Vettvangur lyginnar, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Kalla má dómsalinn vettvang lyginnar. Eins og réttarfarið er, getur verið varasamt að segja sannleikann í dómsal. Þannig er um hnúta búið í lögum og dómsvenjum að sannleikurinn kemur oft ekki að notum og er stundum til skaða vegna þess að allt sem aðili máls segir, sem er honum í óhag, er talinn sannleikur. Mér virðist hins vegar að það sem er honum í hag sé líklegast talið ósatt og tilhneiging sé til þess að líta fram hjá því, jafnvel þótt það virðist trúverðugt og í samræmi við gögn málsins. Einnig kemur fyrir að sannleikurinn sé ekki nægilega áferðafallegur. Betra sé að laga hann til. Sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn getur gefið hinum aðila málsins tækifæri til þess að koma með þær ásakanir með réttu eða röngu að viðkomandi hafi viðurkennt þetta eða hitt. Ég hafði þá stefnu í dómsmálinu sem ég lenti í að segja bara sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þar sagði ég til dæmis frá því að ég hefði samþykkt þá kröfu hins aðilans að félagi minn mætti einn taka út af reikningi hans. Það lagði lögmaður hans þannig út að ég hefði þar með samþykkt að félagi minn sæi um öll samskipti og samninga við hinn aðila málsins. Dómarinn virtist gleypa það þrátt fyrir mótmæli mín þar sem ég sagði hann vinna með hinum aðila málsins. Lítil áhætta virðist fólgin í því að segja ósatt fyrir dómi. Hinn aðilinn í málinu breytti, að því er mér fannst oftar en einu sinni, um stefnu í málinu og breytti þannig framburði sínum. Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þægileg vel undirbúin lygi sem fellur að sögu hins aðilans hér og hvar gæti verið besta leiðin í átt að sigri í dómsmáli. Algengt virðist að málflytjendur og vitni þeirra byggi á tilfærslu og ósannindum um raunverulega málavexti sem furðu oft virðast ná betur til eyrna dómara en sannleikurinn, vegna þess hvernig lögin eru. Dómarar virðast, sumir hverjir að minnsta kosti, reiða sig frekar á fá atriði máls og munnlegan framburð en skrifleg gögn. Munnlegur framburður var miklu mikilvægari á árunum 1970 og fyrir þann tíma. Mér finnst að andi laganna og matsaðferðir dómara séu frá þessum tíma þegar engir tölvupóstar voru til og skrifleg gögn yfirleitt hvorki eins nákvæm né eins fyrirferðarmikil og nú er. Núna hafa tölvupóstar og fleiri skriflegir samskiptamátar rutt sér til rúms og eru orðnir veigamiklir í samskiptum. Langt er frá því að unnt sé að búa til sögur eða hagræða sannleikanum eftir á í sama mæli og í munnlegum framburði. Nokkrir lögmenn hafa staðfest það við mig að rangur framburður sé algengur í vitnaleiðslum. Mér fannst svo vera í mínu máli. Mér fannst það athyglisvert að dómarinn í héraði í mínu máli spurði, eftir því sem ég best vissi, aldrei út í framlögð skjöl öll þau fimm ár sem málareksturinn stóð yfir. Mér virðist að ástæðan geti verið sú að það þurfi yfirlegu, jafnvel mikla vinnu og fyrirspurnir til að skilja samhengið í hinum skriflegu gögnum og kannski ástæðulaust þegar andi laganna er sá að það þurfi strangt til tekið ekki. Í hinum munnlega framburði kemur skilningurinn einfaldlega af sjálfu sér, sérstaklega þegar komið er með samhangandi sögu. Það virðist stundum ekki vera meginatriði málsins hvort hann er byggður á sannleikanum eða ekki. Aðalatriðið er að þá er unnt, eða auðvelt, að dæma einhvern veginn í málinu án mikillar vinnu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona. Sé markmiðið að ástunda réttlæti hins sterka gengur þetta bara ágætlega og er misindisfólki mjög í hag. Ég tel hins vegar að þetta megi ekki halda áfram að vera svona. Færa verður sannleikann til vegs og virðingar í dómsölum. Taka verður á röngum framburði fyrir dómi þannig að hann hætti að borga sig. Dómarinn verður að vera sá sem veit allt um málið allan tímann sem það stendur yfir í gegnum hlustun og rannsókn á málavöxtum, þannig að hann geti metið málið út frá eigin dómgreind og verður að vera gert skylt að gera það samkvæmt lögum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar