Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2023 14:27 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar Modi heimsótti Bandaríkin í sumar. EPA/CHRIS KLEPONIS Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segja Bandaríkjamenn að banatilræðið hafi beinst gegn Gupatwant Singh Pannun, sem er lögmaður fyrir samtök sem kallast „Síkar fyrir réttlæti“. Ekki hefur verið gert opinbert hvernig upp komst um hið meinta tilræði né hvernig það var stöðvað. Málið ku vera til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Tveir mánuðir eru síðan tveir grímuklæddir menn myrtu Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada, en hann kom einnig að starfsemi áðurnefndra samtaka. Samtök þessi taka þátt í baráttu síka fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði í Indlandi. Það morð hefur leitt til versnandi sambands Kanada og Indlands. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Wall Street Journal hefur eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að málið sé litið alvarlegum augum og hafi verið tekið fyrir á hæstu stigum milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Indlands Indverskir ráðamenn eru sagðir hissa og áhyggjusamir vegna ummæla Bandaríkjamanna og hafa þeir sagt að „aðgerðir af þessu tagi“ séu ekki gerðar á þeirra vegum. Hávær áköll eftir sjálfstæði Pannun sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að síkar myndu ekki hætta að berjast fyrir sjálfstæði. Eins og áður segir hafa síkar barist fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab og nærliggjandi svæðum í norðurhluta Indlands en á árum áður kom iðulega til átaka á svæðinu milli síka og yfirvalda. Þessi barátta var að mestu kæfð undir lok síðustu aldar en síkar hafa reglulega deilt við Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands til langs tíma, og hafa áköll eftir sjálfstæði orðið nokkuð hávær að nýju. Bandaríkin Indland Kanada Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar segja Bandaríkjamenn að banatilræðið hafi beinst gegn Gupatwant Singh Pannun, sem er lögmaður fyrir samtök sem kallast „Síkar fyrir réttlæti“. Ekki hefur verið gert opinbert hvernig upp komst um hið meinta tilræði né hvernig það var stöðvað. Málið ku vera til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Tveir mánuðir eru síðan tveir grímuklæddir menn myrtu Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada, en hann kom einnig að starfsemi áðurnefndra samtaka. Samtök þessi taka þátt í baráttu síka fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði í Indlandi. Það morð hefur leitt til versnandi sambands Kanada og Indlands. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Wall Street Journal hefur eftir talskonu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að málið sé litið alvarlegum augum og hafi verið tekið fyrir á hæstu stigum milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Indlands Indverskir ráðamenn eru sagðir hissa og áhyggjusamir vegna ummæla Bandaríkjamanna og hafa þeir sagt að „aðgerðir af þessu tagi“ séu ekki gerðar á þeirra vegum. Hávær áköll eftir sjálfstæði Pannun sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að síkar myndu ekki hætta að berjast fyrir sjálfstæði. Eins og áður segir hafa síkar barist fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab og nærliggjandi svæðum í norðurhluta Indlands en á árum áður kom iðulega til átaka á svæðinu milli síka og yfirvalda. Þessi barátta var að mestu kæfð undir lok síðustu aldar en síkar hafa reglulega deilt við Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands til langs tíma, og hafa áköll eftir sjálfstæði orðið nokkuð hávær að nýju.
Bandaríkin Indland Kanada Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira