starfinu og byggja stjórnstöð: „Dauðafæri að vinna gullið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. nóvember 2023 08:00 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, hefur ekki setið auðum höndum síðan hann skrifaði undir starfssamning í janúar og vill taka til hendinni í íslensku afreksstarfi. Vísir/Arnar Húsfylli var á ráðstefnu í Hörpu í vikunni þegar kynnt var til sögunnar ný stefna í afreksíþróttum hérlendis. Afreksstjóri ÍSÍ segir Ísland vera í dauðafæri að bæta árangurinn en ljóst er að ef stefnan gengur eftir mun það kosta sitt. „Vinnum gullið“ var yfirskrift ráðstefnunnar sem forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, setti á mánudagsmorgun. Afreksíþróttafólk, fræðifólk, fulltrúar atvinnulífsins og erlendir gestir tóku þar til máls. Vegna aðsóknar þurfti að færa viðburðinn úr Grand Hótel í Silfurberg í Hörpu þar sem fleiri en 400 manns skráðu sig til þátttöku. Fulltrúar frá flestum, ef ekki öllum sérsamböndum landsins voru þar mættir ásamt íþróttafólki, fulltrúum félaga og fleiri til. Meginatriði dagsins var erindi Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ, sem kynnti til sögunnar nýja stefnu í afreksíþróttum hérlendis sem hann hefur unnið að ásamt vinnuhópi mennta- og barnamálaráðuneytisins. Sá hópur er meðal annars skipaður fólki úr ráðuneytum, frá ÍSÍ, UMFÍ og Samtökum sveitarfélaga. Samstarf þessara aðila, auk atvinnulífsins, sé forsenda fyrir því að stefnan nái fram að ganga. „Þetta gengur út á skipulag á milli íþróttahreyfingarinnar, ríkisins, sveitarfélaga, atvinnulífsins og skólakerfisins upp á það að ná góðum árangri,“ segir Vésteinn um nýja stefnu. „Við viljum að umgjörðin sé betri. Að við búum til afreksíþróttasjóð Íslands þar sem fólk verður á launasjóði til þess að geta verið með fagteymisvinnu á vegum afreksmiðstöðvar Íslands sem við viljum búa til í Laugardalnum,“ „Það gengur út á að miðlæg stjórnstöð sem er í Laugardalnum sem vinni með dreifistýrt kerfi út um allt land, á átta svæði, og ná árangri, finna efni, finna þjálfarana og búa til afreksfólk.“ segir Vésteinn. Í erindi sínu tók hann fyrir stærstu þættina sem hefðu áhrif á árangur þjóða í íþróttum og fjármagn var þar efsta á lista. Listann má sjá á myndinni að neðan. Fjárhagslegur stuðningur er efstur á lista. Skipulag og stefnumótun er þar næst en ef allt kom satt og rétt fram á ráðstefnunni á mánudaginn var á að umbylta skipulaginu og fjármagnið mun fylgja því samkvæmt Vésteini og ráðherra.ÍSÍ/Mennta- og barnamálaráðuneytið Miðstöð íþrótta verði byggð í Laugardal Vésteinn nefnir íþróttamiðstöð. Slík miðstöð eigi yfirumsjón með afreksstarfi í landinu og sé hún að fyrirmynd því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og víðar í álfunni. Í sjónvarpsfréttinni að ofan má sjá svipmyndir frá afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar, ríki að svipaðri stærð og Ísland, en sú miðstöð var kynnt af fulltrúa íþróttasambands ríkisins á ráðstefnunni. Neðst í fréttinni má sjá YouTube myndband frá íþróttasambandi Lúxemborgar þar sem starfsemi miðstöðvarinnar er kynnt. Stoðþjónusta sem ný íþróttamiðstöð Íslands gæti boðið upp á. Þar væri hægt að sameina rannsóknir í samstarfi við háskóla, fá inn sérfræðinga á hverju sviði og sinna þörfum afreksfólks með skilvirkari og fljótvirkari hætti en áður. Slíkt þekkist í samskonar íþróttamiðstöðvum sem eru til staðar í gott sem öllum öðrum Evrópuríkjum.Vísir/Sara Svipað og þar í landi geti afreksíþróttafólk hérlendis sótt þangað allskyns stoðþjónustu og fengið leiðbeiningar sérfræðinga. Til að mynda á sviði íþróttatækni og rannsókna, hvað varðar styrktarþjálfun, lífaflfræði (e. biomechanics), skipulag á æfingum, hvað varðar menntun og að huga að ferli eftir íþróttir, sálfræðiaðstoð, næringarfræði, og læknisþjónustu og sjúkraþjálfun. Enn verið að meta kostnað samkvæmt ráðherra En nú er Ísland þegar á undanþágum hvað bæði þjóðarvöll og þjóðarhöll varðar, verkefni sem þarf að ganga í. Bæti maður íþróttamiðstöð við í Laugardalinn er ljóst að kostnaðurinn er mikill. Því er vert að spyrja ráðherra íþróttamála um þann kostnað. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, er hér fyrir miðju. Hann skipaði starfshópinn sem kynnti niðurstöðurnar í Hörpu á mánudag. Hann sat ráðstefnuna allan daginn og kveðst styðja hugmyndir Vésteins.Vísir/Vilhelm „Það er hluti af því sem við erum að gera hér í dag. Við erum að undirbúa það, það er erfitt að fjárhagsmeta hluti fyrr en að þú ert búinn að ramma inn hverjar aðgerðirnar eru. Þannig að það verður verkefni næstu mánaða og þá munum við kynna það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra mennta- og barnamála sem jafnframt fer með íþróttamálin í landinu. „Ég þykist nú vita um íslenska þjóð, að fátt er það sem hún er tilbúin að þjappa sér á bakvið jafn mikið eins og íþróttafólkið okkar og árangur okkar í þeim efnum. Vegna þess að fátt er það annað sem skilar meiri arði inn í framtíðina eins og akkúrat þetta fólk,“ segir Ásmundur jafnframt. Dauðafæri en snýst um samvinnu Vésteinn segir dauðafæri vera núna til að taka skrefið inn í framtíðina og móta nýja stefnu ásamt því að byggja upp aðstöðu sem samvarar þeirri í samanburðarríkjum. Vésteinn HafsteinssonVísir/Arnar „Núna erum við í dauðafæri að ná árangri á heimsmælikvarða og vinna gullið. Auk þess að hugsa um börnin og og starfið í heimahéruðunum, hjá deildunum og félögunum. Við munum sjá til þess að hlusta á hvert annað, berum virðingu fyrir hvort öðru og vinnum saman,“ segir Vésteinn. En framtíðin er björt? „Já, ég tel það.“ segir Vésteinn að endingu. Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. ÍSÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ný þjóðarhöll Nýr þjóðarleikvangur Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Bein útsending: Vinnum gullið Ráðstefnan „Vinnum gullið - ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi“ stendur yfir í allan dag í Hörpu. Hægt er að horfa á beint streymi frá ráðstefnunni á Vísi. 20. nóvember 2023 08:32 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Sjá meira
„Vinnum gullið“ var yfirskrift ráðstefnunnar sem forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, setti á mánudagsmorgun. Afreksíþróttafólk, fræðifólk, fulltrúar atvinnulífsins og erlendir gestir tóku þar til máls. Vegna aðsóknar þurfti að færa viðburðinn úr Grand Hótel í Silfurberg í Hörpu þar sem fleiri en 400 manns skráðu sig til þátttöku. Fulltrúar frá flestum, ef ekki öllum sérsamböndum landsins voru þar mættir ásamt íþróttafólki, fulltrúum félaga og fleiri til. Meginatriði dagsins var erindi Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ, sem kynnti til sögunnar nýja stefnu í afreksíþróttum hérlendis sem hann hefur unnið að ásamt vinnuhópi mennta- og barnamálaráðuneytisins. Sá hópur er meðal annars skipaður fólki úr ráðuneytum, frá ÍSÍ, UMFÍ og Samtökum sveitarfélaga. Samstarf þessara aðila, auk atvinnulífsins, sé forsenda fyrir því að stefnan nái fram að ganga. „Þetta gengur út á skipulag á milli íþróttahreyfingarinnar, ríkisins, sveitarfélaga, atvinnulífsins og skólakerfisins upp á það að ná góðum árangri,“ segir Vésteinn um nýja stefnu. „Við viljum að umgjörðin sé betri. Að við búum til afreksíþróttasjóð Íslands þar sem fólk verður á launasjóði til þess að geta verið með fagteymisvinnu á vegum afreksmiðstöðvar Íslands sem við viljum búa til í Laugardalnum,“ „Það gengur út á að miðlæg stjórnstöð sem er í Laugardalnum sem vinni með dreifistýrt kerfi út um allt land, á átta svæði, og ná árangri, finna efni, finna þjálfarana og búa til afreksfólk.“ segir Vésteinn. Í erindi sínu tók hann fyrir stærstu þættina sem hefðu áhrif á árangur þjóða í íþróttum og fjármagn var þar efsta á lista. Listann má sjá á myndinni að neðan. Fjárhagslegur stuðningur er efstur á lista. Skipulag og stefnumótun er þar næst en ef allt kom satt og rétt fram á ráðstefnunni á mánudaginn var á að umbylta skipulaginu og fjármagnið mun fylgja því samkvæmt Vésteini og ráðherra.ÍSÍ/Mennta- og barnamálaráðuneytið Miðstöð íþrótta verði byggð í Laugardal Vésteinn nefnir íþróttamiðstöð. Slík miðstöð eigi yfirumsjón með afreksstarfi í landinu og sé hún að fyrirmynd því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og víðar í álfunni. Í sjónvarpsfréttinni að ofan má sjá svipmyndir frá afreksíþróttamiðstöð Lúxemborgar, ríki að svipaðri stærð og Ísland, en sú miðstöð var kynnt af fulltrúa íþróttasambands ríkisins á ráðstefnunni. Neðst í fréttinni má sjá YouTube myndband frá íþróttasambandi Lúxemborgar þar sem starfsemi miðstöðvarinnar er kynnt. Stoðþjónusta sem ný íþróttamiðstöð Íslands gæti boðið upp á. Þar væri hægt að sameina rannsóknir í samstarfi við háskóla, fá inn sérfræðinga á hverju sviði og sinna þörfum afreksfólks með skilvirkari og fljótvirkari hætti en áður. Slíkt þekkist í samskonar íþróttamiðstöðvum sem eru til staðar í gott sem öllum öðrum Evrópuríkjum.Vísir/Sara Svipað og þar í landi geti afreksíþróttafólk hérlendis sótt þangað allskyns stoðþjónustu og fengið leiðbeiningar sérfræðinga. Til að mynda á sviði íþróttatækni og rannsókna, hvað varðar styrktarþjálfun, lífaflfræði (e. biomechanics), skipulag á æfingum, hvað varðar menntun og að huga að ferli eftir íþróttir, sálfræðiaðstoð, næringarfræði, og læknisþjónustu og sjúkraþjálfun. Enn verið að meta kostnað samkvæmt ráðherra En nú er Ísland þegar á undanþágum hvað bæði þjóðarvöll og þjóðarhöll varðar, verkefni sem þarf að ganga í. Bæti maður íþróttamiðstöð við í Laugardalinn er ljóst að kostnaðurinn er mikill. Því er vert að spyrja ráðherra íþróttamála um þann kostnað. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, er hér fyrir miðju. Hann skipaði starfshópinn sem kynnti niðurstöðurnar í Hörpu á mánudag. Hann sat ráðstefnuna allan daginn og kveðst styðja hugmyndir Vésteins.Vísir/Vilhelm „Það er hluti af því sem við erum að gera hér í dag. Við erum að undirbúa það, það er erfitt að fjárhagsmeta hluti fyrr en að þú ert búinn að ramma inn hverjar aðgerðirnar eru. Þannig að það verður verkefni næstu mánaða og þá munum við kynna það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra mennta- og barnamála sem jafnframt fer með íþróttamálin í landinu. „Ég þykist nú vita um íslenska þjóð, að fátt er það sem hún er tilbúin að þjappa sér á bakvið jafn mikið eins og íþróttafólkið okkar og árangur okkar í þeim efnum. Vegna þess að fátt er það annað sem skilar meiri arði inn í framtíðina eins og akkúrat þetta fólk,“ segir Ásmundur jafnframt. Dauðafæri en snýst um samvinnu Vésteinn segir dauðafæri vera núna til að taka skrefið inn í framtíðina og móta nýja stefnu ásamt því að byggja upp aðstöðu sem samvarar þeirri í samanburðarríkjum. Vésteinn HafsteinssonVísir/Arnar „Núna erum við í dauðafæri að ná árangri á heimsmælikvarða og vinna gullið. Auk þess að hugsa um börnin og og starfið í heimahéruðunum, hjá deildunum og félögunum. Við munum sjá til þess að hlusta á hvert annað, berum virðingu fyrir hvort öðru og vinnum saman,“ segir Vésteinn. En framtíðin er björt? „Já, ég tel það.“ segir Vésteinn að endingu. Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
ÍSÍ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ný þjóðarhöll Nýr þjóðarleikvangur Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Bein útsending: Vinnum gullið Ráðstefnan „Vinnum gullið - ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi“ stendur yfir í allan dag í Hörpu. Hægt er að horfa á beint streymi frá ráðstefnunni á Vísi. 20. nóvember 2023 08:32 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Sjá meira
Bein útsending: Vinnum gullið Ráðstefnan „Vinnum gullið - ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi“ stendur yfir í allan dag í Hörpu. Hægt er að horfa á beint streymi frá ráðstefnunni á Vísi. 20. nóvember 2023 08:32