Embætti þitt hafði af mér 10,6 milljónir og afhenti Arion banka Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 09:30 Opið bréf til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Sigríðar Kristinsdóttur Sæl Sigríður, Við hjónin höfum höfðað mál við gegn ríkinu vegna þess sem varla er hægt að kalla annað en rán um hábjartan dag, þegar sýslumaður ákvað að taka af okkur hjónum 10,6 milljónir króna og færa Arion banka til eignar. Lái okkur hver sem vill, en við erum ekki tilbúin að sætta okkur við það. Málavextir eru þeir að eftir uppboð á eign okkar í apríl 2017 neitaði sýslumaður að taka tillit til fyrndra vaxta við úthlutun söluandvirðis. Því úthlutaði sýslumaður Arion banka mun hærri fjárhæð en sem nam eftirstöðvum skuldabréfs okkar. Úthlutunin fór ekki fram fyrr en í janúar 2018, vegna málaferla okkar sökum ólöglegrar framkvæmdar á uppboðinu, sem við látum liggja á milli hluta núna. Við fengum því ekki afhentar upplýsingar um úthlutun söluandvirðis fyrr en 20. desember 2017. Við fengum ekki að vita þær forsendur sem lágu að baki úthlutuninni, þ.e. útreikning sýslumanns á skiptingu söluandvirðisins, fyrr en skjal þess efnis var borið í hús til okkar þann 20. desember. Við fengum aðeins tvær vikur frá þeim degi til andmæla, til 4. janúar 2018. Við höfðum sem betur aðgang að sérfræðingi Hagsmunasamtaka heimilanna, sem var fljótur að sjá að sýslumanni hafði láðst að gera ráð fyrir fyrndum vöxtum í útreikningum sínum upp á 10,6 milljónir króna. Þar sem það er mjög skýrt í lögum að sýslumanni beri að gera ráð fyrir fyrningu vaxta við úthlutun töldum við þetta mál verða fljótleyst enda er fyrning vaxta eitt af því fáa sem lögfræðingar ættu aldrei að geta gert ágreining um. Það er eingöngu spurning um dagsetningar. Fyrndir vextir geta því í raun aldrei verið „lögfræðilegt álitamál“, vextir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Sýslumaður sinnti ekki andmælum okkar Við lögðum því fram andmæli okkar sem að sjálfsögðu voru rökstudd nákvæmum útreikningum, en þar gerðist það sem ágreiningurinn snýst um, að sýslumaður ákvað að sinna ekki ábendingum okkar heldur benti okkur á að leita til dómstóla ef við værum ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta kom okkur vægast sagt í opna skjöldu. Bæði eru lögin skýr hvað þetta varðar og svo er ljóst að þarna var jafnræðisregla stjórnarskrárinnar brotin, því við höfum beina vitneskju um a.m.k. tvö mál þar sem annars vegar sýslumaður tók tillit til fyrndra vaxta við úthlutun og svo þar sem bankinn sjálfur að eigin frumkvæði tók tillit til fyrndra vaxta. Þarna hefst tveggja ára þrautarganga okkar fyrir dómstólum. Þar sem við upplifðum aftur og aftur verstu hliðar íslensks réttarkerfis. Í stuttu máli þá tæmdum við öll réttarúrræði á Íslandi á tæpum tveimur árum en fengum aldrei úrskurð dómstóls um ágreiningsmálið, fyrningu vaxtanna. Það verður að segjast að það er gríðarlega alvarlegt að ef embættismenn brjóta lög, þá hrökkvi „kerfið“ í vörn fyrir þá og virði að vettugi réttindi neytandans sem telur að brotið hafi verið á sér. Ég get ekki annað en spurt fyrir hverja þessi „kerfi“ okkar eigi að vinna. Er það virkilega þeirra fyrsta skylda að vernda eigin embættismenn í stað þess að þjóna fólkinu í landinu? Bara í okkar máli, og þau eru fleiri, er augljóst að embættismenn kerfisins telja það frumskyldu sína að verja hvorn annan á kostnað einstaklinga sem telja að brotið hafi verið á réttindum sínum. Það er óumdeilanleg staðreynd að „engin úrskurður“ er alltaf sigur þeirra sem valdið hafa. Í mál við ríkið Í upphafi þessar árs höfðum við samband við lögfræðing og í lok febrúar sendi hann ítarlegt erindi til Ríkislögmanns fyrir okkar hönd sem Ríkislögmaður hafnaði þann 19. maí 2023. Í svarinu, sem er fimmtán línur í allt, er málið sagt fyrnt og vísað til þess að dómstólar hafi þegar úrskurðað um fyrndu vextina. Hið síðarnefnda er augljóslega rangt því, eins og rakið er í greinagerðinni, tóku dómstólar aldrei afstöðu til þess hvort vextirnir væru fyrndir eða ekki. Fyrning málsins er hins vegar á gráu svæði og hægt að fella okkur á henni. Fyrningartími svona mála er fjögur ár og þau eru vissulega liðinn ef litið er til þess að úthlutun sýslumanns fór fram í janúar 2018. En við teljum að líta beri til þess að í heil tvö ár tæmdum við öll réttarúrræði á Íslandi án þess að fá úrskurð. Sá tími ætti í raun ekki að telja og auk þess var það ekki fyrr en í desember 2019 sem brot sýslumanns var fullframið, þegar við hjónin náðum nauðasamningum við Arion banka og endanlega varð ljóst að bankinn myndi halda þessum 10,6 milljónum. Við erum enn þá innan þeirra marka. Ef einhver spyr hvort við hefðum ekki bara getað lagt fyrr af stað í þessa vegferð okkar þannig að þetta væri ekki svona tæpt, er svarið við því nei. Þegar ellefu ára baráttu okkar við bankann lauk í desember 2019 vorum við algjörlega þurrausin á líkama og sál, svo ekki sé minnst á fjárhagslega. Á þeim tímapunkti var búið að skikka mig í veikindaleyfi vegna örmögnunar auk þess sem á skall heimsfaraldur (sem margir hafa notað sér til afsökunar í mörgu). Allt spilaði þetta sína rullu og við lögðumst hreinlega í hýði til að safna kröftum. Auk þess er það raunin að fjárhagslega getur venjulegt fólk ekki staðið í svona baráttu til lengdar og „kerfið“ reiðir sig á það að fólk gefist upp í baráttunni og ef ég væri ekki orðin alþingismaður ættum við enga möguleika á að halda áfram að leita réttar okkar, því lögfræðiþjónusta er gríðarlega kostnaðarsöm. Það er dapurlegt að réttlæti á Íslandi virðist bara fyrir þá sem hafa efni á að berjast fyrir því eða eru tilbúnir að fórna miklu. Ríkislögmaður neitar okkur um gögn Í svari Ríkislögmanns var vísað til umsagna frá bæði dómsmálaráðuneytinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskuðum að sjálfsögðu eftir að fá skjölin í hendurnar og erindi þar að lútandi var sent Ríkislögmanni. En þá bar svo við að erindi okkar var hafnað og okkur neitað um þessi málsgögn með vísan til upplýsingalaga. Það kom okkur vægast sagt á óvart. Við teljum engan vafa leika á því að við eigum rétt á að fá þessi skjöl afhent, enda fjalla þau eingöngu um okkar mál og snerta enga aðra. Við kærðum ákvörðun Ríkislögmanns til Úrskurðanefndar um upplýsingamál í júní, en þegar þetta er skrifað hefur nefndin ekki enn skilað úrskurði þó að fimm mánuðir séu liðnir frá kæru og þrátt fyrir ítrekanir frá lögmanni okkar. Hvar er til ráða þegar „kerfið“ brýtur markvisst á fólki? Hér er málið statt. Við erum í ferlinu miðju og höfum nú neyðst til að leita til dómstóla enn eina ferðina, dómstóla sem, lái okkur hver sem vill, við berum lítið traust til. Við höfum ekki enn, í allri baráttu okkar og málaferlum frá hruninu, upplifað réttlæti hjá dómstólum. „Kerfið“ er hreinlega fjandsamlegt þeim sem leita réttar síns og virðist frekar vilja halda áfram að brjóta á þeim sem reyna að sækja sjálfsögð réttindi sín, í stað þess að viðurkenna mistök. Virðingin fyrir einstaklingum sem eiga oft mikla hagsmuni undir, er engin. Einnig blasir það við að möguleikar fólks á réttlæti fara í raun eftir efnahag og allar tafir, eins og t.d. þegar okkur er neitað um gögn, kosta umtalsverðar fjárhæðir. Okkur líður stundum eins og lax á stöng, sem veiðimaðurinn leikur sér að því að þreyta þangað til hann gefst upp á baráttunni. Afleiðingar á afleiðingar ofan Það er staðreynd að sýslumaður tók meðvitaða ákvörðun um að afhenta Arion banka 10,6 milljónir króna sem við hefðum átt að fá. Það fé verður aldrei endurheimt frá bankanum: þannig að núna er það orðið ríkisins að bæta okkur skaðann sem sýslumannsfulltrúinn olli okkur með því að sinna ekki lögboðinni skyldu sinni. Það var ekki ætlun okkar, enda gerðum við allt sem í okkar valdi stóð í heil tvö ár til að sækja þetta fé frá Arion banka. Eftir allt sem við vorum búin að ganga í gegnum hefðu þessir peningar munað okkur öllu við að byggja upp líf okkar á ný. Svo talað sé tungumál sem kerfið skilur, þá er það ekki „einskiptisaðgerð“ eða „einskiptiskostnaður“ að „glata“ svona upphæðum. Það má líkja áhrifunum við stein sem kastað er í vatn. Öldurnar og áhrifin ná lengra og dýpra en við sjáum. Sem dæmi um langvarandi áhrif má nefna að fyrir utan allan þann kostnað sem við höfum þurft að leggja í til að leita réttar okkar, þá höfum við t.d. greitt af hærri lánum sem þessu nemur í fjögur ár. Við höfum ekki getað farið í endurbætur á heimili okkar, ekki getað tekið okkur langþráð frí eftir erfið ár, ekki getað stutt börnin okkar með þeim hætti sem við hefðum viljað og svo mætti lengi telja. Í stuttu máli er ekki hægt að fullyrða hvað hefði orðið ef við hefðum haft þetta fé til umráða og ekki þurft að leggja í þessa baráttu, en ljóst er þó að lífið hefði bæði verið öðruvísi og betra. Skaðinn er ómældur og sá hluti sem þó er hægt að meta til fjár, upp á miklu meira en 10,6 milljónir. Hvort á að vega þyngra: Augljóst brot eða „tæknilegar ástæður“? Barátta okkar fyrir réttlæti hefur varað alla tíð frá hruni, eða í heil fimmtán ár. Við höfum stundum lýst baráttu okkar sem „lengsta þrjósku kasti allra tíma“ og erum bara alls ekki til í að leyfa sýslumannsembættinu að stela af okkur 10,6 milljónum króna og afhenda Arion banka á silfurfati þegjandi og hljóðalaust. Réttlæti skiptir okkur miklu máli. Svona lagað á ekki að geta gerst og við viljum fá þetta fé til baka með vöxtum. Annað er að eftir að hafa staðið í fararbroddi baráttunnar fyrir þau sem misstu heimili sín á árunum eftir bankahrunið 2008, veit ég að það næst aldrei réttlæti og verða aldrei breytingar, nema að þeir sem tök hafa á, taki málin „alla leið“ og veki þannig athygli á því óréttlæti sem við höfum svo mörg upplifað. Það er augljóst og í raun óumdeilt að brotið var á okkur með grófum hætti. Lögin eru skýr. Mótrökum svarað Nokkrum málsástæðum mun vera teflt gegn okkur í þeim málaferlum sem fram undan eru: #1 Málið er fyrnt Það má vissulega færa rök fyrir því að svo sé. En þá ber að líta til þess að við tókum tvö heil ár í að tæma öll réttarúrræði á Íslandi án þess að fá úrskurð um fyrndu vextina og það eru ekki enn fjögur ár frá því fullljóst varð að Arion banki héldi þessu fé og tjón okkar af skaðabótaskyldri háttsemi sýslumanns raungerðist. Við teljum að miða eigi við þann tíma og/eða draga þau tvö ár frá sem við sannanlega börðumst. Eftir stendur að lögin eru skýr – annað eru tækniatriði. #2 Við skrifuðum undir samkomulag við Arion banka og lukum þannig málinu Þegar Arion banki setti okkur þá afarkosti að við þyrftum að draga til baka mál okkar fyrir Endurupptökunefnd svo þeir myndu selja okkur fjölskylduheimilið til baka, þá lá við að ég segði þeim að éta það sem úti frýs. Í þrjá daga barðist ég við þá tilfinningu en svo náði skynsemin yfirhöndinni. Við urðum að bjarga því sem bjargað varð og Guði sé lof að við gerðum það því annars værum við í hrikalegri stöðu. Endurupptökunefnd hafði þá ekki getað úrskurðað í þessu einfalda máli í heila átta mánuði og við höfðum ekki mikla ástæðu til að treysta að úrskurðurinn yrði okkur í vil frekar en aðrir dómar í þessu máli. Þess ber að geta að auk alls þess sem rakið hefur verið hér, þá var einn dómari í málinu við Landsrétt ólöglega skipaður, sem hefði eitt og sér átt að nægja fyrir skjótri ákvörðun um endurupptöku málsins. Við biðum með að draga málið til baka eins lengi og við gátum í veikri von um úrskurð, en gerðum það loksins 13. desember 2019 og skrifuðum undir samning við Arion banka þann sama dag. Það var búið að mála okkur út í horn – og þarna urðu afleiðingar rangrar ákvörðunar sýslumanns endanlega ljósar. En hvernig sem það allt er stendur eftir spurningin; Eigum við að gjalda fyrir lögbrot Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu? Um lögin, frumkvæðisskyldu og ranga útreikninga Þér Sigríður, verður að reikna til vorkunnar að þú varst ekki í sýslumaður þegar þessi brot gegn okkur voru framin. Ég vil leyfa mér að vona að þú hylmir ekki yfir mistökum sem þessum, sem hafa reynst afdrifarík, svo ekki sé meira sagt, fyrir mig og mitt fólk. Ég vil því spyrja í ljósi þess sem hér hefur verið rakið: 1Var þér kunnugt um þetta mál fyrir þennan lestur? Veistu um fleiri dæmi þess að sýslumannsfulltrúar hafi brotið lög og valdið gerðarþolum fjárhagslegu tjóni? Í máli okkar vegna rangrar framkvæmdar uppboðs (sem ekki er rakið hér) barst bréf frá yfirmanni lögfræðisviðs sýslumannsembættisins, þar sem hann fullyrti að gjörðin hefði að öllu farið fram samkvæmt lögum. Þessi maður var ekki viðstaddur umrædda gjörð. Telur þú slík vinnubrögð embættinu til sóma, embætti sem hefur það hlutverk að koma fram sem fulltrúi laga og réttar í viðkvæmum og erfiðum málum? Í 2. málsl. 4. mgr. 50. gr. laga um nauðungarsölur stendur: „Ef krafa er fyrndeða hefur glatað réttarvernd að einhverju marki skal sýslumaður færa niður fjárhæð hennar í frumvarpi sem því nemur af sjálfsdáðum.” Er ekki augljós að samkvæmt þessari málsgrein laganna sé það skylda sýslumanns að taka tillit til fyrningar vaxta við úthlutun söluverðs vegna uppboðs? Samkvæmt fyrrnefndri lagagrein ber sýslumaður frumkvæðisskyldu í máli sem þessu. Í okkar máli er ekki nóg með að sýslumaður hafi ekki fylgt frumkvæðisskyldu sinni, heldur sinnti hann ekki heldur ábendingum um ranga útreikninga. Er það venjan að sýslumaður taki útreikningum bankanna sem heilögum sannleik og neiti að endurskoða þá þó gerðarþoli geti sýnt fram á annað? Er það ekki skylda sýslumanns að fara að lögum og þar með þeim að taka tillit til fyrningar vaxta við úthlutun söluverðs vegna uppboðs? Eru ekki einhverjir samræmdir verkferlar sem fulltrúar embættisins eiga að fara eftir, eða fer það eftir persónulegu mati þeirra í hvert skipti hvort þeir fylgi lögum eða ekki? Þessi málarekstur er áfellisdómur fyrir embætti Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu og mikið væri gott ef embættið myndi viðurkenna mistök sín í þessu tiltekna máli og sjá þannig til þess að réttlæti nái fram að ganga svo traust á embættinu veikist ekki meira en þegar er orðið. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þann 23. nóvember 2023. Bestu kveðjur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Höfundur er 3. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Stjórnsýsla Flokkur fólksins Arion banki Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Opið bréf til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Sigríðar Kristinsdóttur Sæl Sigríður, Við hjónin höfum höfðað mál við gegn ríkinu vegna þess sem varla er hægt að kalla annað en rán um hábjartan dag, þegar sýslumaður ákvað að taka af okkur hjónum 10,6 milljónir króna og færa Arion banka til eignar. Lái okkur hver sem vill, en við erum ekki tilbúin að sætta okkur við það. Málavextir eru þeir að eftir uppboð á eign okkar í apríl 2017 neitaði sýslumaður að taka tillit til fyrndra vaxta við úthlutun söluandvirðis. Því úthlutaði sýslumaður Arion banka mun hærri fjárhæð en sem nam eftirstöðvum skuldabréfs okkar. Úthlutunin fór ekki fram fyrr en í janúar 2018, vegna málaferla okkar sökum ólöglegrar framkvæmdar á uppboðinu, sem við látum liggja á milli hluta núna. Við fengum því ekki afhentar upplýsingar um úthlutun söluandvirðis fyrr en 20. desember 2017. Við fengum ekki að vita þær forsendur sem lágu að baki úthlutuninni, þ.e. útreikning sýslumanns á skiptingu söluandvirðisins, fyrr en skjal þess efnis var borið í hús til okkar þann 20. desember. Við fengum aðeins tvær vikur frá þeim degi til andmæla, til 4. janúar 2018. Við höfðum sem betur aðgang að sérfræðingi Hagsmunasamtaka heimilanna, sem var fljótur að sjá að sýslumanni hafði láðst að gera ráð fyrir fyrndum vöxtum í útreikningum sínum upp á 10,6 milljónir króna. Þar sem það er mjög skýrt í lögum að sýslumanni beri að gera ráð fyrir fyrningu vaxta við úthlutun töldum við þetta mál verða fljótleyst enda er fyrning vaxta eitt af því fáa sem lögfræðingar ættu aldrei að geta gert ágreining um. Það er eingöngu spurning um dagsetningar. Fyrndir vextir geta því í raun aldrei verið „lögfræðilegt álitamál“, vextir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Sýslumaður sinnti ekki andmælum okkar Við lögðum því fram andmæli okkar sem að sjálfsögðu voru rökstudd nákvæmum útreikningum, en þar gerðist það sem ágreiningurinn snýst um, að sýslumaður ákvað að sinna ekki ábendingum okkar heldur benti okkur á að leita til dómstóla ef við værum ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta kom okkur vægast sagt í opna skjöldu. Bæði eru lögin skýr hvað þetta varðar og svo er ljóst að þarna var jafnræðisregla stjórnarskrárinnar brotin, því við höfum beina vitneskju um a.m.k. tvö mál þar sem annars vegar sýslumaður tók tillit til fyrndra vaxta við úthlutun og svo þar sem bankinn sjálfur að eigin frumkvæði tók tillit til fyrndra vaxta. Þarna hefst tveggja ára þrautarganga okkar fyrir dómstólum. Þar sem við upplifðum aftur og aftur verstu hliðar íslensks réttarkerfis. Í stuttu máli þá tæmdum við öll réttarúrræði á Íslandi á tæpum tveimur árum en fengum aldrei úrskurð dómstóls um ágreiningsmálið, fyrningu vaxtanna. Það verður að segjast að það er gríðarlega alvarlegt að ef embættismenn brjóta lög, þá hrökkvi „kerfið“ í vörn fyrir þá og virði að vettugi réttindi neytandans sem telur að brotið hafi verið á sér. Ég get ekki annað en spurt fyrir hverja þessi „kerfi“ okkar eigi að vinna. Er það virkilega þeirra fyrsta skylda að vernda eigin embættismenn í stað þess að þjóna fólkinu í landinu? Bara í okkar máli, og þau eru fleiri, er augljóst að embættismenn kerfisins telja það frumskyldu sína að verja hvorn annan á kostnað einstaklinga sem telja að brotið hafi verið á réttindum sínum. Það er óumdeilanleg staðreynd að „engin úrskurður“ er alltaf sigur þeirra sem valdið hafa. Í mál við ríkið Í upphafi þessar árs höfðum við samband við lögfræðing og í lok febrúar sendi hann ítarlegt erindi til Ríkislögmanns fyrir okkar hönd sem Ríkislögmaður hafnaði þann 19. maí 2023. Í svarinu, sem er fimmtán línur í allt, er málið sagt fyrnt og vísað til þess að dómstólar hafi þegar úrskurðað um fyrndu vextina. Hið síðarnefnda er augljóslega rangt því, eins og rakið er í greinagerðinni, tóku dómstólar aldrei afstöðu til þess hvort vextirnir væru fyrndir eða ekki. Fyrning málsins er hins vegar á gráu svæði og hægt að fella okkur á henni. Fyrningartími svona mála er fjögur ár og þau eru vissulega liðinn ef litið er til þess að úthlutun sýslumanns fór fram í janúar 2018. En við teljum að líta beri til þess að í heil tvö ár tæmdum við öll réttarúrræði á Íslandi án þess að fá úrskurð. Sá tími ætti í raun ekki að telja og auk þess var það ekki fyrr en í desember 2019 sem brot sýslumanns var fullframið, þegar við hjónin náðum nauðasamningum við Arion banka og endanlega varð ljóst að bankinn myndi halda þessum 10,6 milljónum. Við erum enn þá innan þeirra marka. Ef einhver spyr hvort við hefðum ekki bara getað lagt fyrr af stað í þessa vegferð okkar þannig að þetta væri ekki svona tæpt, er svarið við því nei. Þegar ellefu ára baráttu okkar við bankann lauk í desember 2019 vorum við algjörlega þurrausin á líkama og sál, svo ekki sé minnst á fjárhagslega. Á þeim tímapunkti var búið að skikka mig í veikindaleyfi vegna örmögnunar auk þess sem á skall heimsfaraldur (sem margir hafa notað sér til afsökunar í mörgu). Allt spilaði þetta sína rullu og við lögðumst hreinlega í hýði til að safna kröftum. Auk þess er það raunin að fjárhagslega getur venjulegt fólk ekki staðið í svona baráttu til lengdar og „kerfið“ reiðir sig á það að fólk gefist upp í baráttunni og ef ég væri ekki orðin alþingismaður ættum við enga möguleika á að halda áfram að leita réttar okkar, því lögfræðiþjónusta er gríðarlega kostnaðarsöm. Það er dapurlegt að réttlæti á Íslandi virðist bara fyrir þá sem hafa efni á að berjast fyrir því eða eru tilbúnir að fórna miklu. Ríkislögmaður neitar okkur um gögn Í svari Ríkislögmanns var vísað til umsagna frá bæði dómsmálaráðuneytinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskuðum að sjálfsögðu eftir að fá skjölin í hendurnar og erindi þar að lútandi var sent Ríkislögmanni. En þá bar svo við að erindi okkar var hafnað og okkur neitað um þessi málsgögn með vísan til upplýsingalaga. Það kom okkur vægast sagt á óvart. Við teljum engan vafa leika á því að við eigum rétt á að fá þessi skjöl afhent, enda fjalla þau eingöngu um okkar mál og snerta enga aðra. Við kærðum ákvörðun Ríkislögmanns til Úrskurðanefndar um upplýsingamál í júní, en þegar þetta er skrifað hefur nefndin ekki enn skilað úrskurði þó að fimm mánuðir séu liðnir frá kæru og þrátt fyrir ítrekanir frá lögmanni okkar. Hvar er til ráða þegar „kerfið“ brýtur markvisst á fólki? Hér er málið statt. Við erum í ferlinu miðju og höfum nú neyðst til að leita til dómstóla enn eina ferðina, dómstóla sem, lái okkur hver sem vill, við berum lítið traust til. Við höfum ekki enn, í allri baráttu okkar og málaferlum frá hruninu, upplifað réttlæti hjá dómstólum. „Kerfið“ er hreinlega fjandsamlegt þeim sem leita réttar síns og virðist frekar vilja halda áfram að brjóta á þeim sem reyna að sækja sjálfsögð réttindi sín, í stað þess að viðurkenna mistök. Virðingin fyrir einstaklingum sem eiga oft mikla hagsmuni undir, er engin. Einnig blasir það við að möguleikar fólks á réttlæti fara í raun eftir efnahag og allar tafir, eins og t.d. þegar okkur er neitað um gögn, kosta umtalsverðar fjárhæðir. Okkur líður stundum eins og lax á stöng, sem veiðimaðurinn leikur sér að því að þreyta þangað til hann gefst upp á baráttunni. Afleiðingar á afleiðingar ofan Það er staðreynd að sýslumaður tók meðvitaða ákvörðun um að afhenta Arion banka 10,6 milljónir króna sem við hefðum átt að fá. Það fé verður aldrei endurheimt frá bankanum: þannig að núna er það orðið ríkisins að bæta okkur skaðann sem sýslumannsfulltrúinn olli okkur með því að sinna ekki lögboðinni skyldu sinni. Það var ekki ætlun okkar, enda gerðum við allt sem í okkar valdi stóð í heil tvö ár til að sækja þetta fé frá Arion banka. Eftir allt sem við vorum búin að ganga í gegnum hefðu þessir peningar munað okkur öllu við að byggja upp líf okkar á ný. Svo talað sé tungumál sem kerfið skilur, þá er það ekki „einskiptisaðgerð“ eða „einskiptiskostnaður“ að „glata“ svona upphæðum. Það má líkja áhrifunum við stein sem kastað er í vatn. Öldurnar og áhrifin ná lengra og dýpra en við sjáum. Sem dæmi um langvarandi áhrif má nefna að fyrir utan allan þann kostnað sem við höfum þurft að leggja í til að leita réttar okkar, þá höfum við t.d. greitt af hærri lánum sem þessu nemur í fjögur ár. Við höfum ekki getað farið í endurbætur á heimili okkar, ekki getað tekið okkur langþráð frí eftir erfið ár, ekki getað stutt börnin okkar með þeim hætti sem við hefðum viljað og svo mætti lengi telja. Í stuttu máli er ekki hægt að fullyrða hvað hefði orðið ef við hefðum haft þetta fé til umráða og ekki þurft að leggja í þessa baráttu, en ljóst er þó að lífið hefði bæði verið öðruvísi og betra. Skaðinn er ómældur og sá hluti sem þó er hægt að meta til fjár, upp á miklu meira en 10,6 milljónir. Hvort á að vega þyngra: Augljóst brot eða „tæknilegar ástæður“? Barátta okkar fyrir réttlæti hefur varað alla tíð frá hruni, eða í heil fimmtán ár. Við höfum stundum lýst baráttu okkar sem „lengsta þrjósku kasti allra tíma“ og erum bara alls ekki til í að leyfa sýslumannsembættinu að stela af okkur 10,6 milljónum króna og afhenda Arion banka á silfurfati þegjandi og hljóðalaust. Réttlæti skiptir okkur miklu máli. Svona lagað á ekki að geta gerst og við viljum fá þetta fé til baka með vöxtum. Annað er að eftir að hafa staðið í fararbroddi baráttunnar fyrir þau sem misstu heimili sín á árunum eftir bankahrunið 2008, veit ég að það næst aldrei réttlæti og verða aldrei breytingar, nema að þeir sem tök hafa á, taki málin „alla leið“ og veki þannig athygli á því óréttlæti sem við höfum svo mörg upplifað. Það er augljóst og í raun óumdeilt að brotið var á okkur með grófum hætti. Lögin eru skýr. Mótrökum svarað Nokkrum málsástæðum mun vera teflt gegn okkur í þeim málaferlum sem fram undan eru: #1 Málið er fyrnt Það má vissulega færa rök fyrir því að svo sé. En þá ber að líta til þess að við tókum tvö heil ár í að tæma öll réttarúrræði á Íslandi án þess að fá úrskurð um fyrndu vextina og það eru ekki enn fjögur ár frá því fullljóst varð að Arion banki héldi þessu fé og tjón okkar af skaðabótaskyldri háttsemi sýslumanns raungerðist. Við teljum að miða eigi við þann tíma og/eða draga þau tvö ár frá sem við sannanlega börðumst. Eftir stendur að lögin eru skýr – annað eru tækniatriði. #2 Við skrifuðum undir samkomulag við Arion banka og lukum þannig málinu Þegar Arion banki setti okkur þá afarkosti að við þyrftum að draga til baka mál okkar fyrir Endurupptökunefnd svo þeir myndu selja okkur fjölskylduheimilið til baka, þá lá við að ég segði þeim að éta það sem úti frýs. Í þrjá daga barðist ég við þá tilfinningu en svo náði skynsemin yfirhöndinni. Við urðum að bjarga því sem bjargað varð og Guði sé lof að við gerðum það því annars værum við í hrikalegri stöðu. Endurupptökunefnd hafði þá ekki getað úrskurðað í þessu einfalda máli í heila átta mánuði og við höfðum ekki mikla ástæðu til að treysta að úrskurðurinn yrði okkur í vil frekar en aðrir dómar í þessu máli. Þess ber að geta að auk alls þess sem rakið hefur verið hér, þá var einn dómari í málinu við Landsrétt ólöglega skipaður, sem hefði eitt og sér átt að nægja fyrir skjótri ákvörðun um endurupptöku málsins. Við biðum með að draga málið til baka eins lengi og við gátum í veikri von um úrskurð, en gerðum það loksins 13. desember 2019 og skrifuðum undir samning við Arion banka þann sama dag. Það var búið að mála okkur út í horn – og þarna urðu afleiðingar rangrar ákvörðunar sýslumanns endanlega ljósar. En hvernig sem það allt er stendur eftir spurningin; Eigum við að gjalda fyrir lögbrot Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu? Um lögin, frumkvæðisskyldu og ranga útreikninga Þér Sigríður, verður að reikna til vorkunnar að þú varst ekki í sýslumaður þegar þessi brot gegn okkur voru framin. Ég vil leyfa mér að vona að þú hylmir ekki yfir mistökum sem þessum, sem hafa reynst afdrifarík, svo ekki sé meira sagt, fyrir mig og mitt fólk. Ég vil því spyrja í ljósi þess sem hér hefur verið rakið: 1Var þér kunnugt um þetta mál fyrir þennan lestur? Veistu um fleiri dæmi þess að sýslumannsfulltrúar hafi brotið lög og valdið gerðarþolum fjárhagslegu tjóni? Í máli okkar vegna rangrar framkvæmdar uppboðs (sem ekki er rakið hér) barst bréf frá yfirmanni lögfræðisviðs sýslumannsembættisins, þar sem hann fullyrti að gjörðin hefði að öllu farið fram samkvæmt lögum. Þessi maður var ekki viðstaddur umrædda gjörð. Telur þú slík vinnubrögð embættinu til sóma, embætti sem hefur það hlutverk að koma fram sem fulltrúi laga og réttar í viðkvæmum og erfiðum málum? Í 2. málsl. 4. mgr. 50. gr. laga um nauðungarsölur stendur: „Ef krafa er fyrndeða hefur glatað réttarvernd að einhverju marki skal sýslumaður færa niður fjárhæð hennar í frumvarpi sem því nemur af sjálfsdáðum.” Er ekki augljós að samkvæmt þessari málsgrein laganna sé það skylda sýslumanns að taka tillit til fyrningar vaxta við úthlutun söluverðs vegna uppboðs? Samkvæmt fyrrnefndri lagagrein ber sýslumaður frumkvæðisskyldu í máli sem þessu. Í okkar máli er ekki nóg með að sýslumaður hafi ekki fylgt frumkvæðisskyldu sinni, heldur sinnti hann ekki heldur ábendingum um ranga útreikninga. Er það venjan að sýslumaður taki útreikningum bankanna sem heilögum sannleik og neiti að endurskoða þá þó gerðarþoli geti sýnt fram á annað? Er það ekki skylda sýslumanns að fara að lögum og þar með þeim að taka tillit til fyrningar vaxta við úthlutun söluverðs vegna uppboðs? Eru ekki einhverjir samræmdir verkferlar sem fulltrúar embættisins eiga að fara eftir, eða fer það eftir persónulegu mati þeirra í hvert skipti hvort þeir fylgi lögum eða ekki? Þessi málarekstur er áfellisdómur fyrir embætti Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu og mikið væri gott ef embættið myndi viðurkenna mistök sín í þessu tiltekna máli og sjá þannig til þess að réttlæti nái fram að ganga svo traust á embættinu veikist ekki meira en þegar er orðið. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þann 23. nóvember 2023. Bestu kveðjur Ásthildur Lóa Þórsdóttir Höfundur er 3. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar