Strækum á ofbeldi! Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þann 24. október s.l. lögðu tugir þúsundir kvenna niður störf sín og lýstu yfir kvennaverkfalli. Kröfurnar voru einfaldar en því miður kunnuglegar. Fyrir utan almennar kröfur um útrýmingu á launamisrétti og mismunun þá var lögð sérstök áhersla á að ráða niðurlögum kynbundis ofbeldis. Árið er 2023 og kvenfrelsinu er enn haldið í skefjum ekki aðeins með almennri mismunun heldur einnig með ofbeldishegðun af hendi þess sem oft stendur konunni næst. Hættulegasti staður konunnar er enn heimili hennar. Þrátt fyrir aukna fræðslu, aukið umtal, fleiri úrræði – þá virðist kynbundið ofbeldi í nánum samböndum grassera sem aldrei fyrr. Konurnar nýta sér í auknum mæli þau úrræði sem standa til boða. Kvennaathvarfið er jafnan vel sótt af konum og börnum sem einfaldlega þurfa að rífa sig upp og flýja sín eigin heimili sökum ofbeldis. Aðsókn í viðtalsþjónustu Kvennaathvarfsins eykst stöðugt og hefur margfaldast á síðustu árum. En af hverju minnkar ekki ofbeldið? Hvað erum við að gera vitlaust? Á Arnarhóli stóðu konur á sviði og lásu upp svo hrikalega tölfræði um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í íslenskum raunveruleika að það sló þögn á kvenhafið. Þessi viðbjóður er jafnvel svo algengur að fámennur hópur kvenna getur ekki komið saman án þess að þar sé á meðal kona sem þolað hefur slíkt ofbeldi. Hvernig getur þetta staðist? Ég man að ég hugsaði með mér á þessari stundu á Arnarhóli „Vá, nú gerist eitthvað. Nú snúum við þessu við.“ Umræðurnar sem sköpuðust dagana eftir verkfallið voru svekkjandi og á algerum villigötum. Sáralítið fór lítið fyrir umræðu um kynbundið ofbeldi og hvernig við ættum að bregðast við þessum hrikalega faraldri sem nú geysar sem aldrei fyrr. Getur verið að samfélagið sé orðið svo gegnsýrt af ofbeldi að okkur hreinlega fallast hendur? Er baráttan vonlaus? Eru þetta einfaldlega hlutskipti nær helmings kynsystra minna? Nú þegar ég er aðeins búin að jafna mig á svekkelsinu þá finn ég baráttuandann rísa á ný. Auðvitað er fullt sem við getum gert! Nú er rétt að byggja á þeirri þekkingu sem hefur safnast saman í áranna rás og finna gloppurnar. Það er nauðsynlegt að halda áfram að þjónusta vel þolendur ofbeldis en líka mikilvægt að leggjast í meiri samfélagsrýni; hvað er það nákvæmlega í samfélagi okkar sem getur af sér slíka ofbeldismenn? Ofbeldismenn sem virðast ekki hafa neinn einkennandi bakgrunn, heldur koma úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Einnig er mikilvægt að skoða hvernig við getum sem samfélag aðstoðað konur við að stíga út úr ofbeldissambandi. Konur sem dvelja í Kvennaathvarfinu voru á sínum tíma spurðar hvað hefði mögulega getað flýtt því að þær slitu ofbeldissambandi. Margar töluðu um mikilvægi þess að einhver í umhverfi þeirra hefði einfaldlega spurt útí þeirra aðstæður. Slíkt getur verið vandmeðfarið fyrir aðstandanda og þá er gagnlegt leita til fagaðila. Vaktsími Kvennaathvarfsins er opinn allan sólarhringinn og þar getur fólk í þessum sporum leitað ráða. Mikilvægt er að hafa í huga að einangrun er helsta verkfæri ofbeldismannsins og hafa konur því oft lítið tengslanet. Þannig getur eina tenging konunnar við samfélagið verið í gegnum vinnu hennar, skóla barnanna, vini ofbeldismannsins eða annað slíkt. Þetta þýðir að við sem samfélag berum ábyrgð og með því að vera vakandi fyrir vísbendingum um ofbeldi getum við öll átt þátt í að rjúfa ofbeldishringinn sem þolendur eru gjarnan flæktir í. Baráttan við kynbundið ofbeldi í nánum samböndum er ekki einkamál kvenna heldur á ábyrgð samfélagsins í heild. Að uppræta kynbundið ofbeldi mun aldrei takast fyrr en öll kyn taka höndum saman og stræka á ofbeldi – ekki bara á tyllidögum heldur alla daga! Höfundur er framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar