Með smá skvettu af stælum og stórt hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Sölvi Ólason er með ís í æðunum eins og hann sýndi á móti Hamri. Samsett mynd Blikinn Sölvi Ólason átti mikinn þátt í fyrsta sigri Blika í Subway deild karla í körfubolta á dögunum en hann kom í mjög mikilvægum leik á móti Hamri í síðustu umferð. Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan. Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira