Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 21:47 Geert Wilders hefur gert sitt til þess að reyna að ná til breiðara kjósendahóps en áður. EPA-EFE/REMKO DE WAAL Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. Í umfjöllun Guardian kemur fram að útgönguspár bendi til þess að Frelsisflokkurinn sé með 35 þingsæti af 150. Verkamannaflokkurinn (PVV) undir stjórn Frans Timmermans með 26 sæti, íhaldsflokkurinn (VVD) undir stjórn Dilan Yesilgöz-Zegerius með 23 og nýstofnaður flokkur miðhægrimannsins Pieter Omtzigt, NSC, með 20 sæti. Eins og fram hefur komið stýrði Mark Rutte VVD íhaldsflokknum og er hann núverandi forsætisráðherra. Hann hafði gegnt embættinu í þrettán ár en sleit fjögurra flokka ríkisstjórnarsamstarfi vegna ágreinings um innflytjendamál. Vegna þessa hefur kosningabaráttan í Hollandi að miklu leyti snúist um innflytjendamál. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur undanfarin ár verið afar umdeildur en hann hefur lagt sitt af mörkum við að breyta ímynd sinni, að því er fram kemur í umfjöllun miðilsins. Frelsisflokkurinn hafi minna rætt um „af-íslamsvæðingu“ Hollands að þessu sinni og þess í stað beint spjótum sínum að húsnæðismálum og framfærslu. Talið er næsta víst að langan tíma muni taka að mynda ríkisstjórn í landinu. Meðal þeirra sem hafa óskað Geert Wilders til hamingju með sigurinn er Marine Le Pen, formaður hægriöfgaflokksins Front National. Áður hefur Frans Timmermans, leiðtogi Verkamannaflokksins þvertekið fyrir að starfa með Wilders í ríkisstjórn og Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig útilokað það. Yesilgöz-Zegerius, leiðtogi íhaldsflokksins VVD, hefur ekki útilokað samstarf við Frelsisflokkinn en segir útilokað að Geert verði forsætisráðherra. Holland Tengdar fréttir Umdeildur hollenskur flokksformaður sekur um hatursorðræðu Geert Wilders var þó ekki dæmdur til refsingar fyrir að mismununu og að ýta undir hatur gegn Marokkómönnum. 9. desember 2016 11:37 Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu Leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sagði að íslam væri "hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að "íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“. 2. júní 2017 12:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Í umfjöllun Guardian kemur fram að útgönguspár bendi til þess að Frelsisflokkurinn sé með 35 þingsæti af 150. Verkamannaflokkurinn (PVV) undir stjórn Frans Timmermans með 26 sæti, íhaldsflokkurinn (VVD) undir stjórn Dilan Yesilgöz-Zegerius með 23 og nýstofnaður flokkur miðhægrimannsins Pieter Omtzigt, NSC, með 20 sæti. Eins og fram hefur komið stýrði Mark Rutte VVD íhaldsflokknum og er hann núverandi forsætisráðherra. Hann hafði gegnt embættinu í þrettán ár en sleit fjögurra flokka ríkisstjórnarsamstarfi vegna ágreinings um innflytjendamál. Vegna þessa hefur kosningabaráttan í Hollandi að miklu leyti snúist um innflytjendamál. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, hefur undanfarin ár verið afar umdeildur en hann hefur lagt sitt af mörkum við að breyta ímynd sinni, að því er fram kemur í umfjöllun miðilsins. Frelsisflokkurinn hafi minna rætt um „af-íslamsvæðingu“ Hollands að þessu sinni og þess í stað beint spjótum sínum að húsnæðismálum og framfærslu. Talið er næsta víst að langan tíma muni taka að mynda ríkisstjórn í landinu. Meðal þeirra sem hafa óskað Geert Wilders til hamingju með sigurinn er Marine Le Pen, formaður hægriöfgaflokksins Front National. Áður hefur Frans Timmermans, leiðtogi Verkamannaflokksins þvertekið fyrir að starfa með Wilders í ríkisstjórn og Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig útilokað það. Yesilgöz-Zegerius, leiðtogi íhaldsflokksins VVD, hefur ekki útilokað samstarf við Frelsisflokkinn en segir útilokað að Geert verði forsætisráðherra.
Holland Tengdar fréttir Umdeildur hollenskur flokksformaður sekur um hatursorðræðu Geert Wilders var þó ekki dæmdur til refsingar fyrir að mismununu og að ýta undir hatur gegn Marokkómönnum. 9. desember 2016 11:37 Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu Leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sagði að íslam væri "hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að "íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“. 2. júní 2017 12:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Umdeildur hollenskur flokksformaður sekur um hatursorðræðu Geert Wilders var þó ekki dæmdur til refsingar fyrir að mismununu og að ýta undir hatur gegn Marokkómönnum. 9. desember 2016 11:37
Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu Leiðtogi hollenska Frelsisflokksins sagði að íslam væri "hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að "íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“. 2. júní 2017 12:44