Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2023 14:01 Julius Maada Bio, forseti Síerra Leóne, segir öryggi hafa verið tryggt. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun í morgun. EPA/IBRAHIM BARRIE Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. Íbúum landsins hefur verið ráðlagt að halda sig heima og eina alþjóðaflugvelli Síerra Leóne hefur verið lokað. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum, enn sem komið er. Frá árinu 2020 hafa átta valdarán verið framin af hermönnum í ríkjum Vestur-Afríku. BBC hefur eftir Julius Maada Bio, forseta, að ástandið sé rólegt en verið sé að leita allra árásarmannanna. Fréttamaður BBC í Freetown segir þó að enn ríki óreiða í Freetown. Hann keyrði til að mynda fram hjá hermönnum á lögreglubíl sem þeir höfðu tekið og framhjá hópi manna sem sungu um að þeir ætluðu að „hreinsa“ Síerra Leóne. Óljóst er hve mörgum var sleppt úr fangelsi en yfirvöld í Bandaríkjunum áætluðu árið 2019 að minnst tvö þúsund manns sætu þar inni. Skothríð heyrðist víða Reuters segir skothríð hafa heyrst í nokkrum hverfum Freetown í morgun í kjölfar árásarinnar á herstöðina. Fréttaveitan hefur eftir David Taluva, innanríkisráðherra, að árásarmennirnir hafi verið reknir á brott frá herstöðinni en á undanhaldi hafi þeir lagt hald á vopn lögregluþjóna. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Síerra Leóne hafi gengið gegnum töluverðan pólitískan óstöðugleika að undanförnu, í kjölfar kosninga sem haldnar voru í júní. Bio vann kosningarnar með rétt rúm 55 prósent atkvæða, sem er það sem þarf til að sleppa við aðra umferð. *BREAKING: Footage continues to show Other Prisoners Set Free From Pademba Road Prison Sierra Leone Correctional center pic.twitter.com/JtDjFL2UNP— Zagazola (@ZagazOlaMakama) November 26, 2023 Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og skort á gagnsæi, auk þess þeir segja ofbeldi og ógnunum hafa verið beitt. Meðlimir stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, APC, hafa neitað að viðurkenna úrslit kosninganna en forsvarsmenn flokksins og ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir samkomulag í október, sem Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja komu að. Það fól í sér að APC hætti að sniðganga ríkisstjórnina og tæki þátt í ríkisrekstrinum í skiptum fyrir að yfirvöld hættu að höfða mál gegn og fangelsa meðlimi APC í málum sem forsvarsmenn flokksins sögðu pólitísks eðlis. Síerra Leóne Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Íbúum landsins hefur verið ráðlagt að halda sig heima og eina alþjóðaflugvelli Síerra Leóne hefur verið lokað. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum, enn sem komið er. Frá árinu 2020 hafa átta valdarán verið framin af hermönnum í ríkjum Vestur-Afríku. BBC hefur eftir Julius Maada Bio, forseta, að ástandið sé rólegt en verið sé að leita allra árásarmannanna. Fréttamaður BBC í Freetown segir þó að enn ríki óreiða í Freetown. Hann keyrði til að mynda fram hjá hermönnum á lögreglubíl sem þeir höfðu tekið og framhjá hópi manna sem sungu um að þeir ætluðu að „hreinsa“ Síerra Leóne. Óljóst er hve mörgum var sleppt úr fangelsi en yfirvöld í Bandaríkjunum áætluðu árið 2019 að minnst tvö þúsund manns sætu þar inni. Skothríð heyrðist víða Reuters segir skothríð hafa heyrst í nokkrum hverfum Freetown í morgun í kjölfar árásarinnar á herstöðina. Fréttaveitan hefur eftir David Taluva, innanríkisráðherra, að árásarmennirnir hafi verið reknir á brott frá herstöðinni en á undanhaldi hafi þeir lagt hald á vopn lögregluþjóna. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Síerra Leóne hafi gengið gegnum töluverðan pólitískan óstöðugleika að undanförnu, í kjölfar kosninga sem haldnar voru í júní. Bio vann kosningarnar með rétt rúm 55 prósent atkvæða, sem er það sem þarf til að sleppa við aðra umferð. *BREAKING: Footage continues to show Other Prisoners Set Free From Pademba Road Prison Sierra Leone Correctional center pic.twitter.com/JtDjFL2UNP— Zagazola (@ZagazOlaMakama) November 26, 2023 Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og skort á gagnsæi, auk þess þeir segja ofbeldi og ógnunum hafa verið beitt. Meðlimir stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, APC, hafa neitað að viðurkenna úrslit kosninganna en forsvarsmenn flokksins og ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir samkomulag í október, sem Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja komu að. Það fól í sér að APC hætti að sniðganga ríkisstjórnina og tæki þátt í ríkisrekstrinum í skiptum fyrir að yfirvöld hættu að höfða mál gegn og fangelsa meðlimi APC í málum sem forsvarsmenn flokksins sögðu pólitísks eðlis.
Síerra Leóne Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira