Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 21:47 Geert Wilders hefur gert sitt til þess að reyna að ná til breiðara kjósendahóps en áður. EPA-EFE/REMKO DE WAAL Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. Í umfjöllun Guardian kemur fram að útgönguspár bendi til þess að Frelsisflokkurinn sé með 35 þingsæti af 150. Verkamannaflokkurinn (PVV) undir stjórn Frans Timmermans með 26 sæti, íhaldsflokkurinn (VVD) undir stjórn Dilan Yesilgöz-Zegerius með 23 og nýstofnaður flokkur miðhægrimannsins Pieter Omtzigt, NSC, með 20 sæti. Eins og fram hefur komið stýrði Mark Rutte VVD íhaldsflokknum og er hann núverandi forsætisráðherra. Hann hafði gegnt embættinu í þrettán ár en sleit fjögurra flokka ríkisstjórnarsamstarfi vegna ágreinings um innflytjendamál. Vegna þessa hefur kosningabaráttan í Hollandi að miklu leyti snúist um innflytjendamál. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur undanfarin ár verið afar umdeildur en hann hefur lagt sitt af mörkum við að breyta ímynd sinni, að því er fram kemur í umfjöllun miðilsins. Frelsisflokkurinn hafi minna rætt um „af-íslamsvæðingu“ Hollands að þessu sinni og þess í stað beint spjótum sínum að húsnæðismálum og framfærslu. Talið er næsta víst að langan tíma muni taka að mynda ríkisstjórn í landinu. Meðal þeirra sem hafa óskað Geert Wilders til hamingju með sigurinn er Marine Le Pen, formaður hægriöfgaflokksins Front National. Áður hefur Frans Timmermans, leiðtogi Verkamannaflokksins þvertekið fyrir að starfa með Wilders í ríkisstjórn og Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig útilokað það. Yesilgöz-Zegerius, leiðtogi íhaldsflokksins VVD, hefur ekki útilokað samstarf við Frelsisflokkinn en segir útilokað að Geert verði forsætisráðherra. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Umdeildur hollenskur flokksformaður sekur um hatursorðræðu Geert Wilders var þó ekki dæmdur til refsingar fyrir að mismununu og að ýta undir hatur gegn Marokkómönnum. 9. desember 2016 11:37 Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu Leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sagði að íslam væri "hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að "íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“. 2. júní 2017 12:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Í umfjöllun Guardian kemur fram að útgönguspár bendi til þess að Frelsisflokkurinn sé með 35 þingsæti af 150. Verkamannaflokkurinn (PVV) undir stjórn Frans Timmermans með 26 sæti, íhaldsflokkurinn (VVD) undir stjórn Dilan Yesilgöz-Zegerius með 23 og nýstofnaður flokkur miðhægrimannsins Pieter Omtzigt, NSC, með 20 sæti. Eins og fram hefur komið stýrði Mark Rutte VVD íhaldsflokknum og er hann núverandi forsætisráðherra. Hann hafði gegnt embættinu í þrettán ár en sleit fjögurra flokka ríkisstjórnarsamstarfi vegna ágreinings um innflytjendamál. Vegna þessa hefur kosningabaráttan í Hollandi að miklu leyti snúist um innflytjendamál. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur undanfarin ár verið afar umdeildur en hann hefur lagt sitt af mörkum við að breyta ímynd sinni, að því er fram kemur í umfjöllun miðilsins. Frelsisflokkurinn hafi minna rætt um „af-íslamsvæðingu“ Hollands að þessu sinni og þess í stað beint spjótum sínum að húsnæðismálum og framfærslu. Talið er næsta víst að langan tíma muni taka að mynda ríkisstjórn í landinu. Meðal þeirra sem hafa óskað Geert Wilders til hamingju með sigurinn er Marine Le Pen, formaður hægriöfgaflokksins Front National. Áður hefur Frans Timmermans, leiðtogi Verkamannaflokksins þvertekið fyrir að starfa með Wilders í ríkisstjórn og Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig útilokað það. Yesilgöz-Zegerius, leiðtogi íhaldsflokksins VVD, hefur ekki útilokað samstarf við Frelsisflokkinn en segir útilokað að Geert verði forsætisráðherra.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Umdeildur hollenskur flokksformaður sekur um hatursorðræðu Geert Wilders var þó ekki dæmdur til refsingar fyrir að mismununu og að ýta undir hatur gegn Marokkómönnum. 9. desember 2016 11:37 Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu Leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sagði að íslam væri "hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að "íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“. 2. júní 2017 12:44 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Umdeildur hollenskur flokksformaður sekur um hatursorðræðu Geert Wilders var þó ekki dæmdur til refsingar fyrir að mismununu og að ýta undir hatur gegn Marokkómönnum. 9. desember 2016 11:37
Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu Leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sagði að íslam væri "hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að "íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“. 2. júní 2017 12:44