Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna Friðleifur E. Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2023 10:01 Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) með stolti Arnarlax sem nýjan styrktaraðila. Alla jafna fá slíkar fréttir ekki mikla athygli og sjaldnast mikla neikvæða athygli eins og nú. Ljóst er að almenningur er mjög ósáttur með þessu ákvörðun HSÍ, en hvers vegna skyldi það vera? Jú, Arnarlax er fyrirtæki sem stundar laxeldi í opnum sjókvíum og hefur sá iðnaður verið mikið í fréttum og umræðunni undanfarna mánuði. Má þar nefna fréttir vegna slysaleppinga, ógnun við líffræðilegan fjölbreytileika, lúsafaraldurs, dýraníðs og margt fleira. Tilkynning HSÍ kemur út aðeins örfáum dögum eftir að nýjar kannanir sýna að um 70% Íslendinga eru andvígir þessum iðnaði, en eingöngu 10% hlynntir honum. Það má því með sanni segja að með þessu sé einn óvinsælasti iðnaður landsins að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum þjóðarsportsins. Í tilkynningu HSÍ kemur fram að vörumerki Arnarlax mun vera á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. Staðsetning vörumerkisins er nokkuð táknræn, þar sem fyrirtækið hefur sjálft í sífellu stungið Ísland, náttúru og umhverfi þess, í bakið með því að brjóta loforð sín. Umhverfisslys fyrirtækisins eru mörg og tíð og hefur fyrirtækið jafnframt gerst sekt um að upplýsa ekki um þau og reynt að koma sér undan ábyrgð. Fyrir örfáum árum sluppu til að mynda rúmlega 80.000 eldislaxar úr kví þeirra, sem fyrirtækið tilkynnti hvorki um né gerði þær nauðsynlegu varúðarráðstafnir sem lög segja til um. MAST taldi þetta brot alvarlegt og aðgæsluleysi fyrirtækisins vítavert og sektaði því Arnarlax um 120 milljónir króna, sem fyrirtækið er svo forhert að neita að greiða. Arnarlax fór einnig í dómsmál vegna aflagjalda til Vesturbyggðar á sama tíma og það hreykti sér af því að leggja sitt af mörkum til að bjarga brothættum byggðum og efla þar hagsæld. Arnarlax hikar þó ekki við að henda sér í íþróttaþvott með tilheyrandi kostnaði ef þar er von á að skora prik.Það verður að teljast nokkuð lýsandi fyrir siðferði og samfélagslegu ábyrgð Arnarlax að fyrirtækið taki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni sameiningartákns handboltans. Styrktaraðilar HSÍ hoppa á vagninn líklegast af tveimur ástæðum; sú fyrri er að það er gott að veita góðu framtaki brautargengi en sú seinni er að slík kynning getur verið jákvæð fyrir styrktaraðilann. Það má vera ljóst að virði þess að styrkja HSÍ með Arnarlax innanborðs er klárlega minna virði í þessari viku en það var í vikunni á undan. Ábyrgðin á þessu liggur einnig hjá formanni HSÍ og stjórn félagsins sem kæra sig kollótta um almenningsálitið. Hverjir koma næst inn, e.t.v. blóðmerarhaldarnir hjá Ísteka? Er klókt fyrir aðra styrktaraðila að vera í sömu kví og Arnarlax? Þetta samstarf HSÍ og Arnarlax vekur sjálfkrafa upp spurningar um ábyrgð og gildi. Ísland hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir hreina náttúru og stórkostlegt umhverfi og því skýtur það skökku við að HSÍ fari í samstarf með fyrirtæki í eigu Norðmanna sem veldur með starfsemi sinni miklum umhverfisskaða. HSÍ ætti að íhuga vel hvort það vilji vera táknmynd fyrir Ísland, land og þjóð, eða fyrir fyrirtæki sem stangast á við grunnstoðir íslenskrar náttúruverndar. Íslendingar eiga að standa með þeim sem vernda og virða náttúru landsins, ekki þeim sem valda henni skaða. Höfundur er formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna - North Atlantic Salmon Fund (NASF)
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun