Segir Alþingi „nánast lamað“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 22:30 Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar, hafa áhyggjur af málafjölda sem afgreiddur er á Alþingi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þrjú mál hafa verið afgreidd á Alþingi þennan þingvetur, á rúmum tveimur mánuðum. Fyrir þingveturinn voru 109 mál sett á dagskrá. Af þeim þremur sem hafa verið afgreidd voru tvö þeirra ekki á málaskrá í upphafi þingvetrar. Þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, segjast í kvöldfréttum hafa áhyggjur af stöðu mála. Mikilvæg mál sitji á hakanum. Óeiningin að verða sjálfstætt vandamál „Gagnrýni okkar laut að því að það er að verða sjálfstætt vandamál þessi óeining innan ríkisstjórnarinnar, sem við finnum svo vel inni í þinghúsi hvort sem það er bara í kaffispjalli manna á milli eða, sem er auðvitað stóra áhyggjuefnið, að frumvörpin bara berast ekki út úr ríkisstjórnarherberginu,“ segir Þorbjörg Sigríður. Aðstæður í efnahagsmálum séu slæmar og kalli á viðbrögð. Verðbólga sé áfram há þó hún lækki annars staðar, vaxtastig á Íslandi sé margfalt við það sem það er annars staðar og flóknir kjarasamningar framundan. „Verkefnin eru stór en það er ekkert í dagskrá þingsins af hálfu ríkisstjórnar sem speglar það, það er áhyggjuefnið og mér fannst bara þurfa að segja það upphátt hver staðan er á Alþingi. Þingið er nánast lamað vegna óeiningar innan ríkisstjórnarinnar.“ Hefur áhyggjur af fjárlögum Kristrún Frostadóttir segir að Samfylkingin hafi gert við það athugasemdir strax í haust þegar ríkisstjórn hafi kynnt fjárlögin að framundan væri erfiður kjaravetur. „Og að það skipti máli í þessu verðbólguumhverfi að við fengjum að sjá einhver úrræði fyrir heimilin og töluðum um að ríkisstjórnin þyrfti að koma með einhverskonar kjarapakka fyrir heimilin í landinu. Það hefur ekkert bólað á neinu slíku.“ Nefnir Kristrún sérstaklega húsnæðismálin í því samhengi. Húsaleigulög hafi átt að vera á dagskrá þingsins, sem hefðu bætt til muna réttarstöðu leigenda. „Í því samhengi var líka talað um leigubremsu sem virðist ekkert bóla á og ég velti fyrir mér hvort raunverulegur grundvöllur hafi verið fyrir innan þessarar ríkisstjórnar.“ Kristrún segir sinn flokk einnig hafa áhyggjur af stöðu fjárlaganna. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar við fjárlög hafi verið kynntar í annarri umræðu. „Og það virðist sem að sé veruleg rýrnun á vaxtabótum, 25 prósent samdráttur, fimm þúsund manns sem eru að detta þar út úr kerfinu. Barnabætur að rýrna að raunvirði og þrátt fyrir að leiguverð sé að hækka þá eru húsnæðisbætur að lækka. Þannig að þetta er mjög erfitt ástand fyrir mörg heimili í dag og illskiljanlegt í rauninni að ríkisstjórnin telji sér ekki fært að bregðast við þessu.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira