Daníel gagnrýnir þétta leikjaröð: Virðast ekki trúa á endurheimt hjá KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 14:01 Daníel Andri Halldórsson er að gera flotta hluti með Þórsliðið. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Þórs í Subway deild kvenna í körfubolta unnu óvæntasta sigur tímabilsins til þessa í gær þegar þær urðu fyrstar til að vinna topplið Keflavíkur. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni. Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni.
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik