Læknismeðferð hafnað Sigmar Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 07:30 Á Íslandi virðist engin mannlegur máttur geta bjargað okkur frá ofurvöxtunum, heldur miklu frekar náttúruöflin. Það sannaðist reyndar líka í faraldrinum þegar stöðvun heimshagkerfisins varð til þess að íslenskt vaxtarstig færðist nær þeim raunveruleika sem nágrannalöndin búa að jafnaði við. Stjórnlaus hringrás hárrar verðbólgu og okurvaxta kaffærir ekki bara heimili og fyrirtæki. Ríkinu blæðir einnig. Vaxtagjöld ríkisins á þessu ári verða heilir 106 milljarðar. 106 milljarðar! Ísland borgar hlutfallslega meira í vexti en nágrannalöndin. Af Evrópusambandsríkjunum greiðir einungis Ítalía hærri vaxtagjöld en við, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Skuldir íslenska ríkisins eru með öðrum orðum miklu dýrari en langflestra Evrópuríkja. Rétt eins og íslensk heimili eru vaxtapíndari en evrópsk. Það vita allir hvers vegna þetta er. Þetta er ekki óheppni, náttúrulögmál eða almennt hæfileikaleysi í lántöku. Óhjákvæmilegt vantraust á agnarsmárri krónu er helsta skýring þess að við borgum svívirðilega háa vexti. Þetta er eins og krónískur sjúkdómur sem tekur sig upp aftur og aftur. Ríkissjóður borgar næstum jafnmikið í vexti og það kostar að reka framhaldsskóla landsins. Við setjum á næsta ári 136 milljarða í samgöngumál og borgum á sama tíma 106 milljarða í vexti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað ríkisins um helming þá gætum við nánast fjármagnað alla löggæslu landsins með sparnaðinum. Eða allt menningar, lista, íþrótta og æskulýðsstarf á vegum ríkisins. Í þessu ljósi sætir það furðu að forsætisráðherra skuli slá út af borðinu tillögu formanns starfsgreinasambandsins um að óháðir erlendir aðilar rýni kosti og galla þess að annar gjaldmiðill verði tekinn upp á Íslandi. Það segir okkur þá sögu að við ríkisstjórnarborðið er takmarkaður vilji til þess að taka á helstu orsök þess að séríslenskir okurvextir kæfa nú samfélagið. Stjórnvöld vita af sjúkdómnum en hafna læknismeðferð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Seðlabankinn Viðreisn Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi virðist engin mannlegur máttur geta bjargað okkur frá ofurvöxtunum, heldur miklu frekar náttúruöflin. Það sannaðist reyndar líka í faraldrinum þegar stöðvun heimshagkerfisins varð til þess að íslenskt vaxtarstig færðist nær þeim raunveruleika sem nágrannalöndin búa að jafnaði við. Stjórnlaus hringrás hárrar verðbólgu og okurvaxta kaffærir ekki bara heimili og fyrirtæki. Ríkinu blæðir einnig. Vaxtagjöld ríkisins á þessu ári verða heilir 106 milljarðar. 106 milljarðar! Ísland borgar hlutfallslega meira í vexti en nágrannalöndin. Af Evrópusambandsríkjunum greiðir einungis Ítalía hærri vaxtagjöld en við, sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Skuldir íslenska ríkisins eru með öðrum orðum miklu dýrari en langflestra Evrópuríkja. Rétt eins og íslensk heimili eru vaxtapíndari en evrópsk. Það vita allir hvers vegna þetta er. Þetta er ekki óheppni, náttúrulögmál eða almennt hæfileikaleysi í lántöku. Óhjákvæmilegt vantraust á agnarsmárri krónu er helsta skýring þess að við borgum svívirðilega háa vexti. Þetta er eins og krónískur sjúkdómur sem tekur sig upp aftur og aftur. Ríkissjóður borgar næstum jafnmikið í vexti og það kostar að reka framhaldsskóla landsins. Við setjum á næsta ári 136 milljarða í samgöngumál og borgum á sama tíma 106 milljarða í vexti. Ef við gætum lækkað vaxtakostnað ríkisins um helming þá gætum við nánast fjármagnað alla löggæslu landsins með sparnaðinum. Eða allt menningar, lista, íþrótta og æskulýðsstarf á vegum ríkisins. Í þessu ljósi sætir það furðu að forsætisráðherra skuli slá út af borðinu tillögu formanns starfsgreinasambandsins um að óháðir erlendir aðilar rýni kosti og galla þess að annar gjaldmiðill verði tekinn upp á Íslandi. Það segir okkur þá sögu að við ríkisstjórnarborðið er takmarkaður vilji til þess að taka á helstu orsök þess að séríslenskir okurvextir kæfa nú samfélagið. Stjórnvöld vita af sjúkdómnum en hafna læknismeðferð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar