Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum Anna Lára Steindal skrifar 26. nóvember 2023 09:01 Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Skortur er á rannsóknum og umfjöllun um ofbeldi gagnvart fötluðum konum en eftirfarandi eru þó staðreyndir r sem liggja fyrir: Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en fatlaðir karlar. Rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri til að verða fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Fötluð börn eru í mun meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þó að fatlaðar stúlkur og konur verði oft fyrir sams konar ofbeldi og aðrar konur eru þær einnig útsettar fyrir formi ofbeldis sem verður til í skörun kyns og fötlunar. Þannig gerir félagsleg jaðarsetning , takmarkaðari hreyfanleiki, erfiðara aðgengi að umhverfi og upplýsingum og skortur á stuðningi þær sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og getur haft annars konar áhrif á líf þeirra en annarra kvenna sem eru fórnarlömb ofbeldis. Í sumum tilfellum eru gerendur umönnunaraðilar eða einhver nákominn sem þær eru háðar hvað varðar aðstoð vegna fötlunar sinnar eða fjárhagslega og/eða félagslega. Það gerir þeim enn erfiðara um vik að komast úr aðstæðunum sem þær eru í. Í öðrum tilfellum hafa fatlaðar stúlkur og konur vanist því vegna valdleysis síns og mismununar sem þær hafa þurft að þola að farið sé yfir persónuleg mörk þeirra og gera sér því síður grein fyrir því að þær eru þolendur ofbeldis. Ferlið við að tilkynna ofbeldi reynist fötluðum konum og stúlkum oft óaðgengilegt vegna þess að verkferlar gera ekki ráð fyrir reynsluheimi þeirra og þörfum. Í þessu samhengi má m.a. benda á fordóma og viðhorf gagnvart fötluðu fólki, aðgengi að umhverfi, aðgengi að upplýsingum, samskipti og tjáskiptaleiðir, skort á stuðningi við hæfi, vanfjármögnun og skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti fatlaðra stúlkna og kvenna. Stúlkur og konur með þroskahömlun og skyldar fatlanir Stúlkur og konur með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi af öllu tagi, þar með talið kynferðisofbeldi. Samkvæmt skýrslu sem The Roeher Institute gaf út árið 2004 í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Ottawa í Kanada eru tvöfalt meiri líkur á því að stúlkur og konur með þroskahömlun verði fyrir kynferðisofbeldi en ófatlaðar konur. Þær mæta einnig sérstökum hindrunum við að tilkynna eða kæra ofbeldi þar sem ferlið er óaðgengilegt, miðað við þarfir ófatlaðs fólks og aðferðafræði við yfirheyrslur og skýrslutökur taka ekki mið af þörfum þeirra. Það er því líklegra að framburður þeirra sé metinn ótrúverðugur og rannsókn hætt. Fatlaðar stúlkur og konur eru af sambærilegum ástæðum ólíklegri en aðrir þolendur ofbeldis til að leita sér aðstoðar, þar sem skortur er á aðstoð við hæfi. Fatlaðar stúlkur og konur búa við mismunun og aukna jaðarsetningu sem grundvallast á kyni, aldri og fötlun og stúlkur og konur með þroskahömlun eru í sérstakri hættu á kynferðisofbeldi. Rannsóknir benda til þess að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum og konum með þroskahömlun sé allt að tvisvar sinnum meira en gegn ófötluðum konum. Konur með þroskahömlun átta sig stundum ekki á því að verið er að beita þær ofbeldi og vangeta þeirra til að hafna ofbeldinu getur verið ranglega túlkuð sem samþykki. Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein og gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt geri það sem mögulegt er til uppræta allt ofbeldi gegn öllum konum. Í því skyni er mikilvægt að rannsaka samtvinnun kyns og fötlunar sem og aldurs til að skilja ofbeldið sem fatlaðar stúlkur og konur verða fyrir og þær flóknu aðstæður sem það leiðir af sér. Aðeins með aukinni þekkingu og innsýn er mögulegt að útfæra forvarnirnar og veita öllum þolendum kynbundins ofbeldis stuðning. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun