Kannast ekki við útilokun Arnars Jakob Bjarnar og Jón Þór Stefánsson skrifa 22. nóvember 2023 21:33 „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn,“ segir Hildur um meinta útilokun Arnars. Vísir/ÞÞ/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að sjá til þess að Arnar Þór Jónsson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, muni ekki taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn. Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“ Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Sjálfur hefur Arnar haldið hinu gagnstæða fram. Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyurir því að allt verði gert til að hann taki ekki sæti fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Kannski hef ég verið of leiðinlegur / of hvass við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í gagngjald hef ég fengið þau skilaboð að mér verði aldrei hleypt aftur inn á Alþingi sem varamanni,“ skrifaði Arnar á bloggsíðu sína. Hildur Sverrisdóttir vill hins vegar meina að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu og aðrir varaþingmenn flokksins. Staðan sé hreinlega sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sérstaklega hraustir. „Þingmenn flokksins eru heilt yfir blessunarlega frekar heilsuhraustir. Það eru skýrar reglur hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins að varaþingmenn eru eingöngu kallaðir inn ef brýn nauðsyn er vegna þess kostnaðar sem af því hlýst fyrir ríkissjóð. Arnar Þór er í nákvæmlega eins stöðu hvað það varðar eins og allir aðrir varaþingmenn flokksins og engin ákvörðun hefur verið tekin um að hann sérstaklega muni ekki vera kallaður inn,“ segir Hildur við Vísi. Veit ekki hvaða heimildir Arnar hefur fyrir sér Hildur heldur því fram að í Sjálfstæðisflokknum sé rými fyrir heilbrigð skoðanaskipti, og bætir við að Arnar Þór hafi sett margt gott og gagnlegt á dagskrá hjá flokknum. „Þó það eigi ekki við um öll mál alltaf eins og gengur. Það á við um alla kjörna fulltrúa flokksins,“ segir hún. „Hins vegar vekur það reyndar furðu mína að varaþingmaður sækist eftir því sérstaklega að taka sæti á þingi fyrir flokk sem hann hefur sagt opinberlega að muni leggja sitt að mörkum til að útrýma þeim flokki. En hann verður að eiga það við sjálfan sig.“ En hann segist hafa öruggar heimildir fyrir því að allt kapp sé lagt á að hann komist ekki að? „Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í því. En ég veit að það hefur engin ákvörðun verið tekin um að hann verði ekki kallaður inn.“
Alþingi Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira