„Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 09:01 Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir tjáði sig um örlög hinnar sænsku Emiliu Brangefält. Instagram/@emiliabrangefalt/@eddahannesd Örlög ungrar sænskrar íþróttakonu á dögunum sýnir það svart að hvítu hvað er það versta sem getur gerst þegar íþróttafólk lendir í miklu mótlæti og missir móðinn. Þá er mikilvægt að það sé til staðar kerfi sem hugsar vel um íþróttafólkið á öllum tímum og ekki síst andlega hlutann þegar mótlætið í mikið og engin leið virðist fær út úr svartnættinu. Fréttin af hræðilegum örlögum hinnar sænsku Emiliu Brangefält er víti til varnaðar. Utanvegahlauparinn átti frábært ár 2022 en lendi í meiðslum og erfiðleikum á þessu ári. Hún endaði á því að taka sitt eigið líf. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur heldur betur kynnst mótlæti á síðustu árum en meiðsladraugurinn hefur elt hana nær stanslaust í tvö ár. Þekkir þetta á eigin skinni Guðlaug Edda er enn á ný að tjasla sér saman eftir meiðsli og er að reyna að hefja aftur æfingar fyrir sína krefjandi íþrótt. Hún þekkir því meiðsli og mótlæti á eigin skinni. Edda skrifar um fréttina af Emiliu Brangefält á Instagram síðu sinni og vekur þar athygli á mikilvægi þess að einhver grípi íþróttafólkið á svona erfiðum tímum. „Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann. Þetta er enn ein áminningin um það hversu mikilvægt það er fyrir okkur á Íslandi að koma á fót afreksmiðstöð sem getur gripið íþróttafólk í sambærilegri stöðu og hjálpað því strax,“ skrifar Guðlaug Edda. „Þess vegna langar mig að hvetja ykkur öll til að halda áfram að styðja við hugmyndir þeirra í afrekssviði um bætta umgjörð og aukið fjármagn inn í afreksíþróttir,“ skrifar Edda. Hún sjálf hefur verið lengi baráttukona fyrir betri umfjörð fyrir íslenskt afreksfólk. Sorgmædd „Ég er sorgmædd að lesa um hennar mál og hvernig fór en þetta er lærdómur fyrir okkur öll að hugsa um annað fólk af væntumþykju og virðingu því við vitum ekki hvað liggur að baki. Enginn á skilið að líða eins og sænsku stelpunni sem sá ekki aðrar leið út vegna þess að hún fékk ekki þá hjálp sem hún hefði þurft á að halda,“ skrifar Edda. Hún viðurkennir að þetta mál sé öfgafullt dæmi en samt mikilvægur lærdómur. „Það er auðvelt sem afreksíþróttamaður/kona að tengjast ferlinum og íþróttinni sterkum tilfinningaböndum. Svo sterkum að maður sér ekkert annað en íþróttina því maður þekkir ekki lífið án íþrótta,“ skrifar Edda meðal annars. Hljóma örugglega ótrúlega dramatísk „Ég veit ég hljóma örugglega ótrúlega dramatísk en það er allt í lagi. Mér finnst mikilvægt að segja eitthvað því ég er með þennan platform og rödd og þetta skiptir mig máli,“ skrifar Edda. „Ég held að það sé gott að þessu sé varpað út í íþróttasamfélagið til umræðu og eina af ástæðunum fyrir mikilvægi aukins stuðnings í afreksíþróttum á Íslandi,“ skrifar Edda. „Í afreksíþróttum eru íþróttir ekki lengur áhugamálið þitt heldur líka vinnan þín. Við erum mörg að æfa kannski upp í fimm klukkustundir á dag, plús tíminn sem fer að hugsa um endurhæfingu, næringu, svefn og annað sem tengist inn í ferlið. Það er óhjákvæmilegt að lífið snúist að miklu leyti í kingum æfingar og keppnir,“ skrifar Edda. „Ef það er tekið frá þér og ekkert grípur þig til að hjálpa þeir að ‚cope', getur það haft mikil áhrif á sálina. Það eru forréttindi að fá tækifæri að stunda íþróttir á svona háu stigi og keppa fyrir landið sitt en það er svo mikilvægt að það sé sterkur stuðningur og bakland með,“ skrifar Edda eins og sjá má á þessum skjáskotum hér fyrir neðan. Edda sjálf á skilið mikið hrós fyrir að þora og vilja tjá sig um mikilvæg málefni á opinberum vettvangi. Hún hefur farið í fararbroddi í baráttunni fyrir betri aðstöðu fyrir okkar besta íþróttafólk að elta metnaðarfull markmið sín. Meiðslin hafa gert henni erfitt fyrir en vonandi eru bjartari tímar framundan. @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Frjálsar íþróttir Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Þá er mikilvægt að það sé til staðar kerfi sem hugsar vel um íþróttafólkið á öllum tímum og ekki síst andlega hlutann þegar mótlætið í mikið og engin leið virðist fær út úr svartnættinu. Fréttin af hræðilegum örlögum hinnar sænsku Emiliu Brangefält er víti til varnaðar. Utanvegahlauparinn átti frábært ár 2022 en lendi í meiðslum og erfiðleikum á þessu ári. Hún endaði á því að taka sitt eigið líf. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur heldur betur kynnst mótlæti á síðustu árum en meiðsladraugurinn hefur elt hana nær stanslaust í tvö ár. Þekkir þetta á eigin skinni Guðlaug Edda er enn á ný að tjasla sér saman eftir meiðsli og er að reyna að hefja aftur æfingar fyrir sína krefjandi íþrótt. Hún þekkir því meiðsli og mótlæti á eigin skinni. Edda skrifar um fréttina af Emiliu Brangefält á Instagram síðu sinni og vekur þar athygli á mikilvægi þess að einhver grípi íþróttafólkið á svona erfiðum tímum. „Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann. Þetta er enn ein áminningin um það hversu mikilvægt það er fyrir okkur á Íslandi að koma á fót afreksmiðstöð sem getur gripið íþróttafólk í sambærilegri stöðu og hjálpað því strax,“ skrifar Guðlaug Edda. „Þess vegna langar mig að hvetja ykkur öll til að halda áfram að styðja við hugmyndir þeirra í afrekssviði um bætta umgjörð og aukið fjármagn inn í afreksíþróttir,“ skrifar Edda. Hún sjálf hefur verið lengi baráttukona fyrir betri umfjörð fyrir íslenskt afreksfólk. Sorgmædd „Ég er sorgmædd að lesa um hennar mál og hvernig fór en þetta er lærdómur fyrir okkur öll að hugsa um annað fólk af væntumþykju og virðingu því við vitum ekki hvað liggur að baki. Enginn á skilið að líða eins og sænsku stelpunni sem sá ekki aðrar leið út vegna þess að hún fékk ekki þá hjálp sem hún hefði þurft á að halda,“ skrifar Edda. Hún viðurkennir að þetta mál sé öfgafullt dæmi en samt mikilvægur lærdómur. „Það er auðvelt sem afreksíþróttamaður/kona að tengjast ferlinum og íþróttinni sterkum tilfinningaböndum. Svo sterkum að maður sér ekkert annað en íþróttina því maður þekkir ekki lífið án íþrótta,“ skrifar Edda meðal annars. Hljóma örugglega ótrúlega dramatísk „Ég veit ég hljóma örugglega ótrúlega dramatísk en það er allt í lagi. Mér finnst mikilvægt að segja eitthvað því ég er með þennan platform og rödd og þetta skiptir mig máli,“ skrifar Edda. „Ég held að það sé gott að þessu sé varpað út í íþróttasamfélagið til umræðu og eina af ástæðunum fyrir mikilvægi aukins stuðnings í afreksíþróttum á Íslandi,“ skrifar Edda. „Í afreksíþróttum eru íþróttir ekki lengur áhugamálið þitt heldur líka vinnan þín. Við erum mörg að æfa kannski upp í fimm klukkustundir á dag, plús tíminn sem fer að hugsa um endurhæfingu, næringu, svefn og annað sem tengist inn í ferlið. Það er óhjákvæmilegt að lífið snúist að miklu leyti í kingum æfingar og keppnir,“ skrifar Edda. „Ef það er tekið frá þér og ekkert grípur þig til að hjálpa þeir að ‚cope', getur það haft mikil áhrif á sálina. Það eru forréttindi að fá tækifæri að stunda íþróttir á svona háu stigi og keppa fyrir landið sitt en það er svo mikilvægt að það sé sterkur stuðningur og bakland með,“ skrifar Edda eins og sjá má á þessum skjáskotum hér fyrir neðan. Edda sjálf á skilið mikið hrós fyrir að þora og vilja tjá sig um mikilvæg málefni á opinberum vettvangi. Hún hefur farið í fararbroddi í baráttunni fyrir betri aðstöðu fyrir okkar besta íþróttafólk að elta metnaðarfull markmið sín. Meiðslin hafa gert henni erfitt fyrir en vonandi eru bjartari tímar framundan. @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Frjálsar íþróttir Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira