Hér má sjá viðtalið við Sól í heild sinni:
Sól vinnur gjarnan með efnivið frá sveitabæ föður síns undir Eyjafjöllum og lætur ekkert efni fara til spillis en hún segir vistvænar aðferðir einfaldlega gera hönnunina enn betri. Hún hefur vakið athygli fyrir hönnun sína úti í heimi en hún stundaði meistaranám við Central Saint Martins í London og hefur verið með sýningar þar, í París og víðar.
Hún setti meðal annars upp tískusýningu í gamalli kirkju í tengslum við Tískuvikuna í London og hefur klætt þekkt íslenskt tónlistarfólk á borð við Nönnu úr Of Monsters And Men og rappsveitina Reykjavíkurdætur.
„Ég er meira að skoða erlendan markað og er að vinna að því að fara með praktíkina mína aftur alveg út. Ég sé fyrir mér að setja upp mitt merki en ég sé ekki fyrir mér að hafa það mjög stórt. Ég elska svo mikið að vera svolítið hands on og fá að vera með puttana algjörlega í mínu. Markmiðið er að ná einhverju fallegu jafnvægi þar sem ég næ að njóta mín í sköpuninni en samt lifað af,“ segir Sól og hlær.